Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 36
Félags mála opnan Eins og eftirfarandi bréf bera með sér hefur orðið ágreiningur um gi’eiðslu orlofsfjár. L.Í.Ú. gaf út umburðarbréf, sem hér fylgir um það hvernig greiða skyldi orlofsfé af kaupi sjómanna. Reglum þeim, sem L.l.Ú. setti gat F.F.S.f. ekki unað og sendi mótmæli þau, sem hér fylgja. Síðar var ákveðið að láta fél- agsdóm skera úr þessum ágrein- ingi og er líklegt að dómur verði upp kveðinn í síðasta lagi um mánaðarmót júní—júlí. Landssamband ísl. útvegsmanna, Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, Reykjavík. Reykjavík. 26. apríl 1972. UMBURÐARBRÉF nr. 10/1972. Greiðsla orlofs á laun sjómanna Skv. lögum nr. 87/1971, um orlof er svo ákveðið að atvinnu- rekandi skuli greiða í orlofsfé 8 y3% af launum frá og með 1. janúar 1972. Undanþága frá þessu er gerð í 7. gr. laganna, og er sú mgr. 7. gr., sem snertir tekjur sjó- manna svohljóðandi: 3. mgr: ,,Eigi skal reikna orlofsfé af greiðslum, sem ekki eru tekju- skattskyldar hjá orlofsþega. Sama gildir um orlofslaun og orlofsfé". Þessi ákvæði orlofslaga hafa þau áhrif á orlofsgreiðslur á laun sjómanna, að áður en orlof er reiknað á laun þeirra, ber að draga frá tekjum sjómanna þær greiðslur, sem ekki eru tekju- skattskyldar. f núgildandi lögum um tekju- skatt og eignaskatt, nr. 68/1971, sbr. 14. gr. laganna eru eftirfar- andi ákvæði: „Frá tekjum sjómanna lög- skráðra á íslenzk skip skal draga kostnað vegna hlífðar- fata. Frádrátturinn ákveðst 800.- kr. á mánuði og miðast við þann vikufjölda, sem þeir eru háðir greiðslu slysatrygg- ingargjalda sem sjómenn. Sömu aðilum skal veittur sér- stakur frádráttur, 5.000.— kr. fyrir hvem mánuð, reiknað á sama hátt, enda hafi þeir verið skipverjar á íslenzkum skipum ekki skemur en sex mánuði af skattárinu. Hlutaráðnir menn skulu njóta frádráttar samkv. 1. og 2. máls- grein, þótt þeir séu ekki lög- skráðir, enda geri útgerðar- maður fullnægjandi grein fyr- ir, hvernig hlutaskiptum er farið, og yfir hvaða tímabil launþegi hefur tekið kaup eftir hlutaskiptum. Ef sjómenn á íslenzkum fiski- skipum þurfa sjálfir að sjá sér fyrir fæði, skal draga þann fæðiskostnað frá tekjum þeirra. Við ákvörðun þess kostnaðar skal farið eftir mati skattyfirvalda Auk frádráttar skv. 1.-4. mgr. þessarar greinar skal frá bein- um tekjum sjómanna af fisk- veiðum á íslenzkum fiskiskip- um draga 8% teknanna, áður en skattur er á þær lagðar“. Samkvæmt framanrituðu er útgerðarmönnum bent á, að við uppgjör hinn 15. maí n. k., ber að draga frá heildartekjum sjó- manna eftirtalda liði, áður en 8 y3% orlof er reiknað á þær. 1. Skv. 5. mgr. 14. gr. sömu laga skal draga frá beinum tekjum sjómanna af fiskveiðum 8% teknanna, áður en skattur er á þær lagður. 2. Skv. 1. mgr. 14. gr. tekjuskatts- laganna kr. 800.- fyrir hverja 30 daga, sem viðkomandi sjó- maður hefur verið lögskráður, eða kr. 184.- fyrir hverja viku. 3. Skv. 2. mgr. 14. gr. sömu laga kr. 5.000.- fyrir hverja 30 daga, ef viðkomandi sjómaður hefur verið lögskráður í a. m. k. 6 mánuði af skattárinu. - Þessi frádráttur getur því ekki komið til greina við uppgjör 15. maí n. k., en eftir að sjó- maður hefur verið 6 mánuði lögskráður á sama skattári kemur frádráttur þessi til greina. Til nánari skýringa varðandi þennan lið, skal þetta tekið fram. Ef sjómaður er hjá sama út- gerðaraðila í 6 mánuði eða lengur, kemur frádráttur þessi til greina að fullu. Sem dæmi má nefna, að frá tekjum sjó- VlKINGUE 252

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.