Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 17
Þessa síðustu daga virðast eng-
ar fleytur koma til greina á voru
landi nema skuttogarar, sem virð-
ast nú vonum síðar vera orðnir
allvinsælir í hinni sífellt harðn-
andi veiðitækni á hinum svo-
nefnda bolfiski (sem er nokkuð
nýtt orð í voru máli). Þessi gerð
skipa hefur marga kosti fram yf-
ir hina eldri gerð, sem hefur
gálgana og trollið á báðum síðum,
og þó einkum alla aðstöðu til
vinnu um borð. Hvort þessi skip
hafi meiri möguleika til aflafanga
er annað mál, en þau eru sem sé
óumdeilanlega talin heppilegri
og líklegri til frambúðar en hinir
edri síðutogarar, sem þóttu góðir
til síns brúks áður fyrr og allt
til þessa dags.
Það má segja, að allt hefur
sinn meðgöngutíma - skuttogar-
amir eins og annað, og einkenni-
lega hljótt hefur verið um aðild
íslendinga í byrjunarsögu þeirra,
en það mun vera staðreynd, að
fyrsta teikning og reyndar full-
komið líkan með öllum tækjum
til þess að kasta trolli, draga það
inn og vinna aflann undir þilfari
er íslenzk hugmynd og höfundur
hennar Andrés Gunnarsson, vél-
stjóri, til skamms tíma í Áburðar-
verksmiðju ríkisins í Gufunesi.
Andrés hefur gengið með hug-
mynd um skuttogara síðastliðin
30 ár. Árið 1944 var hann vél-
stjóri á Patreksfirði. Þá tók hann
sér ársfrí frá störfum til þess að
vinna að þessum hugðarefnum
sínum, sem sannarlega voru ekki
þá komin á dagskrá hjá skipa-
smíðastöðvum í heiminum. Hann
smíðaði fullkomið módel, eins og
fyrr segir, sýndi það hinni ríkis-
skipuðu nefnd, sem hin svokall-
aða nýsköpunarstjórn skipaði til
þess að „hanna“ hina nýju tog-
ara, sem síðar hlutu nafnið ný-
VlKINGUR
Skuttogarar
eftir Guðfinn Þorbjörnsson
sköpunartogarar. (Ég hef ein-
hvern tíma minnzt á þessi gömlu
og góðu skip í „Víkingi". Þau
voru traust og ekkert til þeirra
sparað, en hins vegar engin stór
stigbreyting frá hinum eldri og
verður ekki rætt um þau hér).
Þegar Andrés sýndi þessum
heiðursmönnum í togaranefnd-
inni, sem mestmegnis munu hafa
verið gamalreyndir togaraskip-
stjórar ásamt hinum gengna
heiðursmanni Gísla Jónssyni,
eftirlitsmanni og alþingisforseta,
módel sitt, mun ekki annað hafa
komið til greina en almennur á-
hugi fyrir þessari róttæku breyt-
ingu og talið sjálfsagt að taka
hana til athugunar og fram-
kvæmda þegar bygging skipanna
yrði hafin.
Andrés mun svo - hvattur af
öllum þessum heiðursmönnum -
hafa sótt um einkaleyfi, farið í
það minnsta tvær ferðir til Eng-
lands og framlengt atvinnufrí
sitt og þar með misst sínar at-
vinnutekjur. Þá var þetta módel
á sýningu í Listamannaskálanum
1946 eða fyrstu daga hennar þar.
En það mun hafa verið fjarlægt
eða gert ósýnilegt á sýningu þess-
ari fljótlega eftir opnun hennar.
Þá gerðist það samtímis, að ýmsir
erlendir og innlendir ráðamenn
misstu skyndilega áhuga fyrir
svo frumlegum hugmyndum um
fiskiskip og búnað þeirra og 20—
30 nýsköpunartogarar voru
byggðir og fluttir til landsins án
þess að þessi nýjung væri reynd
í einu þeirra.
Nú, 30—35 árum síðar eru
þessi skip, sem byggð eru eftir
hinni frumlegu teikningu og mód-
eli Andrésar Gunnarssonar smíð-
uð á færibandi um allan heim og
eftir sótt af íslendingum sem
öðrum, en því er vandlega haldið
leyndu, að þetta er íslenzk upp-
finning og hún jafnvel óvenju-
lega vel sett fram.
Þetta er staðreynd, og ósköp
venjuleg. Þeir, sem hugsa, leggja
vinnu og fé til þess að breyta ein-
hverju í atvinnuháttum vorum,
eru þaggaðir niður, en hugmynd-
ir þeirra síðar notaðar af erlend-
um stórfyrirtækjum og umboðs-
mönnum þeirra hér blygðunar-
laust án þess að virða hinn svo-
kallaða „höfundarrétt“ að
nokkru. Þetta er gömul og ný
staðreynd í vorri iðnaðarsögu.
Eg hef aðeins drepið á eitt at-
riði í þeirri raunasögu, að vísu
nokkuð áberandi tákn hinnar al-
gjöru fyrirlitningar, sem á sér
stað á góðum hugmyndum, sem
koma fram fáeinum árum áður
en heppilegt er fyrir hina hugs-
andi bisnissmenn, sem verða að
sjá sínum hugmyndum borgið áð-
ur, að breyta til og þá án þess
að greiða fyrir nýjar hugmyndir.
Þær eru óalandi í dag - en verða
góðar á morgun. Svo virðist líka
vera hér. Skuttogari Andrésar
var góður 1946, en það mátti bara
ekki smíða hann þá. Nú í dag
stendur aðeins á mannskap til
þess að framleiða hann fyrir oss
og aðra, en Andrés Gunnarsson
verður að láta sér nægja endur-
minningar um tilraunir sínar,
viðtöl og viðurkenningar framá-
manna, sem af einhverjum ástæð-
um misstu áhuga á þessum skip-
um fyrir 30 árum, og una við sinn
ellilífeyri.
Þótt hér sé aðeins minnzt á
Andrés Gunnarsson, eru margir
fleiri í sama báti. Höfundarréttur
í iðnaði þekkist ekki enn þá á
Islandi.
Reykjavík, 27. marz 1972.
Guðfinnur Þorbjörnsson.
233