Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 14
Bakha-Oddur og örlög hans eftir séra Gísla Brynjólfsson Eins og annars staðar á Islandi á fyrri tíð var lífsbaráttan hörð á Suðurnesjum. Þegar illa fiskað- ist stóð hungurvofan við dyrnar. En hvernig sem áraði var hverrar vitundar lífsbjargar afl- að með súrum svita. Það var hörð vinna, mikið erfiði fyrir unga og gamla. Af öllum þrældómi held ég þó að saltburður langar leiðir milli verstöðva hljóti að hafa ver- ið ein harðasta þolraun, jafnvel fyrir hina þrekmestu menn. Það var því engin furða þótt því væri af einlægni fagnað þegar sá far- kostur kom til Grindavíkur, sem líklegur var til að bæta mjög flutninga að og frá þessari stóru verstöð. Þegar vélbáturinn Oddur kom sína fyrstu flutningaferð til Grindavíkur og skreið út úr Járn- gerðarstaðasundi hlaðinn vörum og með 30 farþega innanborðs á- varpaði sr. Oddur Gíslason á Stað hann þessum orðum: „BravóOddur! Víst má Grinda- vík muna sína tíma aðra þegar saltfiskurinn var reiddur á hest- um til Keflavíkur og konurnar báru salt á bakinu innan úr Vog- um og Keflavík". Það var eitt sinn sem oftar að ég heimsótti minn gamla vin, Sæpiund Tómasson frá Járngerð- arstöðum. Við ræddum um gamla tímann. Þá barst Oddur í tal. Bað ég þá Sæmund að setja á blað það sem hann myndi um þetta gamla flutninga- og farþegaskip Lefolii, sem iðulega sigldi milli Eyrar- bakka og Grindavíkur. Næst þeg- ar ég heimsótti Sæmund lét hann mig hafa eftirfarandi frásögn: „Frá því fyrsta sem ég man eftir var Oddur ýmist kallaður Bakkabáturinn eða Bakka-Oddur. Svo hagaði til heima á Járngerð- arstöðum þar sem ég fæddist og ólst upp, að við sáum alltaf þegar Oddur kom fyrir Hópsnesið á leið inn á leguna, sem kölluð var þá. Oddur þessi var fyrsta gufu- skipið, sem kom í Grindavík. Hann var járnskip og ekki stærri en 35-45 tonn. En hann var talinn ágætis sjóskip, vel gerður að lagi. Ég man fyrst eftir að aðkomu- sjómennirnir hertu allan sinn fisk. Lefoliiverzlun hafði þá mann í Grindavík, sem tók á móti þeirri skreið. Síðar fóru sveita- menn að salta þorskinn og fengu hann svo verkaðan sem saltfisk. Pabbi minn tók til verkunar afla þeirra, sem hjá honum réru og lagði hann síðan inn til þess manns, sem var á staðnum fyrir verzlunina. Það var eitt af aðal- verkefnum bátsins að sækja þann fisk og flytja hann til Eyrar- bakka. Síðast varð það svo, að sveitamenn lögðu fiskinn inn strax eftir aðgerðina á hverjum degi. Þennan fisk sótti Oddur oft um eða rétt fyrir lokin. Hann flutti einnig saltið í fiskinn. Enn- fremur flutti hann ýmsar vörur, svo sem smér í skinnbelgjum og aðra matvöru til vertíðarmanna. Þeir fengu sitt rúgmél í litlum tunnum, kölluð kvartél. Úr því fengu sjómenn bökuð brauð eða flatkökur. Það var alltaf tilhlökkun þegar Oddur kom, þó helzt fyrir og um lokin, 11. maí. Þá voru vermenn mjög önnum kafnir að binda þorskhausa og fleira í bagga til flutnings austur með Oddi, enda fóru þeir þá líka margir með bátnum austur á Bakka. Þá voru ekki bílar til hér á landi, og fátt um allar ferðir. En þetta var mjög bundið við ferðir Odds og var mest á vorin. Á haustin kom hann með saltið í fiskinn. Lefoliiverzlun átti hús í Grindavík, sem kallað var An- leggs-hús. Þar voru vörur geymd- Sæmundur Jónasson, frá Járngerðarstöðum. VlKINGUE 230

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.