Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 5
mönnum á öðrum tímum, þegar um væri að ræða hagsmunamál sjómannastéttarinnar. Það má vel vera, að nokkuð beri á slíku, — því miður. Sannarlega eru íslenzkir sjómenn alls góðs maklegir og vissulega er brýn þörf á því, að þjóðin öll sýni það í reynd, að hún vill veita þeim viður- kenningu í verki, og launa þá og tryggja þannig, að sjómannsstarfið verði alltaf eftirsóknarvert. Með dugmikilli sjómannastétt, með fullkomnum nýtízku fiskiskipum, með nýjustu tækni og kunn- áttu við að vinna aflann og breyta honum í eftir- sótta útflutningsvöru, er þjóðin öll að tryggja sína eigin hagsmuni. íslenzka þjóðin verður að greiða sjómönnum sínum vel, hún verður að meta á sann- gjarnan hátt vinnuaðstöðu, vinnutíma, fjarveru frá heimilum og erfið og hættuleg störf. Sjávarútvegurinn hefir verið undirstaðan í ís- lenzku efnahagslífi á undanförnum áratugum. Sú undirstaða, sem sjávarútvegurinn hefur hins vegar byggt á, eru hin gj öfulu fiskimið í kringum landið. Þá undirstöðu, þau miklu auðæfi, sem þar er um að ræða, mestu auðæfi landsins, verður því að tiTggja, því að þar er um að ræða þá tryggingu, sem líf og afkoma þjóðarinnar í landinu veltur á. Af hverju útfærsla? I dag er baráttan fyrir verndun fiskimiðanna og fyrir skynsamlegri hagnýtingu þeirra, stærsta mál þjóðarinnar. Við höfum ákveðið að stækka fiskveiðilandhelgina við landið út í 50 sjómílur frá grunnlínum þann 1. september nk. öll þjóðin stendur að baki þessari ákvörðun og sem táknræn undirstrikun á því, staðfestu allir alþingismenn — 60 að tölu — þessa ákvörðun með sérstakri samþykkt á Alþingi. Með stækkun fiskveiðilandhelginnar höfum við íslendingar einkum tvennt í huga: / fyrsta lagi viljum við koma í veg fyrir of- veiði á fiskimiðunum við landið. Og í öðru lagi teljum við óhjákvæmilegt að hlutur okkar, af því heildaraflamagni sem veitt er og veiða má með góðu móti á miðunum við landið verði að vera meiri en nú er. Við óttumst ofveiði á ýmsum fiskistofnum á miðunum í kringum landið. Síðar í ræðu sinni fjallaði Lúðvík Jósepsson um landhelgismálið. Hann minnti á að sókn erlendra veiðiskipa á íslenzk mið hefur farið vaxandi. 200— 250 erlend skip taka nú þátt í veiðunum umhverfis landið og í þeim flota eru mörg stór skip, 2000— 4000 rúmlestir, þar af allmargir togarar sem frysta aflann um borð og nokkur verksmiðjuskip. TJggvekjandi upplýsingar. Þá fjallaði ráðherrann um nýjustu sérfræðinga- skýrslur um fiskistofna í Atlanzhafinu. Hann sagði: Sókn erlendra skipa á miðin hefir farið vaxandi. Hér stunda nú um 80—100 erlend fiskiskip veiðar að staðaldri. Það mun jafngilda því að um 200— 250 erlend skip taki þátt í þessum veiðum, því skiljanlega geta þau ekki öll verið á miðunum í einu, þar sem alltaf fer alllangur tími í siglingar að og frá miðunum. 1 þessum mikla flota eru mörg stór skip, 2000—4000 rúmlestir að stærð, allmargir togarar, sem frysta aflann um borð og nokkur verksmiðjuskip. Útbúnaður þessara skipa hefir gjörbreytzt á síðustu árum og aukið veiðigetu hvers skips stórlega frá því sem áður var. Nýjustu skýrslur, sem nú liggja fyrir, um stöðu fiskistofnanna í Norður-Atlanzhafi, sýna hrað- versnandi stöðu þýðingarmestu fiskistofnanna. Og niðurstaða hinna heimsþekktu vísindamanna, sem að skýrslunum standa, eru þær, að nú sé svo komið, að allir þorsk- og ýsustofnar í Norður-Atlanzhafi vestan- og austanverðu, séu þegar fullnýttir, eða ofveiddir. Fiskifræðingarnir, sem að þessari niður- stöðu hafa komizt, eru m. a. frá Bretlandi, Vestur- Þýzkalandi, Islandi, Bandaríkjunum, Kanada og Noregi. Þeir benda á þá stórauknu hættu, sem stafar af hinum stóru fiskiskipum og því hve auðvelt þau eigi með að hreyfa sig á milli fjarlægra fiskimiða og vera því jafnan þar sem bezt lætur hverju sinni. Vegna þessa hreyfanleika flotans skiptir einn vel heppnaður fiskárgangur í einstöku fiskisvæði svo litlu máli um heildarþróunina, því stóru skipin koma þá jafnan þangað sem nýi stofninn er í upp- VlKINGUR 221

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.