Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 8
arar aldar. Jafnhliða hefir vinnsla sjávaraflans tekið stór- stígum framförum. Mikil aukn- ing varð í fiskiskipastólnum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á sjötta áratugnum var mikil uppbygging í síldveiðiflotanum, og alhliða uppbygging hefir átt sér stað síðan. Þá hafa ætíð verið næg verkefni við að fylgjast með í veiðitækni og tækni til slysa- varna. Svo er fyrir að þakka, að við höfum ætíð átt á að skipa vökulum mönnum í ykkar röðum um þessi mál. Já, verkefnin hafa verið ærin, og mörgum hefir verið hrundið í framkvæmd með góðum árangri. En tímans hjól snýst, og ávallt koma ný verkefni upp með nýjum sjónarmiðum í síbreytilegum heimi. Það verkefni sem einna hæst ber í sjávarútveginum nú, að landhelgismálunum ógleymd- um, eru skuttogarakaupin, sem margir binda miklar vonir við. Það er ósk mín, að þær vonir rætist, og jafnframt að svo megi skipuleggja veiðar með þessum nýju skioum, að til sem minnsta ágreinings komi milli byggðar- laga og landshluta. Landhelgismálin hafa lengi verið hjartans mál okkar. Nú stöndum við frammi fyrir út- færslu fiskveiðilandhelginnar í 50 mílur, og standa íslenzka sjó- mannastéttin og útvegsmenn ein- huga að baki þeirrar útfærslu, og reyndar öll íslenzka þióðin, og svo hefur að jafnaði verið í þess- um baráttumálum. Fram til 1903 höfðum við 16 sjómílna fiskveiðilögsögu, en næstu hálfa öldina vorum við bundnir af samningi Dana við Breta um 3 mílna lögsögu. Eftir samþykkt landgrunnslaganna 1948 hefur verið stefnt aS sem víðtækustum yfirráðum íslend- inga yfir landgrunninu. Fisk- veiðimörkin voru færð út 1952 og aftur 1958, og nokkrar breyting- ar á grunnlínunni 1961. Miklar umræður eiga sér nú al- mennt stað um fiskveiðilögsögu og nýtingu hafsbotnsins, og 15. febr. á þessu ári var gerð ein- róma samþykkt á Alþingi Is- lendinga um útfærslu fiskveiði- lendhelginnar í 50 mílur í haust. Um þetta standa Islendingar saman sem einn maður, eins og áður segir. En ýmsar erlendar þjóðir mótmæla þessum aðgerð- um okkar. Við munum þó aldrei fallast á annað en að við eigum fullan og óskoraðan rétt til alls þess, sem við nú stefnum að 1. september. Hins vegar er talið rétt að eiga viðræður við þær ná- grannaþjóðir um takmarkaðar veiðiheimildir um mjög skamman tíma. Viðræður um þau mál standa nú yfir. Ég leyfi mér að vona, að vel og friðsamlega rætist úr þessum málum. íslenzk sjómannastétt! Hlutur ykkar í gæfu og gengi þessa lands er mikill, enda eruð þið oft kall- aðir hetjur hafsins. Mér er þó kunnugt um, að þið hugsið sem svo, að það sé nú ekki alltaf á borði þótt það sé í orði. Eg vil samt taka undir þetta ávarp. Is- lenzkir sjómenn og fiskvinnslu- fólk vinna einhver áhættusöm- ustu og erfiðustu störf í þjóð- félaginu og hafa að jafnaði lengri vinnudag en aðrir. Þið eruð fram- varðasveit íslenzks þjóðlífs, og án ykkar skerfs værum við all- miklu skemmra á veg komin og gætum ekki lifað því lífi velferða,r og menningar, sem við erum vitni að. Á öðrum vettvangi eru þó líka unnin hetjustörf, og stundum fer lítið fyrir þeim. Hygg ég, að ekk- ert sé frá ykkur tekið, þótt þess sé getið hér og nú. Sjómannsheimilið. Unnustan, eiginkonan, móðirin, amman. Hve stór er ekki skerfur þeirra? Eru þær ekki styrkasta stoðin og bak- hjarlinn í hverri raun? Hugsum okkur í dag í brimveiðistöð fyrir ekki alltof mörgum árum, sem margur á miðjum aldri þekkir af raun enn þann dag í dag. Allir voru á sjó. Snögglega brimaði og skyggni fór versnandi vegna hríðar og húms. Þá mátti svo að segja í hverjum glugga sjá andlit, sem rýndi út á sjóinn, og oft fylgdu augu hinna smærri, sem rétt náðu upp í gluggakist- una, ef þau tylltu sér á tá. Á slíkum dögum var elzta bamið oft beðið fyrir hin yngri, því að mamma þurfti að skreppa niður að sjó og fá frekari fréttir. Þar stóðu þeir, sem að landi voru komnir, og aðrir plássbúar, er ekki voru bundnir heima. Konan spurði þá hverjir væru komnir að landi, hvemig landtaka hefði gengið, og hvernig horfði fyrir þeim, sem ókomnir væru. Jú, þeir voru allir komnir nema einn eða tveir, og enn lengdist biðin, sem að þessu sinni tók enda, er næst varð hlé milli élja og lag á sundi. Áhyggjur þessa dags voru á enda hjá þeim, sem heima biðu. Við getum eins hugsað til fólks- ins í verstöðvunum vestur á Fjörðum, fyrir norðan eða aust- an. Þótt margar þeirra bjóði upp á skjólgóðar hafnir inni á fjörð- um, þá er sótt út á opið haf í skammdeginu, þar sem veður verða harðari en þá órar fyrir, sem ekki þekkja til og kannski aldrei hugsað útí. Setjum okkur í spor sjómannskonunnar þar. Ég hefi átt því láni að fagna að kynnastvellífiþessarakvenna, ekki sízt í minni heimabyggð. Eg man margar þeirra frá bernsku minni og hef síðan fylgst með þeim. Þær hafa fylgt þremur ætt- liðum á sjóinn og margar orðið fyrir þungbærri reynslu. Það sem einkennir þær öðru fremur, er ró- semin og öryggið, sem frá þeim stafar. Mér finnst ég þekkja þær um land allt. Eg vil senda þessum konum ásamt ykkur, sjómenn góðir, beztu kveðjur og hamingjuóskir í tilefni dagsins og árna ykkur allra heilla í framtíðinni. Ég veit að útvegsmenn um allt land taka undir þessar kveður mínar heils hugar. 224 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.