Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 2
öllum sviðum. Ný skip með nýjum tækjum kalla á menntun og þjálf- un þeirra manna, sem eiga að stjórna þeim ef fyllsti árangur á að nást. Þess vegna hefur F. F. S. 1. beitt sér fyrir því, að haldin verði námskeið við Stýrimanna- skólann og Vélskólann þar sem skipstjórnarmönnum og vélstjór- um gefst kostur á námi í nýjustu tækni á þessum vettvangi. Á þessari stundu er ekki vitað hvenær þetta getur orðið, því að það þarf nokkum undirbúning. Menntamálaráðuneytið á þakk- ir skildar fyrir þann skilning, sem það hefir sýnt þessu máli, en það hefir veitt nokkurn fjárstyrk í þessu skyni. Nú reynir á að út- vegsmenn, sem hvað mestra hags- muna hafa að gæta á þessum vett- vangi bregðist vel við og veiti mönnum, sem þeir hyggjast hafa á þessum skipum stuðning til námsins. 1—2 mánuðir í skólun- um ættu að geta bætt nokkuð úr brýnni þörf. Þegar rætt er um menntun sjó- manna verður ekki komizt hjá að minnast á tillögu, sem samþykkt var á aðalfundi L. 1. U. sem hald- inn var dagana 28.—80. nóv. s.l. þess efnis, að draga stórlega úr námi vélstjóra frá því, sem nú er. Það á að vera bót við því að ekki hefir verið hægt að manna alla fiskibátana vélstjórum, eins og lög gera ráð fyrir vegna þess, að tekjuvonin þeim til handa hefir ekki staðizt samkeppni frá öðrum atvinnugreinum. Samgönguráðuneytið hefir oft verið greiðvikið á undanþágur frá tilskildum réttindum til vél- stjórnar á fiskiskipin, þó keyrði fyrst um þverbak eftir að ráð- herra sá, sem fer nú með þessi mál lét þau boð út ganga á síðasta vori að undanþágur frá vélstjóra- réttindum skuli vera undir eftir- liti verkalýðs- og sjómannafélaga á viðkomandi stöðum. Á sama tíma og vélskólapiltar komu frá námi á síðastliðnu vori og sóttust eftir störfum á fiskibátunum þá voru veittar hömlulausar undan- þágur vítt um landið. Ef til vill spyrja menn: Er nokkur þörf á menntun sjó- manna? Hvort það þurfi mennt- un til þess að veiða fisk, eða til þess að sigla á milli ákveðinna staða? Þarf menntun til vél- stjórnar, þegar sjálfvirkni er orð- in svo mikil. Ég fullyrði, að menntunarþörf sjómanna er af flestum vanmetin. Fyrir nokkru var þáttur í sjón- varpinu þar sem rætt var um menntun ýmissa starfshópa. Þar komu fram fulltrúar iðnaðar- manna, bænda og háskólamanna. Þessir heiðursmenn komu víða við í rabbi sínu, en enginn þeirra minntist á að til væri í þessu landi skóli fyrir sjómenn eða að hans væri nokkur þörf. Þegar þetta er ritað (21. jan.), þá er ekki annað sýnilegt en að vinnustöðvun. á togurunum sé á næsta leiti. Framleiðsla frystihús- anna í Reykjavík og nágrenni stöðvast. Ég ætla ekki að deila á neinn í þessu sambandi. Hér er á ferðinni gamli di'augurinn, sem helríður öllu, sem hann kemst í snertingu við, þrjózkan og skiln- ingsleysi, — oftast beggja aðila. Allir vita að framleiðslutækin mega ekki stöðvast. Það verður að greiða áhöfnum skipanna það góð laun, að þangað sæki sem dug- mestir menn. Það er allra krafa að lausn á launadeilum fáist með öðru móti en því að stöðva aðal- framleiðslutæki þjóðarinnar þar til annar hvor deiluaðilinn gefur eftir af kröfum sínum og þjóðfé- lagið hefir tapað ótöldum milljón- um. Það er ósk mín að hið nýbyrj- aða ár megi veita okkur þann skilning og víðsýni að við getum nýtt auðlindir okkar ágæta lands í sátt og samlyndi. Á þann hátt gerum við hagsæld okkar mesta. Gleöilegt ár. Nýjustu Þrið j udaginn 16. janúar sl. renndi hinn nýi skuttogari Bæj- arútgerðar Reykjavíkur inn á höfnina í Reykjavík. Nafn skipsins er „Bjarni Bene- diktsson“ og er fyrsta skipið af sex togurum, sem Spánverjum var falið að smíða fyrir íslend- inga eftir samningi, sem gerður var við Spánverja af fyrrver- andi ríkisstj órn, Viðreisnar- stjórninni. Ætlunin er að Bæjarútgerð Reykjavíkur eignist þrjú af skip- unum, Hafnarfjarðarbær eitt og Akureyrarkaupstaður tvö. „Bjami Benediktsson" er 970 brúttólestir að stærð eftir nýju mælingunni og 68 m langur. Sam- kvæmt frásögn Tímans, en eng- um frá samtökum sjómanna hef- ur verið boðið að skoða skipið, eru tvær aðalvélar í skipinu af MAN gerð 1400 hestöfl hvor. Reyndist ganghraðinn vera 16 sjómílur í reynsluför os kaup- verð skipsins 150 milljónir króna, sem hækka mun upp í 200 millj. kr. um það leyti sem skipið verð- ur talið sjóklárt, eftir því sem forstjórinn Þorsteinn Arnalds lét hafa eftir sér í fyrrgreindu blaðaviðtali. Þá berast fregnir um að heilmiklar stillingar fari nú fram á hinum flókna vélbúnaði skipsins. Bendir það til þess að eftirlitið hafi ekki verið nægjan- lega gott með smíðinni? Þetta rifjar upp, hvort alveg hafi verið rétt að fara eftir um- sögn sumra þessara manna um skip þau er samtök sjómanna stóðu að - Úthaf hf. En samtökin vildu fyrir tveimur árum festa kaup á tveimur lítt notuðum skut- togurum á Spáni fyrir meira en helmingi lægra verð en þessi skip eru keypt fyrir og hefðu auk þess verið búin að afla drjúgt fyrir kostnaðarverði sínu, meðan verið var að smíða þennan dýrgrip. Um- mæli fyrrgreindra manna um skip Úthafs h/f urðu þess vald- VÍKINGUR 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.