Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 39
■ Uppsátur Hafnarmanna í Þrætuvík mörgu öðru. — Bátar eru sjó- settir hér síðustu daga febrúar, eða fyrstu daga marz, og síðan er hver stund notuð til mánaðar- móta október—nóvember og ekki er það okkar sök þótt ógæftir, fiskileysi eða vélabilanir hamli aflabrögðum, en allan þennan tíma er þetta einasta atvinna okk- ar og gróflega er ég hræddur um að einhverjir þeirra, sem komið hafa á okkur þessum fantatök- um, sem skerðing sjómanna frá- dráttar, yrðu nokkuð grænir í framan, ef þeir væru með okkur í verstu róðrunum. Ég get þess hér um leið, að sjómenn á ísl. fiskiskipum fá venjulegan sjó- fatafrádrátt — nema menn á opnum bátum. Einnig fá sjómenn frádrátt vegna fæðis allan þann tíma, sem þeir eru skráðir á fiski- skip, en sjómenn á opnum bát- um fá fæðisfrádrátt aðeins fyrir VÍKINGUR þá daga, sem þeir róa — en lát- um svo vera; þetta höfum við sætt okkur við í mörg undanfarin ár, en nú eru tryggingargjöld okkar lækkuð, þannig að 4 róðr- ardagar geri eina viku og iðgjald reiknað eftir því. Tryggingar- gjald, fyrir hverja viku, sem bátnum hefur verið haldið úti höfum við allir greitt með glöðu geði, vitandi það að oft geta hent mann slys þótt báturinn sé ekki í róðri. Við hér verðum ávallt að færa báta okkar á annan stað, þegar brestur á stórviðri eða brim og komið hefur fyrir að við höfum orðið að standa í austri og dvelja í bátnum tímum saman, vegna þess að við höfum ekki komist frá bryggju, til að færa bátana í landvar. Það er okkar fróma krafa að þeir, sem lög og reglugerðir setja skilji það að við, sem opnubáta útveg stundum, erum öngvu síður sjómenn en þeir, sem á glæstu skipunum sigla, með alls konar fyrirgreiðslur frá hinu opinbera, og stundum miklu hættulegri sjó- sókn og — að ýmsu l'eyti erfiðari. Hvar fyrir er okkur mismunað svona herfilega? Er það kannske vegna þess, að við eigum formæl- endur fáa og vantar öll samtök og þessvegna sé óhætt að fara með okkur á hinn lúalegasta og lítilmannlegasta hátt? Við vonum að einhverjir, sem um þessi mál fjalla sjái og skilji þetta og komi fyrir þá vitinu, ■— bendi þeim á, að margir okkar vorum orðnir hlutgengnir sjó- menn áður en þeir voru þurrir bakvið eyrun. Ekki ber ég á móti því að lög og reglugerðir þurfi breytinga við og er það vel, ef þær miða til bóta og í mannrétt- inda átt. En breytingar á skatt- framtölum ættu að virka frá dags dato, sem þær eru samdar og samþykktar, en þegar við erum að gera skýrslur okkar í jan- úar 1972, er það fyrir árið, sem liðið er, eða 1971. Þessvegna má segja að laumast sé aftan að mönnum og ráðist á garðinn þar, sem hann er lægstur, þar sem breytingar eru látnar virka aftur fyrir sig. — Þetta minnir á ó- fyrirleitið fálm útí loftið, til að krafsa nokkrar krónur af lítil- mögnunum og eru máske tilraun- ir til, með öðru álíka, að mæta hrollvekju arfinum frá tíð fyrr- verandi stjórnar; má segja að lítið leggist fyrir kappana og allt- af á maður eitthvað hægara með að sætta sig við stórmannlegar aðgerðir, heldur en lítilmann- legar. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.