Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 15
— Máske engu, hafði hún sagt
og ypt öxlum. — En þú veizt
hvernig þessir Leighton-ráða-
menn eru. Svartasta afturhald,
með skólaslifsi sín og ég veit
ekki hvað. Þú veizt einnig hvaða
hugmyndir þeir gera sér um
Ameríkumenn, þeir telja þá alla
vera sambland af trúðum og
kúrekum.
Ég get ekki ímyndað mér, að
þeir hugsi þannig um mig, sagði
Wendall. Ég hefi unnið hjá lista-
safninu í átján ár. Ég hefi ver-
ið búsettur í Englandi svipaðan
tíma. Ég er kvæntur enskri konu.
Ég er brezkur ríkisborgari, ég
get varla sagt að ég finni til þess
lengur, að ég sé fæddur Ameríku-
maður.
—En þú talar ennþá sem slík-
ur, minnti hún hann á. Hún hafði
tekið aðra hönd hans og þrýst
henni að kinn sér. — Hlustaðu á
mig elskan. Ég vil á engan hátt
draga úr ánægjunni við stöðu-
hækkun þína. Mér finnst það dá-
samlegt. En ég held, að þú ættir
ekki að reikna með að ná hærra.
Það kom í ljós síðar, að Hester
hafði rétt fyrir sér. Daginn sem
Herbert Menzies átti sextíuogníu-
ára afmæli, tilkynnti hann að á
næsta ári myndi hann draga sig
í hlé. Þá myndi hann sjálfkrafa
fara yfir í stjórn safnsins og
þannig geta haft áhrif á hver
yrði eftirmaður sinn. Wendall
komst að því, að eftirmaðurinn
yrði ungur maður sem starfaði
við London Museum, en var
kvæntur dóttur eins foi'stjórans
við Leightonsafnið.
Wendall var samanbrotinn.
Hann hringdi strax til Hester.
Þetta er fullkomið ranglæti, sagði
hann við hana.
— Það er ekki það sem skiptir
máli, sagði hún hóglátlega, en
döpur í bragði.
— Ég hefi gefið þeim átján ár!
Og svo koma þeir með annan
utanaðkomandi.
— Ég sætti mig ekki við þetta,
sagði hann hörkulega. — Kemur
ekki til mála. Ekki eftir átján
ára starf.
Þennan eftirmiðdag hafði hann
VÍKINGUR
setið hreyfingarlaus í þrjár
klukkustundir á skrifstofu sinni
og horft í gaupnir sér. Hann
hugsaði um árin sem liðin voru.
Slitsama vinnu undir ráðríkri og
drottnandi stjórns Herberts Men-
zies. En það sárasta var hugsunin
um Hester, sem þolinmóð hafði
sætt sig við fátæklega tilveru
þeirra, meðan hann var að vinna
sig til æðstu metorða, en varð nú
að sætta sig við algjöra upp-
gjöf, einmitt þegar hann taldi
að markinu væri náð.
Það var komið langt framyfir
lokunartíma. Þegar hann gekk í
gegnum eystri sal safnsins, veitti
hann því athygli að uppáhalds
málverk hans, Konan hallaðist
nokkra centimetra til hliðar.
Hann skrefaði yfir flauelið, sem
átti að halda áhorfendum í hæfi-
legri fjarlægð, og rétti málverkið
gætilega. Hann strauk fingri
léttilega yfir harða málninguna
og brosti með sjálfum sér. Hve
fögur hún var, hugsaði hann.
Svo örvandi og hvetjandi! Hve
oft hefði hann ekki stanzað
frammi fyrir þessu málverki eft-
ir vinnutíma, dáðst af fegurð
þess, og flýtt sér svo heim til
hinnar blíðlátu raunverulegu
konu, sem beið hans þar.
Meðan hann stóð þannig og
virti fyrir sér málverkið sem
hann hafði verið að lagfæra, fór
hann aftur að hugsa um rang-
lætið sem hann hafði verið beitt-
ur. Og allt í einu skaut ósjálfrátt
upp í huga hans — hugmyndinni
um að stela meistaraverki Bore-
sis.
Það voru örfáir farþegar með
flugvélinni til Tanger. Wendall
tók úr tösku sinni ljósmynda-
eftirlíkingu sem hann hafði tekið
af fjórum upplýsingasp j öldum úr
leyniskjölum safnsins, en síðan
lagt þau á sama stað. Öll þeirra
höfðu að geyma upplýsingar um
einkasafnara, sem hver um sig
höfðu óskað eftir því að kaupa
meistaraverk Boresis, Konan.
Wendall hallaði sér að Hester
og fór að útskýra fyrir henni með
lágri röddu.
—Victor Blanca, sagði hann
— er af amerísk-þýskri fjöl-
skyldu, sem græddi milljónir á
vopnasölu í síðari heimsstyrj öld-
inn. Verksmiðjurnar voru í
Þýzkalandi, en hagnaðinum var
smyglað gegnum svissneska
banka yfir til Argentínu. Blanca
býr í Buenos Aires og á eitt fín-
asta listasafn í Vesturheimi.
— Kiru Sakata, býr í Nagoya
í Japan. Hann er eigandi að ein-
um stærsta fiskiskipaflota í Asíu.
Hann á einnig stærsta safn vest-
rænna listaverka sem nokkur
Asíumaður hefur áður átt.
— Bey Hama, Damascus, Sýr-
landi. Innflutningur, útflutning-
ur. Ofsalega auðugur. Safn hans
er algjörlega einstætt. Allir list-
munir hans, málverk, mynda-
styttur, útskurður og annað, er
allt af konum. Hann er mikill
aðdáandi vaxtarlags kvenna. Það
er sagt að einkasafn hans, sé
eingöngu samansafn af myndum
nakinna kvenna úr öllum heims-
hornum.
Wendall virti fyrir sér síðasta
spjaldið. — Sheik Karbala í Ku-
wait. Einn af ríkustu olíukóng-
um veraldar. Maðurinn lifir eins
og rómverskur keisari, í gríða-
stórri höll við Persneska flóann.
Hann á í sífelldum erjum við
annan sheik um það, hvor þeirra
geti náð í fleiri listaverk og fá-
gætari til halla sinna.
— Og ertu viss um, að enginn
þessara manna hiki við, að bjóða
stórfé í stolið málverk? spurði
Hester hugsandi.
— Alveg öruggur, svaraði
Wendall. — Þeir eru allir fjórir
þekktir fyrir að hafa staðið í
ýmsum býsna skuggalegum við-
skiptum í listaverkaheiminum.
Það var með öðrum ástæðum fyr-
ir því, að listasafnið hafði ýtar-
legar upplýsingar um það í
spjaldskrá sinni. Hama heim-
sótti Menzies fyrir nokkrum ár-
um, til þess að reyna að tryggja
sér kaup á lconunni. Og vertu al-
veg róleg, þeir hika ekki við að
bjóða, ég þyrði að leggja heiður
minn að veði fyrir því.
— Það hefurðu þegar gert,
sagði Hester stillilega. — Hve-
15