Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 55
meira áberandi en áður. Brigg- skipið fór vel í sjó þegar búið var að leggja til, og samt brakaði og gnast í bitum, böndum og skil- þiljum eins og skipið væri að rífa sig í sundur í óveðri. Horn- blower hratt þessari hugsun frá sér og hélt ímyndun, en þegar hann hafði þurrkað sér og var kominn í beztu föt skipstjórans, þá kom þessi hugsun aftur. Briggskipið stundi eins og und- an þungu álagi. Hann fór til þess að sjá hvern- ig verkið gengi, en vart hafði hann verið tvær mínútur uppi, þegar einn Fransmaðurinn, sem var að seilast eftir línuspotta, snarhætti að hreyfa sig og glápti á þilfarið. Hann beygði sig og tók í samskeytalínu á þilfarinu, leit upp, horfðist í augu við Hornblower, og kallaði til hans. Hornblower gerði enga tilraun til þess að látast skilja hann, enda þurfti þarna engrar skýringar við. Samskeytin á þilfarinu voru að gliðna í sundur, tjaran var farin að vella upp. Hornblower leit á þetta án þess að átta sig í bili — þarna var um ein tvö fet að ræða, en aðrir hlutar þilfars- ins virtust traustir. Nei. Þegar athygli hans einu sinni hafði verið vakin á þessu og hann litaðist um, þá sá hann að á þilfarinu var tjaran milli plankanna farin að bólgna upp, íyftast. Takmörkuð reynsla hans náði ekki svona langt, jafnvel ekki neitt sem hann hafði lesið og það var þó nokkuð. En nú var franski skipstjórinn kominn til hans og horfði á þilfarið líka. „Farmurinn!“ sagði hann. „Hann-------hann stækkar!" Nú kom Matthews til þeirra, og án þess að skilja frönsku, skildi hann hvað var að gerast. „Heyrði ég ekki rétt, að skipið væri með hrísgrjónafarm, herra?“ “Jú.“ „Þarna kemur það! Sjórinn hafði komizt í þau og þau bólgna.“ Það var og. Þurr hrísgrjón, sem bleytt eru upp, tvöfaldasí eða þrefaldast að fyrirferð. VÍKINGUR Farmurinn var að bólgna upp og brjóta skipið utan af sér. Horn- blower mundi allt í einu eftir brakinu og brestunum, sem hann hélt sig heyra þegar hann var niðri að skipta um föt. Þetta var skuggaleg stund. Hann svipaðist um yfir hinn úfna fjandsamlega sæ til þess að sækja þangað hug- myndir eða hjálp, en þar var hvorugt að hafa. Nokkrar sek- úndur liðu áður en hann treysti sér til þess að tala, og taldi sig færan um að halda reisn og virðu- leik sjóliðsforingja þegar hann lendir í erfiðleikum. „Því fyrr, sem við komum segl- unum fyrir gatið, þeim mun betra,“ sagði hann. Það var til of mikils ætlast að rödd hans væri fullkomlega eðlileg. „Ýtið við þessum Frökkum.“ En rétt þegar hann sagði þetta fann hann eins og snöggt högg beint undir fótum sér, eins og einhver hefði barið í þilfarið með tréhnalli. Skipið var blátt áfram að rifna í sundur. „Flýtið ykkur með seglið,“ kallaði hann, og sneri sér aftur að mönnunum, og varð sjálfum sér reiður vegna þess, að tónn í röddinni hafði komið upp um óvirðulegan æsing. Loks var lokið að ganga frá seglinu, taugar voru festar í jaðra þess, farið fram á stafn, seglið látið síga útbyrðis og dreg- ið síðan aftur á bæði borð unz það kom að gatinu. Homblower var að fara úr fötunum, ekki vegna þess að hann vildi hlífa fötum skipstjórans, heldur vegna þess, að hann ætlaði að halda þeim þurrum fyrir sjálfan sig. „Ég ætla að sjá til þess að seglið komizt á réttan stað,“ sagði hann Matthews, hafðu línuna til- búna fyrir mig.“ Honum fannst fáklæddum og blautum, eins og vindurinn hvini beint í gegnum sig, og þegar hann nuddaðist við skipshliðina þá flumbraðist hann og flagnaði af honum ekki svo lítið af skinni, en bárurnar sveifluðu honum glaðhlakkalega og tillitslaust. Hann sá til þess að seglið lenti yfir gatinu, og sér til mikillar ánægju að þessi „motta“ þrýstist að gatinu, og myndaði þar dæld, svo að hann var viss um að tekið var fyrir lekann. Þeir höluðu hann upp aftur og biðu skipana, en hann stóð þarna nakinn, orð- inn heimskur af svefnleysi, kulda og þreytu, og barðist við að taka næstu ákvörðun. „Vendið henni aftur yfir á stjór,“ sagði hann loks. Þegar hann var aftur kominn í föt, fann hann Matthews, sem beið hans njósnaralegur á svip. „Herra.“ sagði hann, „ég bið afsökunar, en mér lízt ekki á blikuna. Hreint út sagt, mér líst ekki á hvernig hún fer í sjónum. Hún er að síga og hún er að springa, það er ég viss um. Bið yður að afsaka, herra að segja þetta.“ Niðri hafði Hornblower heyrt gnesta og braka í skipinu, og uppi var svo að sjá að samskeytin á þilfarinu færu víkkandi. Jafnt því sem hrísgrjónin bólgnuðu og þrútnuðu höfðu þau þvingað sundur samskeyti og þar féll inn sjór og bleytti grjónin alls staðar og skipið var að opnast eins og blóm, sem springur út. „Nei, sjáið þér herra.“ sagði Matthews allt í einu. Þarna um bjartan dag trítlaði grátt kvikindi eftir skammdekk- inu og meðfram lensportunum á kulborða, og annað á eftir og þar eftir enn annað og fleiri. Rottur! Eitthvað alvarlegt hlaut að vera á ferð niðri í skipinu, að þær skyldu koma á þilfar um bjartan dag. Hornblower fann dynk und- ir fótunum eins og eitthvað væri að splundrast þar. Þó, enn var eitt ráð, sem til varnar mátti verða, að hann ætlaði. „Ég hendi farminum fyrir borð,“ sagði Hornblower. Hann hafði aldrei á ævinni talað þetta, en lesið um það. „Náið í fangana og við skulum taka til starfa.“ Skálkuð lestarlúkan var ein- kennilega upphvelfd og það sagði sína sögu. Um leið og fleygamir voru barðir lausir brast einn 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.