Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 42
Félags mála opnan Ný trygging eftir Jón Þorsteinsson, lögfrœðing Á árinu 1972 voru tvívegis gerðar breytingar á siglingalög- unum, er höfðu í för með sér nýjar réttarreglur um slysabætur til sjómanna. Fyrri breytingin var samþykkt á Alþingi í maí- mánuði s. 1. Það voru lög nr. 58/ 1972, en þau gengu í gildi 1. okt. s. 1. Þessi lög giltu þó aðeins í þrjá mánuði því á síðasta starfs- degi Alþingis fyrir jól voru gerð- ar á þeim veigamiklar breyting- ar. Það er þessi nýjasta lagasetn- ing og sá bótaréttur, sem sjó- mönnum er þar veittur, sem ég geri hér aðallega að umtalsefni. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að líta til baka og gera í stórum dráttum grein fyr- ir þeim reglum er giltu um slysa- bætur til sjómanna áður en Al- þingi blandaði sér í málið á s. 1. ári. Með slysabótum á ég hér ein- vörðungu við bætur fyrir slys, er leitt hafa til varanlegrar örorku eða dauða. Bæturnar gátu þá ver- ið þrennskonar. 1 fyrsta lagi bæt- ur frá almannatryggingum hlið- stæðar slíkum bótum fyrir vinnu- slys í landi, það er að segja ör- orkubætur, dagpeningar, dánar- bætur, ekknabætur og barnalíf- eyrir. I öðru lagi slysabætur sam- kvæmt ákvæðum í kjarasamning- um milli samtaka sjómanna og útgerðarmanna. Þessar samn- ingsbundnu bætur voru nokkuð misjafnar að fjárhæð eftir því hvort um var að ræða sjómenn á bátum, togurum eða kaupskip- um. Yfirleitt voru bætur fyrir 100% örorku lítið eitt hærri en dánarbætur. Um báða þessa bótaflokka, það er að segja bætur frá almanna- tryggingunum og hinar samn- ingsbundnu slysabætur, gilti sú meginregla að þær voru greiddar út á öll slys, sem sjómenn urðu fyrir í starfi sínu. Frá þessari meginreglu voru örfáar undan- tekningar, sem litlu máli skipta þegar á heildina er litið. Þá kem ég að þriðja bóta- flokknum, er kalla mætti fulln- aðarbætur úr hendi útgerðar- manns, en það er sá bótaflokkur, sem mestur styrr stóð um á síð- asta ári. — I mörgum tilvikum fór því fjarri að slysabætur sam- kvæmt tveim fyrrgreindu bóta- flokkum bættu að fullu tjón hins slasaða eða aðstandenda hans þeg- ar tjónið var metið samkv. regl- um skaðabótaréttarins, er grund- vallast á tryggingarfræðilegum útreikningum og ríkri dómvenju. Fullnaðarbætur fengust yfirleitt ekki greiddar þegar hinn slasaði átti sjálfur sök á slysinu vegna gáleysis og ekki heldur, ef við engan var að sakast svo sem í þeim tilvikum, er slys átti sér stað af völdum veðurofsa. Þannig varð hinn slasaði iðulega að sitja uppi með mikið tjón óbætt, ef um örorkuslys var að tefla, en að- standendur hans, ef um dauða- slys var að ræða. Þessar ófullnægjandi bótaregl- ur, sem hér hefir verið lýst, hafa lengi verið sjómannastéttinni þyrnir í augum einkum með tilliti til þess hversu sjósókn og sigling- ar eru hættuleg störf. Til að bæta úr þessu ástandi voru tvær meginleiðir færar. Önnur þeirra var að auka ábyrgð útgerðarmannsins með lögum, leggja á hann svokallaða hlut- læga ábyrgð. Hin var sú að stór hækka bótafjárhæðir hinnar samningsbundnu slysatryggingar annaðhvort með nýjum kjara- samningum eða með lagasetn- ingu. Málið kom til kasta Alþing- is veturinn 1971-1972. Þar varð fyrri leiðin fyrir valinu með setn- ingu áðurgreindra laga nr. 58/ 1972, er gengu í gildi 1. oktober s. 1. Með þessum lögum var lögð hlutlæg ábyrgð á útgerðarmenn. Samkvæmt lögunum átti útgerð- armaður að borga fullar bætur þegar eigi var við neinn að sakast um slysið og einnig þegar hinn slasaði hafði einungis sýnt af sér minniháttar gáleysi. Full sam- staða var um málið á Alþingi. Þegar frá leið og gildistöku- dagur hinna nýju laga nálgaðist vöknuðu útgerðarmenn við vond- an draum. Þeir tóku að kryfja málið til mergjar og komust að þeirri niðurstöðu að hin hlut- læga ábyrgð væri bæði ósann- gjörn og óbærileg, og ekkert tryggingarfélag fengist til að tryggja þá gegn slíkri ábyrgð. Kröfðust útvegsmenn þess að lögin yrðu afnumin með bráða- birgðalögum. Stjórnvöld sinntu ekki þeirri kröfu en buðust til að athuga málið í samvinnu við samtök sjómanna og útvegs- manna í von um viðunandi lausn. Fulltrúar sjómanna töldu gagn- rýni útvegsmanna ganga of langt í ýmsum efnum, en eigi að síður voru þeir reiðubúnir til að skoða málið á ný og leita sameiginlegr- ar lausnar, enda voru að þeirra dómi fleiri leiðir færar til að auka rétt sjómanna til slysabóta held- ur en sú að leggja hlutlæga á- byrgð á útgerðarmenn og skipa- eigendur. Að beiðni tryggingar- ráðuneytisins var tilnefnd þriggja manna nefnd, einn frá Sjómannasambandi Islands, einn frá Farmanna- og fiskimanna- sambandinu og einn frá Lands- VÍKINGUE 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.