Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Page 42
Félags mála opnan Ný trygging eftir Jón Þorsteinsson, lögfrœðing Á árinu 1972 voru tvívegis gerðar breytingar á siglingalög- unum, er höfðu í för með sér nýjar réttarreglur um slysabætur til sjómanna. Fyrri breytingin var samþykkt á Alþingi í maí- mánuði s. 1. Það voru lög nr. 58/ 1972, en þau gengu í gildi 1. okt. s. 1. Þessi lög giltu þó aðeins í þrjá mánuði því á síðasta starfs- degi Alþingis fyrir jól voru gerð- ar á þeim veigamiklar breyting- ar. Það er þessi nýjasta lagasetn- ing og sá bótaréttur, sem sjó- mönnum er þar veittur, sem ég geri hér aðallega að umtalsefni. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að líta til baka og gera í stórum dráttum grein fyr- ir þeim reglum er giltu um slysa- bætur til sjómanna áður en Al- þingi blandaði sér í málið á s. 1. ári. Með slysabótum á ég hér ein- vörðungu við bætur fyrir slys, er leitt hafa til varanlegrar örorku eða dauða. Bæturnar gátu þá ver- ið þrennskonar. 1 fyrsta lagi bæt- ur frá almannatryggingum hlið- stæðar slíkum bótum fyrir vinnu- slys í landi, það er að segja ör- orkubætur, dagpeningar, dánar- bætur, ekknabætur og barnalíf- eyrir. I öðru lagi slysabætur sam- kvæmt ákvæðum í kjarasamning- um milli samtaka sjómanna og útgerðarmanna. Þessar samn- ingsbundnu bætur voru nokkuð misjafnar að fjárhæð eftir því hvort um var að ræða sjómenn á bátum, togurum eða kaupskip- um. Yfirleitt voru bætur fyrir 100% örorku lítið eitt hærri en dánarbætur. Um báða þessa bótaflokka, það er að segja bætur frá almanna- tryggingunum og hinar samn- ingsbundnu slysabætur, gilti sú meginregla að þær voru greiddar út á öll slys, sem sjómenn urðu fyrir í starfi sínu. Frá þessari meginreglu voru örfáar undan- tekningar, sem litlu máli skipta þegar á heildina er litið. Þá kem ég að þriðja bóta- flokknum, er kalla mætti fulln- aðarbætur úr hendi útgerðar- manns, en það er sá bótaflokkur, sem mestur styrr stóð um á síð- asta ári. — I mörgum tilvikum fór því fjarri að slysabætur sam- kvæmt tveim fyrrgreindu bóta- flokkum bættu að fullu tjón hins slasaða eða aðstandenda hans þeg- ar tjónið var metið samkv. regl- um skaðabótaréttarins, er grund- vallast á tryggingarfræðilegum útreikningum og ríkri dómvenju. Fullnaðarbætur fengust yfirleitt ekki greiddar þegar hinn slasaði átti sjálfur sök á slysinu vegna gáleysis og ekki heldur, ef við engan var að sakast svo sem í þeim tilvikum, er slys átti sér stað af völdum veðurofsa. Þannig varð hinn slasaði iðulega að sitja uppi með mikið tjón óbætt, ef um örorkuslys var að tefla, en að- standendur hans, ef um dauða- slys var að ræða. Þessar ófullnægjandi bótaregl- ur, sem hér hefir verið lýst, hafa lengi verið sjómannastéttinni þyrnir í augum einkum með tilliti til þess hversu sjósókn og sigling- ar eru hættuleg störf. Til að bæta úr þessu ástandi voru tvær meginleiðir færar. Önnur þeirra var að auka ábyrgð útgerðarmannsins með lögum, leggja á hann svokallaða hlut- læga ábyrgð. Hin var sú að stór hækka bótafjárhæðir hinnar samningsbundnu slysatryggingar annaðhvort með nýjum kjara- samningum eða með lagasetn- ingu. Málið kom til kasta Alþing- is veturinn 1971-1972. Þar varð fyrri leiðin fyrir valinu með setn- ingu áðurgreindra laga nr. 58/ 1972, er gengu í gildi 1. oktober s. 1. Með þessum lögum var lögð hlutlæg ábyrgð á útgerðarmenn. Samkvæmt lögunum átti útgerð- armaður að borga fullar bætur þegar eigi var við neinn að sakast um slysið og einnig þegar hinn slasaði hafði einungis sýnt af sér minniháttar gáleysi. Full sam- staða var um málið á Alþingi. Þegar frá leið og gildistöku- dagur hinna nýju laga nálgaðist vöknuðu útgerðarmenn við vond- an draum. Þeir tóku að kryfja málið til mergjar og komust að þeirri niðurstöðu að hin hlut- læga ábyrgð væri bæði ósann- gjörn og óbærileg, og ekkert tryggingarfélag fengist til að tryggja þá gegn slíkri ábyrgð. Kröfðust útvegsmenn þess að lögin yrðu afnumin með bráða- birgðalögum. Stjórnvöld sinntu ekki þeirri kröfu en buðust til að athuga málið í samvinnu við samtök sjómanna og útvegs- manna í von um viðunandi lausn. Fulltrúar sjómanna töldu gagn- rýni útvegsmanna ganga of langt í ýmsum efnum, en eigi að síður voru þeir reiðubúnir til að skoða málið á ný og leita sameiginlegr- ar lausnar, enda voru að þeirra dómi fleiri leiðir færar til að auka rétt sjómanna til slysabóta held- ur en sú að leggja hlutlæga á- byrgð á útgerðarmenn og skipa- eigendur. Að beiðni tryggingar- ráðuneytisins var tilnefnd þriggja manna nefnd, einn frá Sjómannasambandi Islands, einn frá Farmanna- og fiskimanna- sambandinu og einn frá Lands- VÍKINGUE 42

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.