Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 18
islega hver á annan. Hver um sig beið auðsjáanlega eftir, að annar byrjaði. Einn þeirra, Bey Hama, reis úr sæti, gekk að málverkinu og skoðaði það mjög nákvæmlega. Kiru Sakata fylgdi fordæmi hans. Meðan þeir stóðu fyrir framan málverkið reis sheik Karbala snögglega úr sæti, rissaði eitt- hvað á pappírsmiðann, stakk honum í umslagið og lokaði því. Kiru sneri aftur að borðinu og gerði hið sama. Blanca varð sá-- þriðji til að skrifa tilboð sitt. Bey| Hama stundi þungan, sneri sér frá málverkinu, og gerði sama og hinir. — Herrar mínir, sagði Wen- dall — ég vildi gjarnan mælast til þess við ykkur, að sérhver ykkar hefði tilbúna kontant- ávísun á þá upphæð, sem tilboðið hljóðar, þar sem við getum ekki vitað hver hefur gert hæsta til- boðið. Mér þykir leitt, að hafa valdið ykkur svo mikilli fyrir- höfn, en undir mínum kringum- stæðiun held ég að ekki hafi ver- ið komist hjá því. Jæja, ef allir hafa lokið afgreiðslu . .. . ? Safnararnir fjórir, lífverðir og túlkar yfirgáfu hótelið. Wendall lét umslögin liggja meðan hann tók málverkið niður, vafði því saman og stakk í hulstrið. Hann lét grindina standa. Hafði ekki lengur not fyrir hana. Loks safn- aði hann umslögunum saman og settist niður til þess að athuga tilboðin. Það lægsta var upp á 135.000, næsta 155,000, það þriðja 175 þús. og hæsta boðið var eins og hann hafði vonað upp á 200,000 dollara. Jæja, hugsaði Wendall, þá er þessu bráðum lokið. Það sem enn var ógert, var að af’nenda mál- verkið og ganga frá peningavið- skiptunum í Marokkó banka. Síðan gæti hann keyrt aftur til Rabat, sótt Hester og eftir að hafa skipt nokkrum sinnum um flugvélar og ferðarútur, gætu þau flogið beint til eyjarinnar í Kyrrahafi, þar sem þau höfðu ákveðið að setjast að. Þau elskuðu bæði Thaiti. Hest- er var orðinn brún eins og þeir innfæddu, og var svo ánægð og hamingjusöm, að hún sagðist aldrei vilja yfirgefa þennan stað aftur. Tíminn leið við að baða sig, mála, lesa og láta sér líða vel. Nákvæmlega ári eftir, að þau höfðu flúið frá Tanger, sat Wen- dall á sólsvölunum í húsi þeirra og hugsaði. Hann ákvað með sjálfum sér, að óttast ekki lengur ^að hann yrði tekinn fastur. Eitt 5ár var þrátt fyrir allt langur tími. Hann var að yfirfara reikn- inga frá svissneska bankanum, þegar Hester kom upp frá ströndinni til þess að þurrka sig. — Er eitthvað eftir af pening- um sagði hún brosandi. — Það þarf mikið til þess, að eyða 665,000 dollurum, svaraði hann einnig brosandi. — Þá verðurðu að stefna þessum fjór- um söfnurum þínum saman að nýju, og vita hvort þeir vilji kaupa fleiri af verkum Jockos. Ertu tilbúinn í hádegisverðinn? Þau gengu inn, hún í eldhúsið, hann inn á skrifstofukríli sitt. Hann lagði pappírana í skúffu, tók lítilsháttar til á skrifborðinu. Svo hallaði hann sér aftur á bak í stólnum og horfði með ánægju- brosi á myndina KONAN. Hann óskaði þess, að Bey Hama, sheik Karbala, Kiru Sakata og Victor Blanca hefðu jafn mikla ánægju af eftirlíkingum sínum, eins og hann hafði af frummyndinni. Hann brosti ánægjulega með sjálfum sér, þegar Hester kallaði á hann til hádegisverðar. (Lauslega þýtt Halldór Jónsson). Vitar og hafnir m islandi og B/firstgórn þeirra eftir Jón Eiríksson, fyrrv■ skipstjóra Jón Eiríksson 18 VÍKINGUB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.