Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 10
að Beatty var í námunda, reyndi hann að komast undan og í höfn. Kl. 09.20 hófu öll skipin skothríð og varð þýska orrustuskipið „Bliicher“ harðast úti, en Þjóð- verjarnir beindu skeytum sínum aðallega að „Lion“. Beatty gaf sínum skipum fyrirmæli um að berjast skip gegn skipi, en sjálfum sér ætlaði hann „Seydlitz", flagg- skip Hippers. „Tiger“ átti að beina árásinni að „Moltke“, en foringinn þar hélt að það væri hlutverk „Indomitables", sem var statt nær „Moltke“ og beindi skothríð sinni að „Seidlitz“, þannig að „Moltke“ slapp óskaddað. „Seidlitz“ varð aftur á móti fyrir miklum skemmdum og svo varð einnig um „Lion“, sem nú lá ferðlaus, svo að Beatty lét flytja sig yfir á annað orrustuskip, þar sem „Lion“ var úr leik. Hann gaf fyrirskipun um eftirför, en þessi fyrirmæli voru misskilin og bresku bryndrekarnir beindu nú árásum sínum aðallega að „Blúch er“, sem endaði með því að honumv ar sökkt. „Seidlitz“ og mörg önnur skip þýska flotans urðu fyrir miklum skemmdum. „Lion“ var dregin til hafnar, en önnur skip Breta urðu ekki fyrir neinu teljandi tjóni. Sigurinn var óumdeilanlega Breta, en talið er að árangurinn hefði orðið mun betri, ef breski flotinn hefði haldið eftirförinni áfram í svo sem hálfri klukkustund lengur og talið að tekist hefði að sökkva að minnsta kosti „Seidlitz". „Mistök, ekki einu sinni svokölluð mannleg mistök, mega eiga sér stað í orr- ustu, sem þessari,“ er hft eftir Beatty, eftir bardagann. í flota- stjórninni kom fram hörð gagn- rýni á merkjakerfi flotans, með hliðsjón af því að foringjar Beattys misskildu fyrirskipanir hans, um að berjast skip gegn skipi, á úr- slitastund. Næstu stórátök urðu svo ári síðar, þ.e. orrustan við Jótland, 394 sem sagt er frá í áðurnefndu tbl. Víkings og verður ekki endurtekin hér. 6 mánuðum eftir þá orrustu var Beatty gerður að aðmírál og tók við stjórn alls sjóhers Breta á Atlantshafi, af Jellico, sem þá varð fyrsti lávarður í flotamálaráðu- neytinu. Jellico lést 1935 og Beatty ári seinna, en báðir hlutu þeir hvílu- stað í grafhvelfingu St. Pauls- kirkjunnar, en þar hvíla frægustu sjóhetjur Breta, þar á meðal Nel- son. v'v ■ Fiskbúð á hjólum Fiskiverslun hefur lengi verið stunduð á íslandi við fremur frumstæðar aðstæður. Þeir sem nú eru á miðjum aidri eða eldri muna eftir hand- vögnum, sem fisksalar drógu um íbúðahverfin, vír var dreginn gegnum augun á fiskinum og hann var veginn á reislu. Síðan komst fiskverslunin undir þak. Nú er hinsvegar útlit fyrir að fiskversiunin komist aftur út á götuna, því hannaður hefur verið fiskbíll/fiskverslun í Bretlandi, þar sem hús- mæður geta keypt ferskan fisk. Útgerðarfélag í Bretlandi hefur pantað nokkrar fiskbúðir á hjólum hjá breskum bílasmiðjum og er bílunum ætlað að sjá um dreifingu á nýjum fiski til hcimila. Yfirbyggingin, eða fiskbúðin er smíðuð á vörubílagrind á Leyland Sherpa, en afturhásingin er breytt, þannig að sporbreidd hjóla er aukin. Aftast eru búðardyr og þar fyrir innan búðarborð úr trefjagleri. Er þetta vel einangrað kæliborð, þar sem helstu tegundir eru til sýnis. Þá eru í bílunum ísgeymar, fyrir skelís, sem notaður er til að kæla vörumar og sérstakur geymir er fyrir vökva sem myndast þegar ísinn bráðnar. öllu er haganlega fyrir komið og með tilliti til þess að auðvelt sé að halda fiskbúðinni hreinni. Heitt og kalt vatn er fyrir afgreiðslufólkið til þvotta, en þrátt fyrir þetta er nóg rými fyrir fisk í nýju búðinni. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað: 11.-12. Tölublað (01.12.1977)
https://timarit.is/issue/289913

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11.-12. Tölublað (01.12.1977)

Aðgerðir: