Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 56
kókinu, en hann drekkir áhrifun- um af vindlinum með því að sloka úr flöskunni í einum teyg. Meðan bíllinn spinnur sig mjúklega upp brekkurnar austan þorpsins, segir stúlkan: Kallinn á ekki karið. Hann ansar henni ekki. Þú tókst hann, er það ekki? Af hverju heldurðu það? Hatturinn, skríkir hún, og svo þessi vegur, þú heldur þeir taki Þig- Hann þegir. Hún lýkur við sígarettuna og kókið, áður en hún færir sig að honum sem áður, segir dúnmjúkt og strýkur beran hand- legg hans: En mér finnst þetta ægilega spennó. Þú ert þó svalur gæi. Og svo stór og sterkur. Þú gast varla verið pabbadrengur. Enn segir hann ekkert, situr keikur og stífur við stýrið, vandar sig yfirmáta við aksturinn á mjó- um og krókóttum veginum. Þegar hann finnur hæfilegt stæði utan við veginn austur í hrauninu, stansar hann fyrirvaralaust. Hann drepur á bílnum, stingur lyklunum í vasann, opnar hurð- ina. Hann seilist eftir hönd stúlk- unnar og togar hana út úr með sér. Hún þybbast við í fyrstu, en brátt taka þau á rás burt frá veginum og leiðast hönd í hönd. Þegar þau leggja af stað aftur, erú þau fædd inn í nýja veröld, æsivíma runnin af báðum. Stúlk- an fær sér enn eina sígarettu, hallar sér aftur í sætið, teygir frá sér langa fæturna, horfir á piltinn rólegum augum. Hann leggur allt í aksturinn, bíllinn er hans eina hjálp, forðast að líta á stúlkuna. Hvað nú? segir hún um síðir. Ekkert, ansar hann eftir langa þögn. Eitthvað hlýtur að verða. Ekkert verður með þig. Þú ætlar í Hafnarfjörð. Ég reyni að aka þér í Hafnarfjörð. Heldurðu þeir bíði einhvers staðar? Hver veit? ansar hann, enn löngu seinna. Hún skilur, að hann vill vera einn með sjálfum sér, bílnum og hugsúnum sínum. Hún þagnar. Er þau aka meðfram Kleifarvatni, hnoðar hún sígarettubútnum nið- ur í öskubakkann, hallar sér aftur á bak og lokar augunum. Innan tíðar er hún sofnuð, höfuð hennar sígur í áttina til hans, uns það nemur við öxl hans. Hann lætur kyrrt liggja. Hann ekur, en það er enginn draumur lengur, aðeins blákaldur veruleiki og bakslagur, enda veg- urinn krókóttur, þurr og harður. En hann er einhvern veginn ekki hann sjálfur lengur, þótt uggur vakni annað slagið. Klukkutími gat slampast, ef heppnin var með og draumurinn veruleiki, en nú er klukkan að verða fimm. Forstjórinn er sjálf- sagt búinn á fundinum. Það er enginn draumur meir. Hann hægir ferðina, þegar hann nálgast vegamótin við Reykjanesbraut. Stúlkan rumskar, rýkur upp með andfælum. Ég sofnaði, hrópar hún, nýr augun, sér hvert þau eru komin. Það eru engir við vegamótin, segir hún. Nei, segir hann kalt. Hún fær sér sígarettu, hallar sér aftur, reykir ánægjulega. Mig dreymdi þig, segir hún. Þú varst indæll — svo sterkur og stór. Hann grettir sig. Hann vill heldur hafa hana sofandi; hann er á einhvern hátt nakinn, síðan höfuð hennar hvarf af öxl hans. Samt vill hann losna við hana; hann verður að vera einn. Hvert í Hafnarfjörð? spyr hann eins og leigubílstjóri, þegar hann stöðvar bílinn við vegamótin. Hún lítur á hann — lengi. Hann er grimmur á svip, bíður eftir svari. Syðst, segir hún tónlaust og drepur í sígarettunni, á Holtinu. Hér, segir hún, þegar þau koma að fyrstu húsunum. Hér fer ég, ef þú vilt, — annars — Hann seilist eftir jakka hennar og tösku í aftursætinu, fær henni þegjandi. Hún opnar hurðina og stígur út, horfir á hann, áður en hún lokar aftur, opnar munninn, en engin orð koma. Hann lokar hurðinni, gefur inn og rennur af stað. Hún stendur á götunni í ryk- mekki og horfir á eftir honum. Pilturinn veit aðeins eitt: bíllinn er óhreinn, hann á að vera hreinn, það er hans verk að halda honum hreinum. Hann verður að þvo hann, má til að þvo hann og þurrka, ekkert annað kemst að, engin önnur hugsun. Hann ekur rakleitt niður á fyrsta þvottaplan. Hann fer ham- förum, hreinsar bílinn að utan og innan, leifir hvergi af. Það er naumast þú ekur í fínum vagni, drengur, segir galvaskur bílstjóri, sem einnig er að þvo. Hann skoðar bílinn í krók og kring. Fleiri safnast að honum. Ég er bara að þvo hann, ansar pilturinn og hamast því meira. Tíminn getur runnið út fyrr en varir. En ekkert má skilja eftir. Bíllinn verður að vera hreinn, það eitt skiptir máli. Hann ekur rólega gegnum bæ- inn og upp Reykjavíkurveginn. Þegar hann er kominn upp á Flatahraunið, heyrir hann í hljóð- merkjum lögreglubílsins. Hann ekur út á vegarbrúnina, bíður. Hann drepur á bílnum, tekur lyklana úr og heldur á þeim í hendinni. Þegar lögregluþjónninn opnar dymar, réttir hann honum lyklana þegjandi og færir sig til í sætinu. o 440 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.