Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 3
Því hefur jafnan verið haldið fram að Kínverjar hafi, fyrstir manna, hafið björgunarstarfsemi fyrir sjófarendur, með því að hafa björgunarskútur á Yang-tse fljóti, útbúnar tækjum til þeirra hluta. Þessi skip kölluðu þeir „Rauðu bátana“. Þeirra hlutverk voru þó fleiri en að bjarga skipum og mannslífum. Þeir keyptu aflann, gerðu við veiðarfæri og veittu aðra aðstoð, en öll þessi þjónusta var vel þegin af fiskimönnum. Það tíðkaðist þá, eins og reyndar enn, að fjölskylda fiskimannanna bjó að staðaldri um borð í bátunum. Það var ekki fyrr en um miðja átjándu öld, að evrópubúum, varð ljóst að eitthvað raunhæft varð að gera til þess að minnka þann toll, sem sjórinn tók af mannslífum. Maður sá, sem átti þá ósk heitasta að hefja þessa baráttu var Georg William Manby. Á unglingsárunum ráfaði Man- by, einsamall, um í Yarmouth. Hann hlustaði á sögur gömlu sjó- aranna, sem ekki voru lengur gjaldgengir til sjómennsku, en sátu með bjórkolluna sína og reyktu úr krítarpípum, alveg eins og Raleigh og Drake höfðu gert, áður fyrr. Niðinn frá hafinu hafði hann ætíð fyrir eyrunum, en fann enga löngun hjá sér til þess að verða sjómaður. Manby var fæddur í Denver, nálægt Downham Market í Nor- folkhéraði í Englandi, árið 1765, en fjölskyldan var komin frá Lin- colnshire héraði og sæmilega stætt miðstéttarfólk. Faðir Georgs, — Matthew, Parker Manby — var höfuðsmaður í herdeild í Welsh. Thomas var uppáhaldsbróðir Ge- orgs, en hann var sá eini í fjöl- skyldunni, sem lagði fyrir sig sjó- mennsku og náði því að verða vara-aðmíráll, í breska flotanum. Georg stundaði nám við skóla í Downham, þar þroskaðist með honum mikill áhugi á stærðfræði og eðlisfræði, jafnvel á yngri ár- VlKINGUR Frumherji skipulegrar björgunarstarfsemi ( mðrg ár hefur björgunarstólllnn lltl- um breytlngum teklð. Georg William Manby um, var hann, eftir því, sem skráð er í skólaskýrslur, „alltaf að setja fram nýjar hugmyndir. Á þessum árum komst hann í kynni við Horatio Nelson, þótt samband þeirra á milli, yrði minna með ár- unum og Nelson yrði fræg sjó- hetja, þá hélst sá vinskapur ætíð, uppfrá því. Áð loknu námi við unglinga- skólann í Downham, settist Georg í framhaldsskóla í Bromley, og að loknu námi þar í Hinn konung- lega herskóla í Woolwich. Eftir nam og æfingar þar gekk hann í herinn og var settur í herfylki Cambridge-héraðs og varð her- búðastjóri í Yarmouth. Þetta fyrirkomulag hentaði honum mjög vel, því að þarna gat hann gengið fjörur og klifið kletta, alveg eins og á bernskuárunum. I kringum árið 1801 giftist hann dóttur læknis nokkurs, Preston að nafni. Samvistir þeirra urðu væg- ast sagt brösóttar og eftir eins eða tveggja ára stöðugt rifrildi, skildu þau og Manby fór að heiman og bjó um tíma í Clifton nálægt Bristol. Þar ritaði hann og gaf út nokkrar bækur um sögulega staði o.þ.h. Þegar hér var komið sögu, hafði Manby gengið úr hernum, en heimsótti þó alltaf öðru hvoru Yarmouth, staðinn sem honum var ætíð kær, en þar var hann staddur í febrúarmánuði árið 1807, þegar briggskipið Snipe strandaði. Þarna fórust 67 menn, aðeins um 60 faðma frá landi, en 147 var bjargað, lengra meðfram ströndinni. Manby hafði, um nokkurt skeið, verið að velta þeirri hugmynd fyrir sér, að skjóta línu frá einum stað til annars, með rakettu. Þegar hann horfði á hið hryllilega slys, þegar Snipe fórst, sá hann að mikilvægast í slíkum tilfellum, væri fyrst og fremst, að samband yrði komið á milli skips og lands. Hann fékk lánaða fall- byssu hjá herstöðinni í Yarmouth, 387
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.