Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 52
Stefán Júlíusson: ÖKU' FERÐ Smásaga Pilturinn ber að dyrum og gengur síðan inn, eins og ævin- lega, þegar forstjórinn gerir boð eftir honum. Forstjórinn situr við risastórt skrifborð og talar í sím- ann. Andartak, segir hann í tólið, þegar pilturinn fetar sig varfærn- islega að skrifborðinu. Hann seil- ist niður í vasa sinn eftir bíllykl- unum, fær piltinum þá og segir: Viltu sækja töskuna mína út í bíhnn, ég gleymdi henni, þegar ég kom úr mat. Það verður fundur hérna hjá mér á eftir, og það eru skjöl í henni, sem ég þarf á að halda. Síðan heldur forstjórinn áfram að tala í símann, en pilturinn hverfur út úr skrifstofunni og lok- ar á eftir sér. Hann gengur út í portið, þar sem bifreiðin er, opnar bílhurðina með varúð, svipast um eftir töskunni. Hún liggur í aftur- sætinu undir hatti forstjórans. Pilturinn íhugar um stund, hvort hann eigi einnig að færa húsbónda sínum hattinn, en lætur hann liggja; veðrið er gott og stutt af skrifstofunni út í bílinn. Hann lokar bílnum með sömu nær- færnislegu handtökunum og áður, stendur um stund og virðir hann fyrir sér. Hann meðhöndlar bif- reiðina jafnan með stakri um- hyggju, næstum lotningarfullri tilbeiðslu. Hann getur látið ýmis- legt fjúka við fólk, stundum kannski boðið ýmsum ónotalega byrginn, ef því er að skipta, en bifreiðin kallar ávallt fram hið þýðasta í fari hans. Hann um- gengst hana með meiri virðingu en allt annað í fyrirtækinu, starfs- fólk, skrifstofur og vörugeymslur. Svona bifreið er svar við öllum draumum hans og vonum. Það dylst aldrei í svip hans, þegar hann nálgast hana. Ef til vill er það bifreiðarinnar vegna, að hann er sendill í sumar. Eiginlega er hann helst til gamall, og hann ætlaði sér að hætta með vorinu. En þegar forstjórinn fékk nýja bílinn, þennan glæsilega, sjálfskipta Mercedes Benz 220, var honum öllum lokið. Hann lét til leiðast að vera kyrr. Það er nefnilega eitt af skyldu- störfum sendilsins að þvo og bóna bíl forstjórans. Gamli bíllinn var að vísu þriggja ára gamall, en piltinum fannst það samt tilbreyt- ing og upplyfting frá leiðinda- hjakki á skellinöðru um alla borg að hreinsa bílinn, strjúka hann og snurfusa. Og þegar þetta glæsilega dumbrauða töfratæki stendur í portinu einn góðan vordag í maí, er pilturinn sem dáleiddur. Hér er uppbót á leiðigjarnt sendilsstarfið, hér er svarið við vangaveltum hans að undanförnu. Hann verður kyrr. Að vísu er hann of ungur til að 436 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.