Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 44
var hann á einum af Fossunum á þessum slóðum á stríðsárunum. Þá gerði á þá hörku norð-vestan garð og þeir þóttust góðir að sleppa lifandi. Þarna er frost á vetrum og yfirborðssjórinn smá kólnar niður, fer úr +15° í •M°-2°, og þegar svo er komið og útihitinn er langt fyrir neðan frostmark, þá festir alla ágjöf samstundis á skipinu og ef menn varast ekki ágjöf, t.d. með því að sigla undan storminum, þá yfirísar skipið á stuttum tíma og því hvolfir. Menn verða því að fylgjast mjög náið með hitastiginu og reyna að komast á hlýrri sjó, ef hvessir. Skipin stunduðu veiðarnar í Sundálunum og síðar á svæði sem þeir sömu menn fundu einnig á Fylki (Sæmundur og Jakob Magnússon) og hlaut nafnið „Ritubanki" eftir þeim ágæta fugli, sem oft fylgir togaraflotan- um. Ending Nýfundnalandsmiða var slæm fyrir íslendinga, því tveim árum síðar kom Stóri Bjöminn, (Rússar) á þessar slóðir og þá var draumurinn búinn, eða fljótlega eftir það. — Hvað var löng sigling til Ný- fundnalandsmiða? — Til næstu miða voru 1100—1200 mílur, eða um fjögurra sólarhringa sigling, — í góðu. Daglegt líf og sjómennska á ný- sköpunartogurum — Hvernig var að stunda sjó á nýsköpunartogurum og hvernig stóðu þeir sig í stórviðrum? — Áður hefur það komið fram að nýsköpunartogararnir voru stærra framhald af gömlu kola- kyntu gufutogurunum. Þetta voru góð skip, en misjöfn. Sérstaklega voru dísil-síðutog- ararnir varasamir. Gufuskipin juku stöðugleika sinn með farm- inum, en það gerðu dísilskipin ekki, a.m.k. ekki í jafn ríkum mæli. Þetta hafði auðvitað mikið að segja gagnvart ísingu. Þessvegna var farið út í það að tína ofan af þeim þunga, davíður og fl. Yfirleitt vörðu þessi skip sig mjög vel, en dæmi munu þess að ekki mátti miklu muna að illa færi. Á gömlu togurunum fengu menn sína eldskírn í Halaveðrinu, og vafalaust hefur verið dálítil of- trú á getu nýsköpunartogaranna líka í upphafi. Nú, dekklest var hættuleg ef langt var að fara, en ég gætti þess ávallt að koma henni þannig fyrir að lensportin væru frí, þannig að skipið gæti lensað sig (þilfarið) eðlilega. Þessi skip voru oft drekkhlaðin og mættu þá oft verstu veðrum, en þetta bjargaðist samt furðanlega vel. Ekki megum við svo gleyma Sigurði, Víkingi og þeim skipum, sem voru ennþá stærri útgáfa af gömlu kolakyntu gufutogurunum, en þau skip voru hönnuð sérstak- lega með tilliti til veiðanna á Ný- fundnalandsmiðum. Gengu meira og báru stærri farma. Þau eru toppurinn á því skeiði er við nefnum útgerð á síðutogurum. Því miður komu þessi skip of seint í gagnið, því það mátti heita að hrotan við Nýfundnaland væri afstaðin, þegar þau komu til starfa. Hættur til sjós! — Ég hætti á Fylki (nýja) 1962 og var þá hættur til sjós. Hafði hug á að breyta til og taka upp önnur störf. Gunnar bróðir minn tók þá við skipstjórninni þar. Gunnar Auðunsson hafði mikla reynslu í skipstjórn. Hafði verið með Goðanesið fyrir austan, síðan með Kaldbak og loks með Geir frá Reykjavík. Þetta bar til í löngu verkfalli, sem skall á á togaraflotanum það ár og stóð í marga mánuði. Þegar kom fram á sumarið og verkfallið leystist, þá fór ég að sjá eftir þessu, að vera hættur að fara með skip, en þá kom Einar heitinn Sigurðsson, útgerðarmaður til mín og bað mig að drífa Sigurð á stað, en þá var hann búinn að liggja verkefnalaus í Vesturhöfn- inni í nærri tvö ár. Þetta var eiginlega áskorun fremur en tilboð um vinnu. Sigurður var mikið skip, en ekki hafði tekist að láta vinnuna um borð, eða veiðarnar ganga eðli- lega fyrir sig. Þeir tóku trollið á' sama hátt og á gömlu togurunum, sem var vitanlega mjög erfitt, vegna þess hversu skipið var langt. Mér tókst að gera þetta, með því að breyta tilhögun á þilfarinu. Einar gaf mér sjálfdæmi um allar breytingar, og voru þær fram- kvæmdar að minni fyrirsögn. Helsti gallinn var sá að for- mastrið var allt of langt frá brúnni og grindinni. Það var því ekki unnt að vinna þetta (taka trollið) á sama hátt og á eldri skipunum. Ég brá á það ráð að færa troll- tökuna sjálfa framfyrir spil. Við létum smíða grindur fyrir framan spil og rennur fyrir bobbingana, framúr og afturúr, og palla fyrir netið, þannig að allt netið var á pöllum. Síðan snörluðum við þvert yfir skipið, í lunninguna hinumegin. Þetta gerbreytti aðstöðunni, og skipið varð toppskip með það sama (Sigurður og hin líka, sem tóku þetta upp). Fiskuðu þriðj- ungi meira en áður var. Með gamla laginu, þá réðu þeir ekkert við belginn, því það var svo mikið haf frá grindinni að for- mastrinu. 428 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.