Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 26
Viö lygnan sæ hvort það ætti fyrir okkur að liggja að verða glóðarsteiktur réttur á kvöldverðarborði Mayahöfðingj- ans og afgangurinn morgunmatur handa fuglum himinsins. Mér gafst ekki tóm til þess að sjá í anda dansinn — né hlusta á trumbusláttinn og gólið í svöng- um hundunum þegar þeir finna reykinn af réttinum. Ungu skipverjarnir tveir voru Mayaindíánar, þeir voru grann- vaxnir, fjaðurmagnaðir, tiltölu- lega hávaxnir af indiánum að vera, hörund þeirra dökkbrúnt og glansandi, hárið biksvart, augun leiftrandi eins og í þeim brynni eldur. Þetta fallega blágræna haf, sem bar bátinn okkar hingað, er heimkynni hákarla — þar er ara- grúi ótal tegunda hákarla — smáir og stórir. Ekki mun þykja ráðlegt að þreyta sund við hákarlinn, en til eru þeir, sem halda því fram að allir hákarlar séu meinlausustu skepnur, ef ekki er á þá ráðist að fyrra bragði — eitt er víst að ekki gerðu þeir okkur mein þótt við sæjum ótal „ugga“ á sveimi í kringum bátinn okkar annað slagið — að vísu vorum við vel á verði því að við höfðum fengið mörg heilræði bæði frá veiði- mönnum og vísindamönnum, sem voru þaulkunnugir á hákarlaslóð- um og höfðu komist í kast við há- karlinn hvað eftir annað — „var- ast skal að rétta hönd eða fót út fyrir borðstokkinn, því að jafnvel gæfur og meinlaus hákarl gæti tekið hann í misgripum fyrir fisk ... en því til sönnunar voru nefnd óteljandi dæmi: í Vestur-Indíum, á Cape Verde-eyjum, í hafnar- borgum Mið- og Suður-Ameríku, í Afríku, Ástralíu og í Austur- löndum — víða um heim, þar sem þessar hrollvekjandi mannætur haldast við má sjá einhenta menn og aðra, sem hökta á einum fæti eftir að hafa komist í tæri við há- karlinn og hans hárbeittu tennur“ — Einrt kunningi okkar þekkti vel aðmírál í flotanum, sem eitt sinn á sínum yngri árum er skip hans lá í höfn í Suðurhöfum, stakk sér í sjó- inn til þess að fá sér sundsprett — en samtímis komu skipsfélagar hans auga á stóran og vígalegan hákarl, sem nálgaðist óðfluga — þeir hrópuðu aðvörunarorð og létu síga út kaðal — rétt í því að sundmaðurinn náði taki á kaðlin- um var eins og hákarlinn tæki undir sig stökk og beit stykki úr handlegg mannsins, ofan við oln- bogann, en handleggurinn varð aldrei samur — og þannig mætti lengi telja margvíslegar hákarla- sögur, sem gætu skotið hverjum venjulegum manni skelk í bringu. Þótt hákarlinn sé allt annað en gæludýr — og á ef til vill skilið það hatur og þann ótta, sem nafninu fylgir, þá er hann á hinn bóginn til margra hluta þarfur og nytsamur, má til dæmis nefna að hann hreinsar oft til í höfnum í Suður- höfum, þar sem sjór er orðinn mengaður af alskyns óþverra og úrgangi. — En þó er hákarlinn margfalt meira virði þegar hann er dauður. Hákarlinn þykir herra- mannsmatur víða um heim og er þekktur á matseðlum góðra veit- ingahúsa undir ýmsum nöfnum, svo sem „Grayfish“, en það er fiskur af smávöxnum hákarli sem mikið er notaður til matar í Bandaríkjum Norður-Ameríku — og árlega eru þúsundir punda af Atlantshafshákarli sett á markað- inn undir nafninu „sverðfiskur“ en enginn hefir neitt við það að athuga þótt hákarlinn sé þá nefndur Sverðfiskur. Aðrir líkamshlutar hákarlsins eru þó enn verðmeiri en sjálfur fiskurinn. — Hákarlsskrápurinn er sútaður, hann er bæði sterkur og endingargóður og notaður, sem fínasta leður um heim allan. Lifrin í hákarlinum er mjög stór og úr henni er unnin sérlega góð og verðmæt olía, kjálkabeinin og tennumar eru vinsæl verzlunar- vara á ýmsum stöðum, sem ferða- menn og safnarar heimsækja við ströndina. Hákarlsuggarnir eru þurrkaðir — en kínverjar nota þá í sína frægu hákarlsuggasúpu og vil ég ráða hverjum þeim, sem tækifæri hefir, til j?ess að smakka þá góðu súpu, hún er vel þess virði. — Það, VÍKINGUR 410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.