Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 62
Merkileg björgun Nýverið var enskum fiskibáti bjargað af hafsbotni á 200 feta dýpi, (60,6 metrar) með flotbelgj- um, en það er aðferð, sem mjög hefur verið fullkomnuð á síðari árum, og hafa mörg fiskiskip út af ströndum Bretlands verið hrifin úr greipum hafsins með þessari nýju aðferð. Það sem sérstaka athygli vekur, er að skipið var á mjög miklu dýpi, en áður hafði skipum einkum verið bjargað ef þau sukku á grunnsævi. Aðal krafturinn við að lyfta GIRL RONA, en svo heitir bát- urinn, kom frá fimm tonna belgj- um, en einnig voru notaðir nokkrir smærri belgir við að lyfta skipinu, sem sokkið hafði í stormi útaf Dodman Point, þegar skyndilega kom að því óstöðvandi leki. Það voru áhugakafarar, sem unnu köfunarverkið við björgun- ina, og notaðir voru belgir frá fyrirtæki, sem leigir þá út, ásamt nauðsynlegu starfsliði, köfurum Hér er verið að draga GIRL RONA, marandi í hálfu kafi, inn í höfnina í Mavagissey, en flóðmunurinn þar var notaður til þess að koma skipinu á þurrt. og sérfræðingum, ef á þarf að halda. Kosta belgirnir visst á dag. Nýju belgirnir voru notaðir við björgun GIRL RONA og er að- ferðin í skemmstu máli sú, að belgjunum er fest í skipið, sem að þessu sinni var á réttum kili á hafsbotni. Síðan er þrýstilofti dælt í belg- ina og þá lytist hið sökkvandi skip. GIRL RONA var lyft í áföng- um, 50 fet í hverju þrepi, en á milli var skipið dregið á grynnra vatn, þar sem stytt var í belgjunum. í síðasta áfanga komu möstur og stýrishús upp úr sjó og þá var skipið dregið til Mavagisseyhafn- ar á flóði, og þar var látið fjara undan því, sjónum var dælt úr skipinu og það þétt til bráða- birgða og því síðan lagt að bryggju, þar sem það bíður við- gerðar. Fiskiskip voru notuð við björg- unina. JG VÍKINGUR 446
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.