Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 62
Merkileg
björgun
Nýverið var enskum fiskibáti
bjargað af hafsbotni á 200 feta
dýpi, (60,6 metrar) með flotbelgj-
um, en það er aðferð, sem mjög
hefur verið fullkomnuð á síðari
árum, og hafa mörg fiskiskip út af
ströndum Bretlands verið hrifin
úr greipum hafsins með þessari
nýju aðferð.
Það sem sérstaka athygli vekur,
er að skipið var á mjög miklu dýpi,
en áður hafði skipum einkum
verið bjargað ef þau sukku á
grunnsævi.
Aðal krafturinn við að lyfta
GIRL RONA, en svo heitir bát-
urinn, kom frá fimm tonna belgj-
um, en einnig voru notaðir
nokkrir smærri belgir við að lyfta
skipinu, sem sokkið hafði í stormi
útaf Dodman Point, þegar
skyndilega kom að því óstöðvandi
leki.
Það voru áhugakafarar, sem
unnu köfunarverkið við björgun-
ina, og notaðir voru belgir frá
fyrirtæki, sem leigir þá út, ásamt
nauðsynlegu starfsliði, köfurum
Hér er verið að draga GIRL RONA,
marandi í hálfu kafi, inn í höfnina í
Mavagissey, en flóðmunurinn þar var
notaður til þess að koma skipinu á
þurrt.
og sérfræðingum, ef á þarf að
halda. Kosta belgirnir visst á dag.
Nýju belgirnir voru notaðir við
björgun GIRL RONA og er að-
ferðin í skemmstu máli sú, að
belgjunum er fest í skipið, sem að
þessu sinni var á réttum kili á
hafsbotni.
Síðan er þrýstilofti dælt í belg-
ina og þá lytist hið sökkvandi skip.
GIRL RONA var lyft í áföng-
um, 50 fet í hverju þrepi, en á milli
var skipið dregið á grynnra vatn,
þar sem stytt var í belgjunum.
í síðasta áfanga komu möstur
og stýrishús upp úr sjó og þá var
skipið dregið til Mavagisseyhafn-
ar á flóði, og þar var látið fjara
undan því, sjónum var dælt úr
skipinu og það þétt til bráða-
birgða og því síðan lagt að
bryggju, þar sem það bíður við-
gerðar.
Fiskiskip voru notuð við björg-
unina.
JG
VÍKINGUR
446