Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 57
Jón Sigurðsson Vestmannaeyjum: III Þegarm/b III Farsællogm/b III islandfórust Höfundur þessarar frásagnar er lesendum Víkings að góðu kunnur fyrir þætti sína í blaðinu: „Bátar og formenn í Vestmannaeyjum“. í þeim þáttum eru geymdar gagn- merkar heimildir um þá formenn í Eyjum, sem fastast sóttu sjóinn og lögðu grunninn að velgengni íbú- anna, með dugnaði og aflasæld, en margir guldu líf sitt fyrir. Þess munu fá eða engin dæmi, að tvær skipshafnir, sem störfuðu á einum og sama báti, hafi farist á sömu vertíð. Atburðir þessir áttu sér þó stað á vetrarvertíðinni í Vestmannaeyjum árið 1912. Greinarhöfundur segir frá báð- um þessum slysum og einnig þriðja slysinu, sem skeði skömmu fyrir árslok 1911. ritstj. M/b „FARSÆLL“ Árið 1908 voru vélbátar í Vest- mannaeyjum orðnir yfir 30 tals- ins. Svo ört hafði þeim fjölgað, frá því að vélbátar fóru að koma hingað til lands. Allir voru þessir bátar um 7 smálestir að stærð og höfðu 8 hestafla vélar. Heldur þóttu þessir bátar litlir til sjósókn- ar og ganghraði þeirra lítill, svo að menn fóru að fá sér bæði stærri og gangmeiri báta. VlKINGUR Haustið 1908 keyptu þeir sér vélbát, Högni Sigurðsson í Bald- urshaga, Jón Einarsson í Hrauni, Magnús ísleifsson í London, Ágúst Ámason í Baldurshaga og Helgi Jónsson í Jaðri. Átti Helgi að vera formaður með bátinn. Helgi var sonur Jóns Árnasonar, dannebrogsmanns í Þorlákshöfn. Þessi bátur þeirra félaga hét „Farsæll“. Hann var um 8 smá- lestir að stærð og óvenju gang- mikill, enda hafði hann tveggja strokka Dan-vél. Helgi var með „Farsæl“ tvær vertíðir, þ.e.a.s. vertíðirnar 1909 og 1910, og gengu aflabrögð illa hjá honum báðar þessar vertíðir. Um vorið 1910 kom milli- landaskipið „Ceres“ til Vest- mannaeyja og lagðist á ytri höfn- ina. Vélbáturinn „Gústaf" annað- ist flutninga milli skips og lands. Margt manna fór um borð í „Ceres“, svo sem títt var þegar millilandaskip komu. Meðal þeirra, sem um borð fóru, var Helgi Jónsson, og var hann þá klæddur sínum venjulegu hvers- dagsfötum. Um kvöldið þegar „Ceres“ fór af höfninni, fóru allir, sem í land ætluðu, niður í „Gúst- af“, sem skyldi flytja fólkið í land. En er „Ceres“ létti akkerum sáu þeir á „Gústaf“ hvar Helgi stóð uppi á brúarvæng á „Ceres“. Hafði hann skipt um föt, og stóð þarna „uppábúinn“. Síðan lét „Ceres“ í haf, og sigldi Helgi með skipinu til Englands. Það var ekki fyrr en löngu seinna að fréttir bárust um það að Helgi væri í Glasgow. Eigendur „Farsæls“ vildu nú fá afsal fyrir eignarhluta Helga í bátnum og skrifuðu honum bréf þar um. Hann svaraði þeim með þessu stutta og laggóða bréfi: „Farið þið með allt til andskot- ans.“ Önnur svör fengu þeir ekki við málaleitan sinni. Eigi að síður seldu eigendur „Farsæls" eignarhluta Helga, og var kaupandinn Sigurður Einars- son frá Stóru-Mörk undir Eyja- fjöllum, og var jafnframt ákveðið að hann skyldi verða vélamaður á bátnum. Átti Sigurður heima í Hrauni, hjá Jóni Einarssyni. Nú vantaði formann fyrir „Farsæl“. Fengu þeir til þess Bergstein Bergsteinsson á Tjörn- um. Var hann með bátinn á ver- tíðinni 1911 og aflaði hann svo vel að „Farsæll“ varð hæstur allra báta með aflamagn. Var nú Berg- steinn ráðinn áfram til for- mennsku á bátnum á vertíðinni 1912. Hinn 27. desember 1911 var 441

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.