Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 45
Gömlu togararnir opnuðu ný og fjarlæg fiskimið fyrir þjóðina. Oft var slarksamt í langferðum yfir hafið.
Sérstaklega var þetta erfitt, ef
mikill fiskur var í vörpunni, og má
geta nærri hvernig er að veiða á
togara, sem ekki má fá mikinn
afla í trollið.
Við breyttum fleiru. Við hætt-
um við rópana og settum húkk-
reipi í fótreipin og þetta var híft
gegnum gálgaferliður, sem voru
efst á gálgunum.
Unnt hefði verið að gera þetta
með togvírunum, en við töldum
þetta hættuminna og fljótlegra.
— Ég var með Sigurð frá
1962—1965. Við vorum á venju-
VÍKINGUR
legum togveiðum, veiddum þann
fisk, sem var að hafa við landið.
Ársaflinn var á fimmta þúsund
tonn, sem er mjög góður árangur,
því skipið sigldi mikið og seldi afla
í erlendum höfnum, en það tekur
tíma frá veiðunum.
Ég lét gera fleiri breytingar á
Sigurði, sem voru til bóta. Ég lét
t.d. fjölga hillum í lestinni úr fjór-
um í sextán.
Það var nóg pláss í lestinni og
því sá ég ekki ástæðu til þess að
láta fiskinn skemmast með því að
vera í of mikium stæðum. Þá er
farg á fiskinum og það veldur því
að hann geymsit ekki eins vel.
Með því að hafa léttar á honum
geymdist hann því betur.
Þetta tel ég að hafi verið und-
anfari kassanna; hafi í raun og
veru gert sama gagn og þeir.
Nú var Einar Sigurðsson út-
gerðarmaður ekki allra. Hvernig
var að vinna með honum?
— Það gekk mjög vel. Hann er
einhver skemmtilegasti útgerðar-
maður sem ég hefi kynnst, og
hann var ódeigur og treysti sínum
mönnum. JG.
429