Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 41
í síðasta blaði rifjaði Auðun Auðunsson, skipstjóri nokkuð upp reynslu sína á gömlu togurunum. Treyst var á minnið einvörðungu, en Auðun benti á að margt af þessu mætti kanna nánar, t.d. með afla- skýrslum, og með öðrum rituðum heimildum. Fram kom í greininni, að Bjarni Ingimarsson, skipstjóri var talinn höfundur flotvörpunnar, en þarna var um svonefnda Breiðfjörðs- vörpu að ræða, og hefur Agnar Breiðfjörð haft samband við blaðið, en hann var upphaflega höfundur þessarar vörpu og gerði veiðitilraunir með hana ásamt Bjarna Ingimarssyni. Á Agnar var hinsvegar ekki minnst í greininni. Mun blaðið síðar ræða um flot- vörpu Agnars og eiga við hann viðtal um málið. Þá slæddist sú villa inn, að Þórður Þorsteinsson, skipstjóri var talinn vera föðurbróðir Auðuns Auðunssonar, en hann var móð- urbróðir hans. Karfaveiðarnar í þessum hluta viðtalsins segir Auðun Auðunsson frá reynslu sinni af karfaveiðum og gefum við honum orðið: — Ég fór fyrst á karfaveiðar eftir stríð, en það var ekki upphaf sérstakra karfaveiða, því fyrirstríð stunduðu togarar okkar karfa- veiðar í bræðslu. Ég var ekki við þær veiðar. Hátt verð var þá á karfalifur, en fiskur og bein voru unnin í fiski- mjöl. Það munu einkum hafa verið Patreksfjarðartogararnir tveir, Gylfi og Vörður, sem stunduðu þessar veiðar, en þær munu hafa haft töluvert gildi fyrir rekstur togaraflotans á þeim tíma. V__________________________________ Auðun Auðunsson, skipstjóri Síðar bættust Kveldúlfstogar- arnir í hópinn og þeir munu aðal- lega hafa landað karfanum á Hesteyri. Einhverjum karfaafla mun þó hafa verið landað á Hjalteyri. Það var ekki fyrr en í stríðinu, sem Englendingar byrja að kaupa ísvarinn karfa, en til þess að koma sem mestu magni í skipin, þá var karfinn „skorinn“, þ.e. hausinn og kviðurinn var skorinn frá búkn- um. Það var auðvitað kleppsvinna að skera karfa í heilan farm í tog- ara, en hjá því varð ekki komist ef skipstjórinn lagði sig sérstaklega eftir karfa. Ekki vakti karfinn mikla hrifn- ingu heldur hjá löndunarkörlun- um í Englandi. Ef mikill karfi var í skipinu, þá spyrtu þeir gjarnan nokkur bönd og hengdu á brúna, skipinu til háðungar. Það mun hafa verið árin 1949 og 1950 að vissum kafla í togara- útgerðinni lýkur, en það var fisk- sala á föstu verði í Þýskalandi á vegum Marshall-hjálparinnar svonefndu. Þá kemur eyða. Englendingar voru þá langt komnir með að byggja upp togaraflota sinn eftir styrjöldina og Þjóðverjar reyndar líka, og þá var ekkert verkefni fyrir íslenska togaraflotann, ann- að en það að fiska karfa í bræðslu. Þær veiðar voru í hámarki árið 1950. Karfi til manneldis Það mun hafa verið árið 1951, en ég var þá með gamla FYLKI, að Akurnesingar byrjuðu að flaka karfa og frysta til útflutnings. Þar var Haraldur Böðvarsson í broddi fylkingar og karfinn var seldur á Bandaríkjamarkað. VÍKINGUR 425
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.