Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 41
í síðasta blaði rifjaði Auðun Auðunsson, skipstjóri nokkuð upp reynslu sína á gömlu togurunum. Treyst var á minnið einvörðungu, en Auðun benti á að margt af þessu mætti kanna nánar, t.d. með afla- skýrslum, og með öðrum rituðum heimildum. Fram kom í greininni, að Bjarni Ingimarsson, skipstjóri var talinn höfundur flotvörpunnar, en þarna var um svonefnda Breiðfjörðs- vörpu að ræða, og hefur Agnar Breiðfjörð haft samband við blaðið, en hann var upphaflega höfundur þessarar vörpu og gerði veiðitilraunir með hana ásamt Bjarna Ingimarssyni. Á Agnar var hinsvegar ekki minnst í greininni. Mun blaðið síðar ræða um flot- vörpu Agnars og eiga við hann viðtal um málið. Þá slæddist sú villa inn, að Þórður Þorsteinsson, skipstjóri var talinn vera föðurbróðir Auðuns Auðunssonar, en hann var móð- urbróðir hans. Karfaveiðarnar í þessum hluta viðtalsins segir Auðun Auðunsson frá reynslu sinni af karfaveiðum og gefum við honum orðið: — Ég fór fyrst á karfaveiðar eftir stríð, en það var ekki upphaf sérstakra karfaveiða, því fyrirstríð stunduðu togarar okkar karfa- veiðar í bræðslu. Ég var ekki við þær veiðar. Hátt verð var þá á karfalifur, en fiskur og bein voru unnin í fiski- mjöl. Það munu einkum hafa verið Patreksfjarðartogararnir tveir, Gylfi og Vörður, sem stunduðu þessar veiðar, en þær munu hafa haft töluvert gildi fyrir rekstur togaraflotans á þeim tíma. V__________________________________ Auðun Auðunsson, skipstjóri Síðar bættust Kveldúlfstogar- arnir í hópinn og þeir munu aðal- lega hafa landað karfanum á Hesteyri. Einhverjum karfaafla mun þó hafa verið landað á Hjalteyri. Það var ekki fyrr en í stríðinu, sem Englendingar byrja að kaupa ísvarinn karfa, en til þess að koma sem mestu magni í skipin, þá var karfinn „skorinn“, þ.e. hausinn og kviðurinn var skorinn frá búkn- um. Það var auðvitað kleppsvinna að skera karfa í heilan farm í tog- ara, en hjá því varð ekki komist ef skipstjórinn lagði sig sérstaklega eftir karfa. Ekki vakti karfinn mikla hrifn- ingu heldur hjá löndunarkörlun- um í Englandi. Ef mikill karfi var í skipinu, þá spyrtu þeir gjarnan nokkur bönd og hengdu á brúna, skipinu til háðungar. Það mun hafa verið árin 1949 og 1950 að vissum kafla í togara- útgerðinni lýkur, en það var fisk- sala á föstu verði í Þýskalandi á vegum Marshall-hjálparinnar svonefndu. Þá kemur eyða. Englendingar voru þá langt komnir með að byggja upp togaraflota sinn eftir styrjöldina og Þjóðverjar reyndar líka, og þá var ekkert verkefni fyrir íslenska togaraflotann, ann- að en það að fiska karfa í bræðslu. Þær veiðar voru í hámarki árið 1950. Karfi til manneldis Það mun hafa verið árið 1951, en ég var þá með gamla FYLKI, að Akurnesingar byrjuðu að flaka karfa og frysta til útflutnings. Þar var Haraldur Böðvarsson í broddi fylkingar og karfinn var seldur á Bandaríkjamarkað. VÍKINGUR 425

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.