Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 27
sem ekki notast til matar af fisk- inum er ásamt hákarlsbeinunum notað til áburðar. Úr spikinu er unnið lím, (gelatine) og það, sem við þekkjum undir nafninu hús- blas (huisenblas) eða matarlím. Ekkert fer til spillis og enginn úr- gangur er af hákarlinum — hryggjarliðirnir eru þræddir upp á járnteina og búnir til úr þeim göngustafir, sem mikið er selt af í Vestur-Indíum og öðrum hita- beltislöndum, en göngustafir úr hákarlshryggjaliðum þykja heldur óvenjulegir og eru þar að auki mjög fallegir. Beinin þ.e. hryggj- arliðirnir eru fægðir þar til þeir eru skínandi hvítir og gljáaridi. Hákarlaveiðistöðvar eru til víða um heim, á sumum stöðum er há- karlaveiði jafnvel einn aðalat- vinnuvegur og fæðuöflun íbúanna — til dæmis við strendur írlands og þá einkum í nánd við írsku eyjuna Aran— á því svæði veiðist hákarl sem nefnist á ensku „bask- ing-shark“, en það er ein stærsta tegund hákarla, svo vitað sé. Á vissum árstíma má sjá þessi ferlíki nálgast ströndina, hákarlinn syndir þá hægt og rólega nálægt yfirborði sjávar og virðist eins og hann sé að flatmaga í sólskininu. Fjöldi hákarlategunda má nú heita útdauður, vegna ofveiði, ein þeirra heitir: „Whale-shark“, á ensku, — þar sem áður var gnægð þessara fiska sést nú varla nokkur uggi, sama er að segja með hinn gæfa rólynda „baiking-shark“ þótt hann verðist harkalega fyrir lífi sínu, þegar á hann var ráðist þá hefur nú næstum tekist að útrýma honum. — Hann gat svo að segja höggvið sundur fiskibáta með sporðinum, með þeim afleiðing- um að sjómennirnir slösuðust eða jafnvel fórust — þá eru þess mörg dæmi að hákarlinn hafi dregið báta langt á haf út áður en hann gafst upp vegna þreytu, eða veiði- mönnunum tókst að ráða niður- lögum hans með vopnum sínum. VÍKINGUR írarveidduþessa hákarlategund aðallega til þess að vinna lýsi úr lifrinni, en hann er að öðru leyti talinn lítils virði og varla ætur, þó munu írar og þá einkum hinir fá- tæku íbúar smáeyjanna við strendur írlands hafa notað hann til manneldis. Á Atlantshafsströnd Bandaríkj- anna og við Evrópustrendur hefur ótrúlegur fjöldi smáhákarla verið veiddur í net, munu stundum hafa náðst tuttugu þúsund hákarlar í einu — og hefir sú tegund verið veidd mestmegnis vegna lifrar- innar. Sem fyrr segir er fjöldi hákarla- veiðistöðva víða um heim: í aust- urlöndum, Japan, Afríku, Vest- ur-Indíum og Florída. — En á aðeins einum þessara staða er há- karlsveiðin einasta atvinna og tekjulind íbúanna. — Það er á lít- illi eyju, sem liggur utan við norðurströnd Jucatan og nefnist Holbox — flestir íbúarnir á Hol- box eru Mayaindíánar, en margir eru án efa blandaðir Spánverjum. Mayaindíánarnir, gestir okkar í bátnum, voru þess brátt fullvissir að við vorum friðsamt fólk — sá bláklæddi sagðist vera tollstjórinn á Holbox — hinn var í hvítum fötum með bláa húfu og kynnti sig sem hafnarstjórann. — Þeir litu lauslega á skilríki okkar síðan buðu þeir okkur velkomin, með breiðu brosi, inn í höfnina, en þar tóku einir tólf vaskir menn við okkur — óðu út í sjóinn upp fyrir hné og bókstaflega báru bátinn með okkur öllum í uppá þurrt land, allir töluðu spænsku. Þeir hópuðust í kringum okkur brosandi og spyrjandi, skoðuðu okkur eins og við værum verur frá hinum himintunglunum, en for- vitni þeirra var skiljanleg, því að enginn ókunnugur hafði stigið fæti á land á Holbox síðustu tutt- ugu árin að minnsta kosti. Allir voru tandurhreinir og snyrtilegir, klæddir bómullarbux- um og útsaumuðum Yucatan- skyrtum með perluhnöppum. — Þeir lyftu barðastóru höttunum sínum og heilsuðu okkur með handabandi — lengi og innilega — buðu okkur velkomin, aftur og aftur. — Leiðin lá eftir mjórri sandborinni götu en kókos- og döðlupálmar vörpuðu þægilegum skugga á fylkinguna — hafnar- stjórinn, tollstjórinn, bæjarstjór- Gengið á land — fuglarnir eru gæflr 411

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.