Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 12
Farmanna- og fiskimanna- samband Islands 40 ára - sett í Reykjavík 22. nóv. 1977. 28. þing FFSÍ var sett að Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 22. nóv., kl. 15.00, að viðstöddum þingfull- trúum og fjölda gesta. Jónas Þorsteinsson, skipstjóri frá Akureyri, forseti FFSÍ setti þingið og flutti ítarlega ræðu um sambandið, sem varð 40 ára á þessu ári. Hann minntist látinna félaga, þeirra á meðal Geirs Ólafssonar, loftskeytamanns, sem um árabil átti sæti í stjórn FFSÍ. Að lokinni ræðu forseta, tóku ýmsir gestir til máls, en fyrstur talaði sjávarútvegsráðherra Matthías Bjarnason. Ráðherrann kom víða við í ræðu sinni, og taldi að sjómenn og aðrir, sem við sjávarútveg fást sinntu ekki að upplýsa þjóðina um gildi þessa atvinnuvegar fyrir þjóðarbúskapinn. Sagði hann sjómenn og útvegs- menn geta lært af öðrum at- vinnugreinum, sem kynna störf sín og þýðingu. Að lokum vék ráðherrann að hafréttarmálum og sagði að út- lendingar hefðu undanfarin ár hirt um 60% af þorskaflanum við ísland, en nú veiddum við sjálfir um 98% þess afla. Þá flutti hann FFSÍ hamingju- óskir í tilefni af 40 ára afmælinu. Næstur tók til máls Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri í Reykjavík. Hann bauð velkomna til þings í Reykjavík og þá sér- staklega fulltrúa utanaf landi. Síðan vék hann að sjávarútvegi og útgerð í Reykjavík, sem fer minnkandi. Hann lýsti áformum Reykjavíkurhafnar um bætta að- stöðu fyrir fiskimenn í Reykjavík- urhöfn. Að lokum flutti hann þinginu ámaðaróskir og sambandinu hamingjuóskir í tilefni af 40 ára afmælinu. Þá fluttu eftirtaldir aðilar kveðjur og afmælisóskir : Jónas Sigurðsson, skólastjóri Stýri- mannaskólans, Haraldur Stein- þórsson, framkvæmdastjóri frá BSRB, Már Elísson, fiskimála- stjóri frá Fiskifélagi íslands, Ósk- ar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands og Pétur Sigurðsson, alþingismaður frá Sjómannadagsráðinu í Reykjavík og Hafnarfirði. Að lokinni þingsetunni um klukkan 14.30 héldu fulltrúar og gestir til þess að skoða nýreist hús FFSÍ við Borgartún, en það verð- ur tekið í notkun um áramótin. Húsið er eign sambandsins og fé- laga innan þess, en auk þess á Sparisjóður vélstjóra hluta húss- ins. Þingstörfum verður fram haldið í kvöld kl. 20.30 en þá er ráðgert að forseti flytji skýrslu stjórnar. FFSÍ barst fjöldi skeyta og blóma í tilefni af 40 ára afmælinu. Hér fer á eftir í heild, ræða Jónasar Þorsteinssonar forseta FFSÍ er hann flutti við þingsetn- inguna. Ingólfur S. Ingólfsson forseti FFSI Þingi Farmanna- og fiski- mannasambands íslands lauk í Reykjavík 26. nóv. sl. og var Ing- ólfur S. Ingólfsson kosinn forseti sambandsins og varaformaður Magni Kristjánsson. 1 lok þingsins var Guðmundur H. Oddsson, sem var þingforseti að þessu sinni, sérstaklega heiðr- aður fyrir 40 ára störf í þágu FFSÍ. Guðmundur var meðal þeirra er unnu að stofnun sambandsins og var forseti þess í 4 ár og hefur gegnum árin haft mikil áhrif á störf þess og hag sjómanna, eins og segir í fréttatilkynningu frá FFSÍ. Þá var Guðmundur H. Oddsson formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar í 14 ár. Auk þeirra Ingólfs S. Ingólfs- sonar og Magna Kristjánssonar voru eftirtaldir kjörnir í aðalstjórn FFSÍ: Jónas Þorsteinsson, Víðir Sigurðsson, Rafn Sigurðsson, Einar Sigurðsson, Ingólfur Fals- son, Jón Steindórsson, Ásgrímur Björnsson, Garðar Þorsteinsson og Guðjón A. Kristjánsson. 396 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.