Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Síða 12
Farmanna- og fiskimanna-
samband Islands 40 ára
- sett í Reykjavík 22.
nóv. 1977.
28. þing FFSÍ var sett að Hótel
Loftleiðum þriðjudaginn 22. nóv.,
kl. 15.00, að viðstöddum þingfull-
trúum og fjölda gesta.
Jónas Þorsteinsson, skipstjóri
frá Akureyri, forseti FFSÍ setti
þingið og flutti ítarlega ræðu um
sambandið, sem varð 40 ára á
þessu ári. Hann minntist látinna
félaga, þeirra á meðal Geirs
Ólafssonar, loftskeytamanns, sem
um árabil átti sæti í stjórn FFSÍ.
Að lokinni ræðu forseta, tóku
ýmsir gestir til máls, en fyrstur
talaði sjávarútvegsráðherra
Matthías Bjarnason.
Ráðherrann kom víða við í
ræðu sinni, og taldi að sjómenn og
aðrir, sem við sjávarútveg fást
sinntu ekki að upplýsa þjóðina um
gildi þessa atvinnuvegar fyrir
þjóðarbúskapinn.
Sagði hann sjómenn og útvegs-
menn geta lært af öðrum at-
vinnugreinum, sem kynna störf
sín og þýðingu.
Að lokum vék ráðherrann að
hafréttarmálum og sagði að út-
lendingar hefðu undanfarin ár
hirt um 60% af þorskaflanum við
ísland, en nú veiddum við sjálfir
um 98% þess afla.
Þá flutti hann FFSÍ hamingju-
óskir í tilefni af 40 ára afmælinu.
Næstur tók til máls Birgir ísl.
Gunnarsson, borgarstjóri í
Reykjavík. Hann bauð velkomna
til þings í Reykjavík og þá sér-
staklega fulltrúa utanaf landi.
Síðan vék hann að sjávarútvegi og
útgerð í Reykjavík, sem fer
minnkandi. Hann lýsti áformum
Reykjavíkurhafnar um bætta að-
stöðu fyrir fiskimenn í Reykjavík-
urhöfn.
Að lokum flutti hann þinginu
ámaðaróskir og sambandinu
hamingjuóskir í tilefni af 40 ára
afmælinu.
Þá fluttu eftirtaldir aðilar
kveðjur og afmælisóskir : Jónas
Sigurðsson, skólastjóri Stýri-
mannaskólans, Haraldur Stein-
þórsson, framkvæmdastjóri frá
BSRB, Már Elísson, fiskimála-
stjóri frá Fiskifélagi íslands, Ósk-
ar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands og Pétur
Sigurðsson, alþingismaður frá
Sjómannadagsráðinu í Reykjavík
og Hafnarfirði.
Að lokinni þingsetunni um
klukkan 14.30 héldu fulltrúar og
gestir til þess að skoða nýreist hús
FFSÍ við Borgartún, en það verð-
ur tekið í notkun um áramótin.
Húsið er eign sambandsins og fé-
laga innan þess, en auk þess á
Sparisjóður vélstjóra hluta húss-
ins.
Þingstörfum verður fram haldið
í kvöld kl. 20.30 en þá er ráðgert
að forseti flytji skýrslu stjórnar.
FFSÍ barst fjöldi skeyta og
blóma í tilefni af 40 ára afmælinu.
Hér fer á eftir í heild, ræða
Jónasar Þorsteinssonar forseta
FFSÍ er hann flutti við þingsetn-
inguna.
Ingólfur
S.
Ingólfsson
forseti
FFSI
Þingi Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands lauk í
Reykjavík 26. nóv. sl. og var Ing-
ólfur S. Ingólfsson kosinn forseti
sambandsins og varaformaður
Magni Kristjánsson.
1 lok þingsins var Guðmundur
H. Oddsson, sem var þingforseti
að þessu sinni, sérstaklega heiðr-
aður fyrir 40 ára störf í þágu FFSÍ.
Guðmundur var meðal þeirra er
unnu að stofnun sambandsins og
var forseti þess í 4 ár og hefur
gegnum árin haft mikil áhrif á
störf þess og hag sjómanna, eins
og segir í fréttatilkynningu frá
FFSÍ. Þá var Guðmundur H.
Oddsson formaður Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar í
14 ár.
Auk þeirra Ingólfs S. Ingólfs-
sonar og Magna Kristjánssonar
voru eftirtaldir kjörnir í aðalstjórn
FFSÍ: Jónas Þorsteinsson, Víðir
Sigurðsson, Rafn Sigurðsson,
Einar Sigurðsson, Ingólfur Fals-
son, Jón Steindórsson, Ásgrímur
Björnsson, Garðar Þorsteinsson
og Guðjón A. Kristjánsson.
396
VlKINGUR