Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 9
ánægður með þessi málalok. Hann stefndi nú aðalflota sínum úr norðri uppað þýsku ströndinni, með flaggskip sitt „Lion“ í farar- broddi. Honum var ljóst að áhættan var mikil, vegna tundur- dufla, kafbáta og grynninga við ströndina, auk þess mátti hann búast við úthafsflota óvinanna í öflugri einingum, en reiknað var með í áætlunargerðinni. Hann lét þó ekkert af þessu aftra sér, tókst að sökkva einu beitiskipi og þremur tundurspill- um. Manntjón Þjóðverja var 1000 manns, þar á meðal tveir flotafor- ingjar. Tjón Breta varð ekkert á mönnum, en nokkur skip löskuð- ust, en náðu öll höfn. Eftir þennan ósigur Þjóðverja fyrirskipaði Vilhjálmur Þýska- landskeisari, að þýski flotinn mætti ekki fara úr höfn, nema með hans persónulega leyfi. Beatty sagði eftir orrustuna, að Þjóðverjar hefðu barist hetjulega, en aðstaða þeirra hafi verið von- VlKINGUR laus. „Poor devils", bætti hann við. Hann varð brátt óþolinmóður yfir aðgerðarleysi og í bréfi til Churchill sagði hann, meðal ann- ars: „Ég hefi yfir 5500 mönnum að ráða og ágætum herskipum, sem bíða eftir verkefnum, en við megum ekkert gera.“ í janúarmánuði 1915 gerðu þýsk orrustuskip, undir stjórn Hippers, árásir á borgirnar Hartlepool, Whitby og Scarbor- ough og ullu miklu mann- og eignatjóni og komust síðan til heimahafnar án þess að verða fyrir nokkru tjóni. Þessu urðu Bretar æfareiðir og flotamála- stjórnin var harðlega gagnrýnd. Blöðin spurðu: „Hvar er hinn frægi breski floti?“ Beatty taldi meginorsök þess að slíkt gat átt sér stað, vera þá að flotanum væri haldið saman í stórum einingum, en ekki dreifðum í smærri deildir. Flotastjórnin, aftur á móti, beið eftir, og bjó sig undir, tækifæri til þess að hitta megin úthafsflota Það voru fleiri en Bretinn sem áttu herskip. Hér er þýska beitiskipið „Emden“, sem talið er að hafi verið sökkt af norska tundurspillinum „Olav Tryggvason". „Emden", sem kom hingað til íslands rétt fyrir stríðið tald- Ist til minni beitiskipa. Þjóðverja á rúmsjó og ganga frá honum í eitt skipti fyrir öll. Þetta tækifæri gafst hinn 23. janúar 1915. Beatty fékk tilkynningu um að stór þýsk flotadeild væri á sigl- ingu á Doggerbank, undir stjórn Hippers. Um kvöldið sigldi hann suður á bóginn frá Scapaflow, á flaggskipi sínu „Lion“, auk orr- ustuskipanna „Tiger“, „Princess Royal Indomitable“ og „New Zealand", ásamt deild tundur- spilla undir stjórn Goodenaughs undir-aðmíráls. 1 dögun næsta morgun var komið á Doggerbank og kom Goodenaugh auga á þýska flot- ann í austri, en deild hans var þá um 5 sjómílur austur af aðalflot- anum. En þegar Hipper varð ljóst 393
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.