Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 9
ánægður með þessi málalok. Hann stefndi nú aðalflota sínum úr norðri uppað þýsku ströndinni, með flaggskip sitt „Lion“ í farar- broddi. Honum var ljóst að áhættan var mikil, vegna tundur- dufla, kafbáta og grynninga við ströndina, auk þess mátti hann búast við úthafsflota óvinanna í öflugri einingum, en reiknað var með í áætlunargerðinni. Hann lét þó ekkert af þessu aftra sér, tókst að sökkva einu beitiskipi og þremur tundurspill- um. Manntjón Þjóðverja var 1000 manns, þar á meðal tveir flotafor- ingjar. Tjón Breta varð ekkert á mönnum, en nokkur skip löskuð- ust, en náðu öll höfn. Eftir þennan ósigur Þjóðverja fyrirskipaði Vilhjálmur Þýska- landskeisari, að þýski flotinn mætti ekki fara úr höfn, nema með hans persónulega leyfi. Beatty sagði eftir orrustuna, að Þjóðverjar hefðu barist hetjulega, en aðstaða þeirra hafi verið von- VlKINGUR laus. „Poor devils", bætti hann við. Hann varð brátt óþolinmóður yfir aðgerðarleysi og í bréfi til Churchill sagði hann, meðal ann- ars: „Ég hefi yfir 5500 mönnum að ráða og ágætum herskipum, sem bíða eftir verkefnum, en við megum ekkert gera.“ í janúarmánuði 1915 gerðu þýsk orrustuskip, undir stjórn Hippers, árásir á borgirnar Hartlepool, Whitby og Scarbor- ough og ullu miklu mann- og eignatjóni og komust síðan til heimahafnar án þess að verða fyrir nokkru tjóni. Þessu urðu Bretar æfareiðir og flotamála- stjórnin var harðlega gagnrýnd. Blöðin spurðu: „Hvar er hinn frægi breski floti?“ Beatty taldi meginorsök þess að slíkt gat átt sér stað, vera þá að flotanum væri haldið saman í stórum einingum, en ekki dreifðum í smærri deildir. Flotastjórnin, aftur á móti, beið eftir, og bjó sig undir, tækifæri til þess að hitta megin úthafsflota Það voru fleiri en Bretinn sem áttu herskip. Hér er þýska beitiskipið „Emden“, sem talið er að hafi verið sökkt af norska tundurspillinum „Olav Tryggvason". „Emden", sem kom hingað til íslands rétt fyrir stríðið tald- Ist til minni beitiskipa. Þjóðverja á rúmsjó og ganga frá honum í eitt skipti fyrir öll. Þetta tækifæri gafst hinn 23. janúar 1915. Beatty fékk tilkynningu um að stór þýsk flotadeild væri á sigl- ingu á Doggerbank, undir stjórn Hippers. Um kvöldið sigldi hann suður á bóginn frá Scapaflow, á flaggskipi sínu „Lion“, auk orr- ustuskipanna „Tiger“, „Princess Royal Indomitable“ og „New Zealand", ásamt deild tundur- spilla undir stjórn Goodenaughs undir-aðmíráls. 1 dögun næsta morgun var komið á Doggerbank og kom Goodenaugh auga á þýska flot- ann í austri, en deild hans var þá um 5 sjómílur austur af aðalflot- anum. En þegar Hipper varð ljóst 393

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.