Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 34
þessum slóðum enda hika sjó- menn oft við að leita til tannlækna á suðurslóðum og vilja heldur þrauka þar til komið er á norð- lægari breiddargráðu. Nokkrum árum síðar, lét ég draga úr mér þrjár tennur í Alexandria, eða réttara sagt, hluta þeirra. Ég hafði verið stranglega aðvaraður við þessu, einmitt í þessari borg, en Arabi, sem ég þekkti, mælti sér- staklega með einum nafngreind- um tannlækni, sem hann taldi fyrsta flokks. Ég hætti því á þetta, í von um að halda þessum tönnum, en læknirinn var á öðru máli. Það var mjög heitt í veðri þegar ég heimsótti hann og allir gluggar í stofunni voru opnir uppá gátt. Einhvers staðar í nágrenninu heyrðist hávær, arabísk músík í útvarpi og í takt við hana hóf læknirinn starf sitt. Allt gekk eins og í sögu með þá fyrstu, en þegar hann fór að eiga við þá næstu, kom aðstoðarstúlka hans inn og hvíslaði einhverju að honum, sem orsakaði að tönnin brotnaði. Hann varð augsýnilega taugaó- styrkur og gróf eftir brotunum í tannholdinu, en ég hafði varla við að renna niður blóðinu, en eftir hálfrar klukkustundar stanslausa vinnu, lýsti hann því yfir að sárið væri hreint og tók til við hina þriðju, sem einnig brotnaði niður við rót. Vera má að þessar tennur, sem brotnuðu í tönginni, hafi ver- ið svo illa farnar, að ekki hafi ver- ið hjá þessu komist, en ekki bætti það úr skák að læknirinn varð óstyrkur. Ég var nú búinn að fá nóg í bili og neitaði frekari að- gerðum. Greiddi reikninginn, sem mér fannst reyndar í hærra lagi og fór um borð. Þegar leið að kvöldi sama dags, fór tannholdið og kinnin að bólgna, svo að ekki var sjón að sjá mig og vanlíðanin eftir því. Skip- stjórinn skellti í mig einhverjum kröftugum pillum, svo að mér tókst að sofna og um morguninn var bólgan horfin, en allt næsta ár voru brotin úr hinu „hreina sári“ að skjóta upp kollinum og týndi ég þau úr kjaftinum, jafnóðum. Svo var það eitt sinn, að ég varð að leggjast á sjúkrahús í Ameríku og gekkst þá um leið undir alls- herjar skoðun, þar á meðal ástand tannanna. Læknirinn sagði mér að opna munninn á meðan hann skoðaði dýrðina. Á meðan hann skoðaði hverja tönnina á fætur annarri, stóð dáfögur ljóska á bak við hann og skrifaði niður allar athugasemdir, sem hann gerði. Að lokum leit hann beint framan í mig og sagði vingjarnlega: „Ungi maður! Þegar þér komið næst heim til föðurlandsins, skuluð þér láta hreinsa allan þennan óþverra burt úr munninum og fá yður gervitennur, þær fara yður ábyggilega betur.“ Því skal ekki neitað að í mörg- um, já alltof mörgum tilfellum, er um trassaskap að ræða þegar tennurnar fara svona illa, en þess ber einnig að gæta að sjómenn veigra sér við að leita til tann- lækna, reyndar allra lækna, á suðurlöndum vegna þess að hreinlætis er ekki jafnvel gætt og á Norðurlöndum eða Bandaríkjun- um og þar við bætist að reikning- urinn er venjulega himinhár. Það er nú einu sinni svo, að oftast er ekkert hugsað um ástand tann- anna fyrr en tannpína gerir vart við sig, þá er það einnig að þegar skipið kemur í erlenda höfn, eftir langa ferð, hafa sjómenn um annað að hugsa heldur en að leita til tannlæknis, alveg—að-óþörfu. Það er að segja án þess að hafa tannpínu! Ég hef til dæmis hitt sjómenn, sem ekki hafa notað VÍKINGUR 418
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.