Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 23
sameinast í að hrinda draug þess- um af höndum okkar. ísland er gott land og gjöfult, þó hartbýlt sé á stundum. Við horfum fram á aukinn afrakstur af okkar stærstu auðlind, fiskimiðunum og þá um leið betri tíma, ef tekst að verulegu leyti að losna við verð- bólgudrauginn. Sá atvinnuvegur sem samtök okkar eru tengd verður hvað harðast fyrir þessari miklu verðbólgu. Ég vænti þess að þjóðin sýni sömu samstöðu við lausn þessa vanda og hún sýndi í baráttunni fyrir fullum sigri í landhelgismálinu. Eitt mál langar mig að minnast á að lokum sem komið er í algerar ógöngur, en það er hin takmarka- lausa veiting yfirvalda á undan- þágum til skipstjórnar og vél- stjórnar á íslenskum skipum. Svo langt er þetta komið í fjarstæð- unni að mönnum, sem ekkert hafa lært til þessara starfa fá undan- þágur, án þess einu sinni sé gengið fyrir vottorðum, sem skila þarf með umsókn um skólavist í við- komandi skólum. Lengi var vandinn bundinn við fiskiflotann, en nú hefir hann færst líka yfir á kaupskipaflotann, að vísu ekki í svo ríkum mæli og hjá fiskiflotanum, sem betur fer. Allt er þetta gert undir því yfir- skini að ekki megi stoppa flotann. Mín skoðun er sú að flotinn mundi ekki stoppa. Málin yrðu leyst á rökréttan hátt svo réttinda- menn fengjust. En slíkt gerist ekki Séð yfir þingsalinn á meðan yfirvöld afgreiða hömlu- laust undanþágur til allra er eftir leita, fyrir aðeins 2000 krónur á mann. f staðinn er útgerðinni stöðugt sökkt dýpra og dýpra ofan í þetta forað, sem erfiðara verður að losna úr sem lengra er haldið. Stýrimannaskólinn í Reykjavík er ekki fullsetinn í vetur og 1. bekkjardeildir hvergi úti á landi, eins og verið hefur undanfarin ár. Hver er ástæðan? Ætli að minnsta kosti hluta hennar sé ekki að finna í þessu máli. íslensk þjóð er illa komin ef svo á að verða að annar aðalatvinnuvegur hennar á að vera rekinn með undanþágu- mönnum í stað þeirra velmennt- uðu yfirmanna sem flotinn hefur lengst af verið mannaður. Nú ætla ég ekki að halda því fram að sum af okkar lögum og reglugerðum þurfi ekki endur- skoðunar við til að samræmast breyttum tímum og tækni. Vissu- lega megum við ekki standa í því frekar en öðru, en það leysir okkur aldrei frá því að nema þau fræði sem til þurfa til að geta stjórnað skipi. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við hið bráðasta, því verði hún ekki stöðvuð stöndum við höllum fæti í kjaramálunum öll- um. Það ber að þakka margvíslegan skilning og stuðning, er Far- mannasambandið hefur notið hjá stjórnvöldum ríkis og borgar, fyrr og síðar. Frá Farmannasambandinu færi ég sambandsfélögunum beztu kveðjur. Góðir þingfulltrúar. Ég hefi nú verið forseti sam- bandsins í tvö ár og þakka ég samstarfið, sem hefur verið mér mjög lærdómsríkt og ánægjulegt, þó á móti hafi blásið á stundum. Ég hefi tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til forseta- kjörs aftur. 28. þing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands er sett. UROKO 100% NYLON Ctvegum frá Japan íyrsta flokks veiðarfæri: Ufnboðsmenn fyrir: Mitusi & Co., Ltd. NYLON þorskanet og — slöngur, — þorsknætur, — herpinætur, — tauma, - — kaðla. HIZEX tauma, — kaðla, — bólfæri, — teinatóg, — dragnótabálka. Nylon og Pylen ábót. Steinavör hf. Trvggvagötu 4 Reykjavík. Sími 27755 VÍKINGUR 407
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.