Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 54
niður á mitt læri. Hann sér hvenr- ig langir, brúnir fæturnir klippa loftið ótt og títt, og um leið finnur hann óþægindakennd fara um sig, fyrst snöggan kipp eins og högg frá rafmagnsstraumi, síðan brennandi seiðing. Hann hægir ferðina. Hún hlýtur að vera að hlaupa í veg fyrir strætisvagn og það kemur honum ekki við. Hann stansar og lætur sem hann sé að athuga göturnar til hægri. Hún kemur á vegamótin og heldur á- fram að hlaupa áfram niður veg- inn. Nauðugur, viljugur gefur hann henni auga, og sytringurinn í líkama hans vill ekki hverfa. Svo bölvar hann í hljóði og ekur af stað. Hvað varðar hann um ein- hverja langleggjaða smáskvísu á hlaupum. Það verður í sömu andrá, að hann nær stúlkunni og Hafnar- fjarðarvagninn brunar suður veg- inn. Stúlkan snarstansar, kreppir hnefana og hristir sig alla. Hann hemlar ósjálfrátt, seilist til að opna hurðina hægra megin, svo að hún varnar stúlkunni vegarins. Stúlkan gægist inn til hans móð og másandi, há brjóstin Iyftast og falla í háttbundinni hrynjandi. Hún lítur á hann spyrjandi, næst- um reiðilega. Ég er að fara suður eftir, ef þú vilt vera með, segir hann og getur ekki haft af henni augun. Ný óþægindakennd gerir vart við sig. Ég þakka, segir stúlkan og sest inn. Maður getur aldrei reitt sig á þessa vagna. Hann ekur af stað. Nauðugur viljugur gefur hann stúlkunni auga. Óþægindakenndin vill ekki víkja. En hitinn, dæsir hún, fer úr jakkanum, leggur hann í breitt sætið milli þeirra og tösku sína ofan á, hallar sér aftur, leggur hnakkann á sætisbakbrúnina og blæs frá sér. Pilsið nær rétt niður fyrir mjaðmirnar, þegar hún er sest, hvít, ermalaus blússan kippist upp, svo bert er á milli laga. Hún hirðir hvorki um pils né blússu og þrýstinn barmurinn gengur enn upp og niður af mæði. Þetta er engin smáskvísa, hugs- ar hann, þegar hann stansar við Hafnarfjarðarveginn, þetta er hasa skutla. Hann finnur, að nánasta sam- bandið milli sín og vagnsins hefur á einhvern hátt rofnað við komu hennar, og hann kann því ekki vel. Alltaf getur hann verið jafnmikill bölvaður asni! Áður en þau koma að vega- mótunum við Engidal, spyr hann: Hvert í Hafnarfjörð? Hann vill síður aka gegnum bæinn, vonar hann komist hjá því. Hún lítur á hann, dökkbrún augun hvíla grannskoðandi á honum, og hann finnur augnatil- litið smjúga sér í merg og bein. Eiginlega ætlaði ég í Grindavík, segir hún. Hann lítur snöggt á hana, reynir að hemja augun við hrafnsvartan, stuttklipptan kollinn, sem hvílir enn á sætisbakbrúninni. Þákeyrumvið í Grindavík, segir hann. Ég þakka. Þú ert höfðingi, kalla ég-. Ég ætlaði suður, segir hann, um leið og hann beygir inn á Reykja- nesbrautina. En þegar hann tekur að aka steinsteyptan veginn, eins og hann hefur gert í draumnum nótt eftir nótt, kemst hann ekki inn í ástand draumsins. Hann finnur þetta, án þess að gera sér fulla grein fyrir því, og það veldur honum angri. Hann hefur svikið vin sinn og eft- irlæti með því að taka stúlkuna upp í; það er hún, sem truflar drauminn. Hann reynir að gleyma henni og njóta akstursins. En þrátt fyrir einbeitingu hugans, smýgur sá grunur inn í vitund hans að nú hafi hann gengið of langt; svona löng ökuferð verði fall hans. Eftir að þetta hefur flögrað að honum, í fyrsta sinn síðan hann ók út úr portinu, hefur það einkennilega lítil áhrif á hann. Þá það. Draum- inn fær hann þó alltaf. En trufl- unin kemur til sögu að nýju; stúlkan segir: Það er naumast karið, sem þú keyrir. Hún tekur tösku og jakka og leggur í aftursætið, færir sig nær honum. Er vandi að aka svona drauma- tæki? spyr hún. Nei, svarar hann og missir and- VÍKINGUR 438
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.