Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 13
Ég er kominn yfir strikið fyrir löngu Rætt við Halldór Hallgrímsson skipstjóra á Svalbak Þegar blaðamaður átti leið um Akureyri fyrir skömmu, frétti hann að Dóri á Svalbak væri í landi þessa dagana. Það var óðar slegið á þráðinn til Dóra og spurt hvort hann væri ekki til í að spjalla svolítið um lífið og tilveruna. Er- indið var auðsótt, en þó hnýtti Dóri því aftan við að hann hefði svo sem ekkert að segja. Maðurinn heitir réttu nafni Halldór og er Hallgrímsson, ætt- aður frá Dagverðará undir Jökli. Þessvegna lá beinast við að spyrja Dóra að því hvort hann hefði aldrei orðið var við æðri strauma úr Jöklinum. Hann hlær við og neitar því með öllu, um leið og hann hellir kaffi i tvær krúsir sem standa á borðinu. „En fólki í minni sveit var tíð- rætt um ýmis dulræn öfl sem voru þá gjarnan tengd Jöklinum. Mað- ur ólst upp við þetta og þótti ekk- ert athugavert þótt maður heyrði gengið um eða bankað á dyr án þess nokkur gæfi sig fram. Ég trúi ekki á drauga þótt ég vilji ekki af- neita slíku. Ég er eins og hund- arnir og hringa mig bara saman! Mér hafa ekki áskotnast neinir dulrænir hæfileikar þótt ég hafi alist upp undir verndarvæng Bárðar Snæfellsáss... er gjör- sneyddur öllu slíku. Andskota- kornið að mig dreymi nokkurn- tímann. Aftur á móti hef ég oft verið með berdreymnum mönn- um til sjós, síðast í túrnum núna um áramótin síðustu. Útlitið var nú ekkert sérlega gott í byrjun túrsins, en þá kom einn til mín og sagði að við fengjum í skipið, sig hefði dreymt fyrir því. Við yrðum bara að bíða rólegir, það kæmi ekki strax. Og það stóð heima. í fyrstunni var ekkert að hafa, en svo rættist úr því og við komum að landi með fullan bát.“ Halldór hefur starfað hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa frá ár- inu 1956, að hann lauk við Sjó- mannaskólann. Hann byrjaði sem skipstjóri á síðutogaranum Svalbak árið 1963 og síðan hafa nöfnin Halldór og Svalbakur ver- ið órjúfanleg. Flestir þekkja nú Halldór Hallgrímsson undir nafninu „Dóri á Svalbak“, og togarinn Svalbakur er sjaldan nefndur á nafn öðruvísi en minnst sé á Dóra. Þegar skuttogarinn Svalbakur kom til Akureyrar árið 1973, tók Dóri við honum. „Ég kann skínandi vel við hann,“ svaraði Dóri þegar hann var inntur eftir því hvernig skipið reyndist. „Það er ekki hægt að hugsa sér það betra. Við smíði togarans hefur verið mikið lagt upp úr því að búa vel að mann- skapnum og sú hlið málanna er öll til fyrirmyndar. Það er af sem áður var, þegar kallarnir stóðu á meðan stætt var og fleygðu sér svo kannski niður á dekkið í nokkrar mínútur. Annars hef ég nú heyrt menn vera að hrósa sér af því nú nýverið að hafa haldið sjálfum sér og mannskapnum vakandi í 72 tíma. VÍKINGUR 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.