Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 35
byggst upp á fiskveiðum. Hauga-
nesbúar eru dugmiklir sjómenn
sem hafa verkað afla sinn sjálfir,
og gera enn. Aftur á móti eru litlir
atvinnumöguleikar fyrir kven-
fólkið, nema þá í fiskvinnu. Ein-
mitt sú staðreynd stendur kannski
í vegi fyrir örari uppvexti plássins,
ásamt því að skammt er að sækja
til stærri staða, svo sem Dalvíkur
og Akureyrar. Ekki tekur nema
tæpan hálftíma að skjótast til
Akureyrar og ennþá styttra er til
Dalvíkur.
Því má með sanni segja að at-
vinnuöryggi sé ekki mikið á
Hauganesi fremur en öðrum
stöðum sem eiga allt sitt undir
fiskveiðum.
1 dag eru gerðir út fjórir bátar
sem stunda netaveiðar. Allur afli
Að lokinni aðgerð. Bræðurnir Halldór og Níels Gunnarssynir eigendur Níelsar Jóns-
sonar EA 106. Lengst til hægri: Jóhann Antonsson landmaður.
er verkaður í salt og skreið en lifr- skógssand þar sem lifrarbræðsla
ina er farið með út á Litla-Ár- er fyrir hendi.
Allur afli er verkaður í salt og
skreið líkt og á Hauganesi og taka
sjómennirnir þátt í að verka afl-
ann eftir að bátarnir eru komnir
að landi.
Litli-Árskógssandur er einn af
örfáum ferjubæjum á landinu, en
þangað kemur ferjan frá Hrísey á
hverjum degi. Á sjávarkambinum
skammt frá bryggjunni stendur
mikill og veglegur bílafloti sem er
í eigu Hríseyinga. Eyjarskeggjar
hafa þann háttinn á, að þeir skilja
bíla sína eftir í landi þegar þeir
fara út í eyju.
Árið 1964 var gert töluvert átak
í hafnarframkvæmdum á Sandin-
um. Eins og málum er háttað í dag
geta þeir fjórir bátar sem þaðan
eru gerðir út, legið við hafnar-
garðinn. En geri vonskuveður
verður oft að fara með bátana í
öruggari höfn. Þá er gjaman farið
til Dalvíkur.
35
Skammt utan við Hauganes
stendur annað sjávarpláss sem á
sér mjög svipaða sögu og Hauga-
nes. Það er Litli-Árskógssandur
eða „Sandurinn“ eins og staður-
inn er kallaður í daglegu tali. Þar
búa tæplega hundrað manns sem
hafa atvinnu af fiskveiðum. Þaðan
eru gerðir út fjórir bátar af
stærðargráðunni 30 til 60 tonn.
Svavar Guðmundsson útgerðarmaður á Litla-Árskógssandi. í baksýn má sjá Hríseyjar-
ferjuna Sævar liggja við bryggju.
VÍKINGUR
Litli-Árskógssandur