Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 61
Steinar Sigurjónsson:
Hár í heilt líf
Nú jæja, þá má segja frá stund
einni á siglingu frá Indlandi
norðvestur á haf.
Við Christy og John héldum til
barsins og settumst við borð sem
ég var vanur að sitja við, lítið borð
útí horni. Við létum fara vel um
okkur um stund og ræddum
þægilega um þessa siglingu okkar.
Klukkan var ekki nema við tíu, og
þess vegna var fátt manna á barn-
um. Þeir sem sátu hér núna voru
líklega þeir sem drukkið höfðu í
nótt og komu nú til að drekka af
sér ónot, eða þeim sem dagurinn
þessi var dagurinn á eftir nóttinni
á undan, eins og menn kalla
stundum daginn eftir að þeir hafa
sóðað í sig víni.
Ég var með þyrsta heimþrá og
fannst þægilegt að sitja þarna og
heyra lágvært tal þeirra sem sátu
við næstu borð, ógreinilegt tal og
þar með eitthvað fjarrænt; og ef
þetta lágværa tal var róandi átti
það ef til vill eitthvað skylt við þá
sefjun sem maður finnur aldrei
nema fyrir tilstilli fólks sem hóp-
ast hefur: af því kemur mennskur
ómur og manni virðist því líkast
sem hann berist úr fjarska, en er
þó svo nærri að maður getur einatt
flúið til hans; eða þá að maður
finnur hann ekki nema endrum og
eins hafi maður ekkert að óttast.
Orð okkar fóru brátt að verða
eitthvað ölvuð í sniðum og við
fundum ekkert út á það, sem betur
fór, og létum allt gott heita.
Ekkert skiptir máli, sagði John.
Kallaðu á þjóninn Christy.
Ég er einn þeirra stöku manna
sem ekki er trúlaus, sagði ég. Svo
mér hefur gengið fremur illa að
fóta mig á Eróni, raunar komið
VÍKINGUR
mér í ólempni fyrir það eitt að ég
reyndi að skrifa heiðarlegan texta
um ævi mína og gaf hann út í bók.
Ég er einmitt að tala um Djúpið
sem ég hef sýnt ykkur kafla úr í
þýðingu okkar Susan nokkurrar
Berry. Æ, svo sem ekki merkileg
bók, en vissulega hin eina bók mín
sem er þess virði að ég semji hana
upp á nýtt.
Hvað kemur það guði við?
Mér var bjargað fyrir það að ég
var með hár, og hana nú!
Hvað kemur það guðstrúnni
við, í guðanna bænum!
Mér var ekki ætlað að vera með
hár, en var með það, og þar með er
þetta orðið nokkuð trúarlegs eðlis.
Hvílíkt heilsufar, og fá svo þetta
á sig! Áttir ekki að vera með hár?
Hvert fór hárið?
Það fór ekkert; um hvað ertu að
tala John! Eða ræð ég ekki við
enskuna í þetta? Hvert hárið fór?
Ekkert, hreint ekkert.
Varstu með hár eða varstu ekki
með hár!
Móðir mín blessunin gaf mér
peninga fyrir klippingu, hvað eftir
annað, en ég keypti jafnan gott og
lét aldrei klippa mig, svo það má
segja að guðirnir hafi elsku á mér,
það máttu vera viss um.
Ég er nógu timbraður af hugs-
unum um orð þótt þú sért ekki að
troða í mig fleiri orðum. Keypt-
irðu guð, eða hvað á ég að halda?
Nei John. Er ég kannski farinn
að villast í tali?
Elskaðu alvöruna Steinar.
Segðu það sem satt er!
Þegar ég var sjö ára, drukknaði
ég-
Hvað ertu að segja! sagði
Christy mjög hrifin, því hún bjóst
við að ég væri að segja lygasögu.
En fallegt!
Ég sökk tvisvar — eða kannski
tuttugu sinnum? En að lokum var
gripið í hár mitt, og hana nú.
Skiljiði mig nú?
Það er ekki hægt að skýra neitt
með svona orðum, þau eru of
mikið á stangli til þess, sagði John.
Drukkna, mamma, klippa, haf,
hár. Hvernig geturðu ætlast til að
maður komi þessu saman?
Hvernig á ég þá að segja ykkur
frá ævi minni og drukknun?
Skiptir hún nokkru máli?
Já John, sagði ég. Þeir sem voru
vitni að þessu mundu sjálfsagt
nefna brot úr slagi, en ég hugsaði
þúsund sinnum hraðar en í dag-
vitundinni og lifði raunar alla ævi
í svipleiftrinu. Og þegar þar við
bætist að mér fannst ég hafa haft
nóg af tíma fyrir hverja hugsun,
svo að ekkert lá á — hvað á ég þá
að segja?
Ekkert. Hreint ekkert, sagði
John. Það er allt sagt, allt lifað, úr
því það var þannig, svo þú þarft
ekki meir en minninguna um lifið
í öðru lífi. Bara vera þar.
Það geri ég líka.
Hættu þá að segja orð.
En dýrlegt! sagði Christy. Ert
þar?
Já.
Með hár? spurði John.
Eins og þú sérð, sagði ég.
Og hvað um — tímann? spurði
John. Hvert fór tíminn?
Ég veit það ekki. Hann var ekki
þarna.
Það er og.
Ég makindaði mér einmitt í ró
hins nóga horfna tíma og þeirri
fullu sælu sem lífið getur fundið.
61