Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 36
Það má segja að hafnarmann-
virki bæði á Hauganesi og Litla—
Árskógssandi séu ófullnægjandi.
Á árum áður var mikið rætt um
það að koma upp einni góðri höfn
fyrir báða staðina, en menn gátu
ekki komið sér saman um á hvor-
um staðnum hún átti að vera.
Þessvegna komst þessi hugmynd
Gamla góða merkið
Ptretorn
Merki stígvélanna sem sjó-
menn þekkja vegna gæð-
anna.
Fáanleg:
Með eða án trésóla.
Með eða án karfahlífar
Stígvélin sem sérstaklega
eru framleidd með þarfir
sjómanna fyrir augum.
EINKAUMBOÐ
JÓN BERGSSON
H/F
LANGHOLTSVEGI 82
REYKJAVÍK
SÍMI36579
Þau eru mörg handtökin við þorskinn áður en hann er settur í pottinn eða á pönnuna
suður í Grikklandi. Hér eru Sólrúnarmenn á kafi i aðgerð. Lengst til hægri er Gunn-
laugur Konráðsson, en hann er umboðsmaður Víkings á Litla-Árskógssandi og nágrenni.
aldrei lengra en á umræðustigið.
Þó hefði sú þróun verið ákaflega
æskileg í stað þess að hafa tvær
ófullkomnar hafnir innan sama
hrepps.
Á Litla-Árskógssandi gerir
fyrirtækið G.Ben s/f út tvo báta,
Sæþór og Arnþór. Svavar
Guðmundsson, sem er einn af
eigendum fyrirtækisins og sér um
fiskverkunina, tjáði mér að af-
koma útgerðarinnar hefði verið
all góð á undanförnum árum. Það
þakkaði hann fyrst og fremst því
að menn verkuðu afla sinn sjálfir
og kæmust þannig næst því að fá
raunverulegt verð fyrir fiskinn.
Hið háa verð sem verið hefur fyrir
skreiðina að undanförnu hefur
líka haft mikið að segja.
„Yfir sumarið hefur verið
miklum erfiðleikum bundið fyrir
okkur að fá ís,“ sagði Svavar. „Við
höfum þurft að fara ýmist út á
Dalvík eða inn á Akureyri, það er
að segja ef við höfum þá fengið
nokkum ís. En nú stendur þetta til
bóta. Við höfum fest kaup á ísvél í
samvinnu við Sólrúnu, sem er
annað útgerðarfyrirtæki hér, og
þá verður þetta allt miklu þægi-
legra. Á veturna eru bátarnir
gerðir út á net, en á sumrin höfum
við bæði veitt rækju og verið með
netin. Línuveiðar hafa ekki verið
stundaðar héðan í mörg ár.“
Engin verslun er á Litla-Ár-
skógssandi. En hægt er að panta
vörur frá kaupfélaginu á Hauga-
nesi sem síðan sendir þær þrisvar í
viku.
„Ef það er eitthvað sérstakt sem
vantar, þá skjótast menn bara til
Dalvíkur eða inn á Akureyri,“
sagði Svavar.
Um kvöldmatarleytið fóru bát-
arnir að koma að. Afli var með
tregara móti og hljóðið í köllunum
í samræmi við það.
„Þetta helvíti er ekki nokkru
líkt,“ sagði einn sjómaðurinn við
mig um leið og hann losaði úr
málinu á bryggjunni. „Einn dag-
inn er ágætis afli en svo fæst
kannski ekki bein úr sjó næsta
dag!“
— Hvernig ætli standi á því?
„Standi á því? Spurðu þessa
andskota fyrir sunnan, þeir ráða
þessu öllu!“
Já, mikill er máttur þeirra fyrir
sunnan. Það verður aldrei af þeim
skafið!
36
VÍKINGUR