Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Page 27
Grenivík — Hvar er Grenivík eiginlega? spurði mig fullorðinn maður, þeg- ar ég sagðist hafa verið þar á ferð í byrjun mars. í fyrstunni hélt ég manninn vera að grínast, en við nánari athugun kom í ljós að svo var ekki. Ef svo ótrúlega vildi til að ein- hver lesandi Víkings væri að dóla á svipuðu þekkingarstigi og áður- nefndur maður, er hægt að fræða hann á því að þorpið Grenivík stendur austanvert við utanverðan Eyjafjörð og tilheyrir því Þing- eyjarsýslu. Þar búa nú um þrjú- hundruð manns, sem byggja af- komu sína nær eingöngu á sjónum. Frystihúsið er nú orðið miðpunkt- ur atvinnulífsins og þama rekur KEA verslun sem dafnar vel að sögn kunnugra. í stórum dráttum er saga Grenivíkur lík sögu annarra sjávarplássa á íslandi. Um síðustu aldamót taka djarfir sjósóknarar að reisa búðir sínar á sjávar- kambinum. Þarna þótti gott að búa, því skammt var á fengsæl fiskimið og kndið gjöfult. Meira varð ekki á kosið. Fjölskyldumar stækka og fleiri koma í kjölfarið; vísir að þorpi myndaðist við vík- ina sem stendur opin mót norðri. Auknar kröfur og breyttir tímar kalla á hafnarframkvæmdir. Og þegar bryggjusporðurinn sér dagsins ljós, halda menn að há- punkti tilverunnar hafi verið náð. Að geta landað afla sínum við bryggju er mikil framför, enda þótt alla báta þurfi annaðhvort að draga á land eða fara með út á legu um leið og vindur blæs. Og það er ekki svo sjaldan. En tíminn stansar ekki á Grenivík frekar en öðrum stöð- um. Þegar fram líða stundir koma stærri bátar, það heyrast raddir um að nú þurfi að byggja varan- lega höfn ef byggð eigi að haldast og Grenvíkingar eigi ekki að dragast aftur úr í þróuninni. Þetta vita allir Grenvíkingar, en ráða- menn fyrir sunnan dýrka sinn eigin nafla líkt og fyrri daginn; aka niður að Sundahöfn á kvöldin og dást að Esjunni. Á meðan uppgangur var mikill í öðrum sjávarplássum við Eyja- fjörð, var stöðnun í flestum hlut- um á Grenivík, mestanpart vegna hafnleysis. Það var ekki fyrr en samþykki fékkst fyrir því að byggja þar varanlega höfn, að tímahjólið tók aftur að snúast. Og þá tók það líka kipp sem um munaði. Hlutafélag var stofnað um byggingu frystihúss, sem tók til starfa árið 1968. Og einmitt þar má með nokkrum rétti setja skilin milli gamla og nýja tímans. Frá því frystihúsið byijaði að taka á móti fiski hefur þróunin orðið ör á Grenivík. Ungt fólk lætur nú í sí- auknum mæli af þeim leiða vana að flytja burtu. Fjöldi húsa hefur risið af grunni á síðustu 10 til 12 árum og gæti ókunnur ályktað sem svo að þama stæði splunku- nýtt þorp við víkina. Svo áberandi er þessi nýja byggð, sem saman- stendur af einbýlishúsum í Amamesklassa. Annríki til munns og handa Að sjálfsögðu eru bryggjurnar miðpunktur alls sem er á Greni- vík. Þar var mikið um að vera í byrjun marsmánaðar þegar undirritaður átti leið þar um. Stóru bátamir tveir, sem eru gerðir út frá Grenivík, voru að skipta yfir á þorskanetin. Þeir reru með línu frá áramótum og fiskuðu vel. Smærri bátamir dummuðu annað hvort uppi á kambinum 27 Höfnin og frystihúsið á Grcnivík. Sjálft þorpið stcndur upp af víkinni og sést ekki á þessari mynd. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.