Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 48
Beðið eftir að kallinn gefi skipun um að láta drekann fara. Á meðan er tækifærið notað til
að blóðga. Garðar Ægisson og Brynjólfur Oddsson. Magnús Hafsteinsson grúfir sig yfir
þorskinn.
hef nú aldrei prufað það . . . að
minnsta kosti ekki með gúmmí-
vettlingum!
Jarls þáttur af Móafelli
Þegar nálgaðist hádegi fór ég að
velta því fyrir mér hvað „Jarlinn
af Móafelli“ ætlaði sér að hafa í
mat. Hann hafði verið úti á dekki
allan morguninn og djöflast eins
og berserkur í úrgreiðslunni,
þannig að ég gat ekki ímyndað
mér að hádegisverðurinn yrði upp
á marga fiska. Kannski hefði hann
hreinlega gleymt að búa til mat-
inn.
Og þegar klukkan var að verða
tólf benti ekkert til þess í eldhús-
inu að maður ætti að fá einhvem
matarbita. Einu merkin um mat
voru tvær baunadósir frá Ora sem
stóðu skorðaðar við eldavélina;
það yrðu svona fimmtíu baunir á
kjaft.
Það var kannski ekki hægt að
ætlast til þess að Jarlinn hefði
mikinn tíma til að elda, þegar
hann var úti á dekki allan tímann.
Hann rétt skaust inn í borðsal á
milli trossa eins og aðrir. Og sá
tími nægði varla til að skvetta í sig
kaffi úr einni krús, hvað þá að
vinna stóra sigra á sviði matar-
gerðarlistar.
Afli hafði verið þokkalegur í
tvær síðustu trossurnar og nú
hafði ég sett markið upp í 6 tonn.
Það var auðvitað fyrir mestu að
maður fengi í soðið þótt enginn
væri til þess að sjóða. . . þótt
maður fengi kannski ekki annað
en grænar baunir í hádegismat.
Klukkan var hálf eitt þegar bú-
ið var að leggja trossuna og þá var
gefið matarhlé.
Ég stóð uppi í brú og var ekkert
að flýta mér í grænu baunirnar;
var orðinn afsvangur og búinn að
sætta mig við að halda maganum
gangandi á kaffi það sem eftir var
dags.
Loks drattaðist ég niður, svona
rétt til að vera ekki félagsskítur
48
um borð og neita að taka þátt í
baunaátinu; ég sá fyrir mér hel-
vítis baunimar veltast á diskinum
og strákana elta þær með gafflin-
um. Eða kannski yrði maður lát-
inn borða þær með prjónum?
En það voru ekki veltandi
baunir sem ég sá þegar ég kom í
dyrnar í borðsalnum. Sú sjón sem
mætti mér kom mér jafn mikið á
óvart og við hefðum fengið sjón-
varp í netin.
Þama sátu strákamir hlið við
hlið og hámuðu í sig feitar og
safamiklar lærissneiðar með til-
heyrandi meðlæti sem stóð í háum
hraukum á borðinu. Það glansaði
á brúnaðar kartöflumar eins og
nýlesnar ferskjur við Miðjarðar-
hafið, sósan var dýrlegur grautur
sem mann langaði mest til að
stinga sér í.. . og það sem meira
var: Baunirnar frá Ora féllu svo
snilldarlega inn í umhverfi sitt, að
þær líktust einna helst iðjagræn-
um túnum mitt í hlíðum Gósen-
landsins.
„Nei, hvert þó í heitasta!“ varð
mér að orði og starði opineygur á
kokkinn. „Hvenær hafðirðu tíma
til að steikja þetta?“
Greifinn brosti út í annað, sem
benti til þess að réttirnir væru ekki
nema þrír og hann væri hálf
óánægður með afraksturinn.
Honum var ekki gefið færi á að
svara.
„Blessaður vertu, hann þarf
ekki nema tíu mínútur til að búa
til svona mat. Þú ættir að sjá
krásirnar þegar hann hefur góðan
tíma til að matbúá!"
Þegar ég fór að borða skildi ég
það sem Matthías hafði sagt við
mig kvöldið áður, þegar talið barst
að eldamennsku Jarlsins af Móa-
felli:
„Ég get bara sagt þér það
drengurminn, að kokkamir á
Hótel Loftleiðum eru gufur sam-
anborið við Jarlinn!“
Mettur og vel á mig kominn
stóð ég uppi í brú það sem eftir var
dags og fylgdist spenntur með
aflanum. Mér hafði tekist að naga
allar neglur upp í kviku og var nú
byrjaður á skinninu í kringum
þær. Fiskiríið gaf mér ýmist tæki-
færi til að bölva helvítis tregðunni,
eða blessa þá fáu neista sem
komu.
En ekkert virtist hagga ró
Matthíasar. Hann stóð við stjórn-
VÍKINGUR