Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 51
Helstu breytingar
á bátakjarasamningi
Eins og kunnugt er, tókust
samningar um kaup og kjör á
bátum 25. febrúar s.l. eftir
langt samningsþóf, og höfðu
þá launaliðir samninganna
verið lausir hjá flestum félög-
um síðan í mars 1978, en
samningamir í heild lausir
síðan 1. nóvember 1978. Hér á
eftir er gerð grein fyrir helstu
breytingum á samningunum,
en þar sem þess hefur þótt
þurfa við til glöggvunar eru
teknar heilar greinar samn-
ingsins með áorðnum breyt-
ingum.
Launagreiðslur milli
veiðitímabila o.fl.:
Á þeim skipum sem stunda úti-
leguveiðar með botnvörpu, línu
eða netum skulu skipverjar hafa
frí við löndun. Á togskipum 160
rúml. og minni skulu skipverjar
landa aflanum, hafi veiðiferð tek-
ið 3 sólarhringa eða styttri tíma,
enda fái þeir þá vinnu greidda
með Kr. 80,00 fyrir hverja smálest.
Taki veiðiferð lengri tíma en 3
sólarhringa, er þeim heimilt að
landa aflanum, enda fái þeir sömu
greiðslu.
Um tryggingartímabil
og uppsagnarfrest:
1. Hver almanaksmánuður er
sérstakt kauptryggingartíma-
bil.
2. Hefji skip veiðar eftir 15. hvers
mánaðar og nái aflahlutur ekki
kauptryggingu á næstu mánað-
VÍKINGUR
armótum, þá skulu þeir dagar
teljast með kauptryggingar-
tímabili næsta mánaðar á eftir.
3. Á skuttogurum telst hver veiði-
ferð sérstakt kauptryggingar-
tímabil. Veiðiferð telst hafin er
togari leggur úr höfn og henni
telst lokið er togari kemur til
löndunar og samningsbundnu
hafnarfríi er lokið. Að loknu
hafnarfríi mega líða 7 dagar án
sérstakrar kaupgreiðslu og á
vinnuskyldu. Áð þeim tíma
liðnum skal greiða kauptrygg-
ingu, enda sinni skipverjar
samkvæmt beiðni 8 tíma
vinnuskyldu á dag við skipið
innanborðs og búnað þess.
Þurfi skipstjóri eða stýrimaður
að vinna við skip eða hafa eft-
irlit með því á fyrstu 7 dögum
skal greiða honum kaup eftir
vinnureikningi, skv. tímakaupi
eins og ákveðið er í samningi
þessum.
4. Á öllum skipum sem selja afla á
erlendum markaði telst hver
veiðiferð (söluferð) sérstakt
kauptryggingartímabil.
5. Nýtt kauptryggingartímabil
tekur ekki gildi, þótt skipt sé
um veiðarfæri.
6. Heimilt er að ráðningartími
skipverja sé ákveðinn við ráðn-
ingu, enda sé það tekið fram
við lögskráningu hverju sinni.
7. Stöðvist skip annað en skuttog-
ari af öðrum ástæðum en þeim
að veður hamli veiðum, skal
greiða viðkomandi skipverjum
skv. 1. málsgr. 27. greinar fyrir
þá daga sem eru umfram 8,
miðað við 40 stunda vinnuviku,
enda hafi ráðningu eigi verið
slitið. Greiðsla þessi kemur til
viðbótar við aflahlut, ef um
hann er að ræða á viðkomandi
kauptryggingartímabili, en
fellur niður ef aflahlutur nær
ekki kauptryggingu.
8. Sé skip á veiðum þegar nýtt
kauptryggingartímabil hefst,
skal afli þeirrar veiðiferðar
skiptast á milli tímabila á þann
hátt, að afla skal skipt jafnt á
hvern dag frá því að skipið fór á
veiðar, og þar til það kemur úr
veiðiferð á ný.
Um löndunar- og hafnarfrí:
Á öllum skipum er stunda veið-
ar með botnvörpu, línu eða netum
og eru í útilegu og ísa eða salta
aflann um borð og landa innan-
lands eða utanlands skuli skip-
verjar hafa hafnarfrí í 24 klst. eftir
hverja veiðiferð.
Sama gildir einnig um skip sem
eru á spærlingsveiðum.
Eigi er skylt að hafa hafnarfrí í
24 klst. ef veiðiferð tekur skemmri
tíma en 5 sólarhringa en hafnarfrí
skal þó eigi vera skemmri tími en
tekur að skipa upp aflanum og
búa skip í næstu veiðiferð. Hafn-
arfrí skal þó aldrei vera skemmra
en 6 klst.
Sé skip á rækjuveiðum fjarri
heimahöfn og ísi aflann um borð,
og áhöfn ekki komið til heima-
hafnar í 3 vikur (21 dag) skal þá
veita þeim er samningur þessi
tekur til 2 sólarhringa frí í heima-
höfn. Útgerðin greiði ferðakostn-
að til og frá heimahöfn, og frítaka
telst hafin þá komið er til heima-
hafnar.
Séu veiðar stundaðar um lengri
51