Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 25
á annað troll. Ég furðaði mig á því
hvað það gekk fljótt og vel.
Töluverð rækja hefur verið í
trollinu í dag og náði ég mér í
svolítinn skammt. Svo plataði ég
strákana til að ná í meira fyrir mig
í næsta holi, en þá tókst ekki betur
til en svo að engin rækja kom upp.
Svo ég verð bara að bíða og sjá.
Við hringdum heim í dag og þar
virðist allt vera í himnalagi.
Laugardagur 25. júní
Dagurinn í dag hefur verið all-
góðúr afladagur. En aflinn er ein-
tóm grálúða. Heldur er að léttast
brúnin á köllunum. Nú er nóg að
gera.
Ég skrapp augnablik niður í
móttökuna í gærkveldi og annan
eins óþef af fiski hef ég aldrei
fundið! Mér varð hálf bumbult af
fýlunni og fann hana lengi eftir að
ég kom aftur upp.
Veðrið hefur verið ágætt; fyrst
þoka, en svo birti til og gekk á með
éljum. Undir kvöldið var komið
bjart og fallegt veður.
Fyrir hádegið sáum við hvala-
vöðu. Við nánari athugun reynd-
ust þetta vera búrhveli. Þeir voru
svo rólegir að þeir hreyfðu sig ekki
fyrr en skipið var komið fast að
þeim. Þá skvettu þeir sporðunum
og hurfu í djúpið. Þetta eru ótrú-
lega stórar skepnur og virðast hafa
verið þama á grálúðuveiðum eins
og við.
Sunnudagur 26. júní
í nótt var ágætt fiskirí. Nú erum
við komin ennþá nær ísnum. Það
er gaman að virða fyrir sér hafís-
jakana misjafna að stærð og lög-
un, og litbrigðin frá hvítu og út í
djúpgrænt og dimmblátt. Hægt er
að ímynda sér heilan ævintýra-
heim ef maður stendur nokkum
tíma og skoðar jakana.
Þá hef ég verið að fylgjast svo-
lítið með múkkanum. Hann er
bráðsniðugur við að ná sér í æti.
Hann virðist alveg vera orðinn
VÍKINGUR
háður skipunum með fæðuöflun
sína. Þessir fuglar koma fljúgandi
og setjast á sjóinn við skipið
framanvert. Svo bíða þeir á með-
an skipið skríður fram hjá þeim,
þar til komið er aftur undir skut
þar sem slóginu er kastað. Þar
hefst veisla sem stendur langt aft-
ur eftir kjölfarinu. En þá taka þeir
sig aftur upp og fljúga í stóran
sveig fram fyrir skipið. Og svo
bíða þeir.
Þama eru þeir hundruðum
saman sem fara þessa hringferð.
Fuglamir virðast vel á sig komnir
og sumir eru jafnvel sílspikaðir.
í dag fórum við inn í ísinn og
hefur verið togað þar frá því um
hádegi. Veðrið hefur verið mjög
fallegt, logn um allan sjó á milli
jakanna, sem sigldu fram hjá líkt
og hvítar borgir með grænbláum
gluggaflötum. Mjög fallegt fyrir
augað, en ekki eins gott fyrir sjó-
farendur.
Þegar líða tók á kvöldið
minnkaði fiskiríið. Þegar trollið
var tekið inn um klukkan 23.30,
var það alveg rautt af rækju.
Strákamir hjálpuðu mér að ná í
fulla fötu og svo stóð ég í lengri
tíma við að slíta rækjuna. Þama
náði ég í um tvö kíló af góðri
rækju sem ég setti í frysti.
Mánudagur 27. júní
Þetta hefur verið mjög rólegur
dagur. Þó lifnaði yfir fiskiríinu
eftir hádegið, en þá vorum við
komin á Strandagrunnshom. Afl-
inn var að mestu þorskur, nokkuð
góður.
Nú eru kassamir að verða búnir
en þó fáum við ekki löndun fyrr
en á fimmtudag.
Þriðjudagur 28. júní
Sæmilegt kropp í nótt, en nú eru
skipin að fá heldur smærri fisk.
Færðum okkur til og fáum þar
vænni fisk, en ekki í eins miklu
magni og áður. Nú eru allir kassar
orðnir fullir og kallinn hamast við
að fiska það sem strákarnir kalla
montfisk.
Miðvikudagur 29. júní
Þegar ég vaknaði í morgun
vorum við úti af Skagafirði á
heimleið. Ég fann strax að skipið
hreyfðist öðruvísi en það hafði
gert, enda var nú kominn kalda-
skratti eins og Dóri kallaði það.
En þetta var nú rok að mínu mati.
Svona er þetta innfjarðarfólk.
Það veit ekkert hvað íslensk veðr-
átta er!
Mér var nú ekkert sama um
þessa breytingu og fann fyrir smá
óþægindum. Það var skrýtið að
vera á heimleið eftir tólf daga
veiðiferð og þá fyrst finna fyrir
sjóveiki.
Við komum að bryggju á
Akureyri klukkan 14.00 með full-
fermi.
Ég vil þakka öllum þeim, sem
voru um borð í b/v Svalbak í
þessari veiðiferð, fyrir samveruna
og skemmtunina. Ég hafði mikla
ánægju af að kynnast starfi þeirra
og lífinu um borð.
Stjáni fór á sjó með félögum
sínum og dró stærðar steinbít.
Steinbíturinn var ekki lengi að
læsa tönnunum í tærnar á öðrum
fæti Stjána. Félagar hans losuðu
steinbitinn, en þar sem Stjána leið
mjög illa eftir þessa óþægilegu
reynslu, var honum skenkt ríflega
af sjússum er í land var komið.
Eftir drykklanga stund slagaði
Stjáni af stað heim. Hann gekk
með annan fótinn upp á gang-
stéttinni, en hinn ofan í göturenn-
unni.
„Fjandans steinbíturinn“, tuld-
aði hann, „hann hlýtur að hafa
bitið mig meira en ég hélt fyrst,
báðar lappir voru jafnlangar þegar
ég fór á sjóinn.
25