Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 56
heilan mánuð, sagði Táningur. Það var ergelsi í röddinni. — Já. Áður fyrr höfðu menn nótabáta, bassaskýli og enga síld síðustu árin. Nú eru engir nóta- bátar eða bassaskýli en nóg síld. Þú átt ekki að vera að óska eftir brælu, sagði Gráskeggur. — Einhvern tímann verða menn að eiga frí. — Það er aldrei frí til sjós. Bara strit og svefn og svo nokkrar kringlóttar til að kaupa brennivín fyrir. — Maður verður þó að hafa tíma til að drekka brennivínið. Fjandinn hafi það, sem ég fer á síld aftur. — So-o. Þetta sagði ég eitt sinn fyrir mörgum árum, ég man ekki hve mörgum, en það er langt síð- an. En ég fór aftur og afturog þess vegna er ég hér. Svona er nú lífið, rétt eins og óráðin gáta. — Þú hefur nú kannski viljað komast á ball, þegar þú varst ungur eða hvað? — Ekki neita ég því og oft komst maður á ball. Það gerðu blessaðir nótabátarnir. Gráskegg- ur glotti til Tánings, svo hélt hann áfram: — Það voru líka böll í lagi. Dansað í yfirfullum húsum og allt endaði með general slagsmálum. Þá fékk margur tignarlegt glóðar- auga og ókeypis tanntöku, minn kæri. Það hnussaði í Táningi. — Ég fíla nú ekki svoleiðis. Ég vil hafa notalegheit, vil fá að drekka mitt bland í friði og húkka í stelpu. Gráskeggur hló. — Ég skil. Þig er farið að langa að fá á oddinn. Vaknar rennblautur á maganum á hverri nóttu. — Er það svo undarlegt. Ég fæ enga fullnægingu í slagsmálum. — Maður kunni svo sem tökin á gentunum hér áður fyrr, þó maður hefði gaman af dálitlum handa- lögmálum. Nei, það er engin 56 breyting á því, þótt annað hafi verið stokkað upp. — Mikið var. Það vottaði fyrir hæðni í rödd Tánings. Svo varð þögn um stund. Vakt- félagarnir horfðu út i ljóshaf borgarinnar. Utan úr áttleysunni barst slitrótt tónlist úr gjallarhomi einhvers bátsins. Það var Lúxem- borg með Fats Domínó. Sjór var að aukast og það skolaði orðið inn um lensiportin. Gráskeggur vék frá glugganum, gekk að rattinu of horfði upp í kompásinn. Síðan dumpaði hann á barómetið, en settist svo í stólinn við asdikið. — Já, flest annað hefur breyst, sagði hann hægt og svona eins og við sjálfan sig. — Nú standa menn ekki lengur uppi í bassaskýli og góna út um allan sjó eftir vaðandi torfum eða mori. Nei, nú sitja menn bara á rassgatinu og glápa á mælinn og bíða eftir því, að hann ýlfri á torfu. Já, bara glápa á apparatið og bíða eftir svartri klessu á pappírinn. Þetta er víst það sem spekingarnir kalla fram- vindu tilverunnar. Hún er eins og óráðin gáta. Gráskeggur þagnaði. Táningur gerði enga athugasemd við þessa heimspeki, heldur kveikti sér í annarri sígarettu, blés grábláum reyknum út um gluggann, þar sem kaldinn tætti hann í sig. Stjöm- umar sáust ekki lengur, það var orðið alskýjað. Elnhver ósýnileg hönd hafði dregið tjöldin fyrir glugga himinhvolfsins. Báturinn valt orðið þungt. Reglubundinn hjartsláttur vélarinnar barst neðan úr vélarrúminu, annars var nota- leg kyrrð. — Mér er alveg sama. Ég fer ekki á síld aftur, aldrei á sjó meir. Það er eins og í fangabúðum, sagði Táningur loks. — Uss, blessaður vertu. Nú er gott að vera til sjós, bátarnir orðnir svo stórir. Eitt sinn var ég á 30 tonna pung á snurpu. Það voru átján kallar um borð og tveir um kojuna. Nú eru ekki nema tveir til þrír í klefa og hægt að fara í bað, sagði Gráskeggur. — Það er nú hægt í landi líka, ansaði Táningur snöggt. Það kumraði eitthvað í Grá- skegg, en hann sagði ekkert frek- ar. Allt í einu skellti yfir skúr. Stórir dropar runnu niður rúð- urnar og nokkrir ruddust inn um opinn gluggann, sem Gráskeggur sat við og sumir ofan um háls- málið á skyrtunni hans. Hann þaut á fætur og skaut upp krypp- unni eins og köttur. — Naumast er það, sagði hann og rykkti upp rúðunni. Það var ekki að sjá, að hann hefði marg sinnis staðið í bullandi ágjöf úti á dekki. En svo settist hann mak- indalega í stólinn, krosslagði handleggian og sagði: -— Ef þú átt kærustu, þá er at- hugandi fyrir þig að hætta. Kvæntir menn ættu líklega ekki að vera sjómenn. — Ég á ekki beint kærustu, en ég er búinn að vera á föstu nokkra mánuði. — Bróðir minn, sem var tíu ár- um yngri en ég, fór í hafið og konan stóð ein uppi með þrjú börn. Nei, sjómenn eiga ekki að kvænast. — Átt þú kellingu, ég meina konu? — Ég átti konu, sem náttúrlega er orðin kelling nú. Það blessaðist ekki. Það var að vísu ekki ein- göngu sjómennskunni að kenna, ég var dálítið blautur. En Gunna sagði aldrei neitt. Hún átti betra hlutskipti skilið en eiga óreglu- saman sjómann. — Gaf hún þig upp á bátinn? — Hún Gunna, nei, það gerði hún ekki. Hún umbar mitt líferni sjálfsagt allt of lengi. Við fjar- lægðumst hvort annað eins og fólk með ólík lífsviðhorf hlýtur að gera. Við höfðum ekki sama snúningshraða. — Þér hefur kannski aldrei þótt VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.