Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 37
Dal Iví k Á Dalvík hefur smábátaútgerð farið mjög vaxandi á undanfömum árum líkt og í öðrum sjávarpláss- um við Eyjafjörð. Þótt afli hafi ekki verið tiltakanlega mikill, hef- ur afkoma þessara báta verið góð. Heildarafli þeirra er kannski helmingi eða allt að þriðjungi minni en báta fyrir sunnan land, en samt blómstrar útgerðin. Leyndarmálið að baki þessarar velgengni felst fyrst og fremst í því að útgerðirnar hafa sjálfar verkað allan afla í stað þess að leggja hann upp í frystihúsi. Eftir að Nígeríumarkaðurinn opnaðist hefur verið hægt að nýta aflann mun betur; hver einasti þorskhaus er hengdur upp og þurrkaður, og fyrir dyrum stendur að þurrka hryggina og flytja þá út. Einnig hefur verð á skreið verið mjög hagstætt að undanförnu. Þeir Dalvíkingar sem stunda útgerð eru almennt sammála um, að enginn grundvöllur sé fyrir út- gerð smábáta nema hægt sé að verka aflann sjálfur. Dalvík. VÍKINGUR Frá Dalvík eru nú gerðir út tveir skuttogarar, Björgvin og Björg- úlfur. Þeir sjá frystihúsinu fyrir hráefni. Þriðji skuttogarinn Dal- borg hefur aðallega verið gerður út á rækju, en einnig á þorsk. Rækjan er unnin í Rækjuvinnsl- unni á staðnum. Auk togaranna eru gerðir út margir „smábátar“ (15 til 20 tonn), og á sumrin eru trillurnar settar fram og færarúll- urnar smurðar. Ef einhverntímann yrði skrifuð útgerðarsaga Dalvíkur, þá yrði áttundi áratugurinn talinn ára- tugur smábátaútgerðar. í kringum 1970 var ljóst að lítil framtíð væri í því fyrir sjómenn að vera á stórum síldarbátum. Menn voru orðnir þreyttir á því að vera fjarri heim- ilum sínum langtímum saman, eins og óneitanlega var hlutskipti þeirra manna sem þátt tóku í „síldarævintýrinu“ á sjöunda ára- tugnum. Nýjar aðstæður kröfðust breyttra skilyrða, menn urðu að söðla um og fara aðrar leiðir. Árið 1971 tóku þrír sjómenn á Dalvík höndum saman og ákváðu að láta smíða fyrir sig 20 tonna bát sem hlaut nafnið Bliki. Þessir menn höfðu allir verið á síldar- bátum undangenginn áratug og vildu nú róa á önnur mið. Þetta voru bræðurnir Ottó og Matthías Jakobssynir, sem báðir voru þaul- vanir skipstjórar, og Ægir Þor- valdsson, gamalreyndur vélstjóri. Árið eftir að Bliki var kominn á flot, réðust þeir félagar í byggingu fiskverkunarhúss og fóru að verka aflann sjálfir. Síðan þá hefur hjólið snúist og útgerðin stækkað. Fljótlega seldu þeir gamla Blika og fengu annan sem var 47 tonn. Og ekki leið á löngu þar til hann þótti of lítill. Hann var seldur og nú eiga þeir félagar þriðja Blika sem er 147 tonn. Þessi þróun er dæmigerð fyrir smábátaútgerð við Eyjafjörð á undanförnum árum. Þegar bát- unum fjölgaði, urðu menn að fara að sækja lengra. Það kallaði aftur á stærri skip og aukin umsvif. Þær útgerðir sem voru með báta af stærðinni 12 til 25 tonn í byijun áttunda áratugsins eru nú allar komnar með mun stærri báta. Þetta á ekki aðeins við Dalvík, heldur einnig staði eins og Ólafs- fjörð, Litla-Árskógssand, Hauga- nes, Hrísey og Grenivík. Mörgum finnst sem þeir sjái þarna söguna ganga aftur. Á fjórða áratugnum voru flestir bát- ar á þessu svæði 10 til 30 tonn. Eftir síðari heimsstyrjöldina fóru þeir stækkandi og allt fram undir lok 6. áratugsins var algeng stærð báta á Eyjafjarðasvæðinu 50 til 80 tonn. En svo skall yfir skyndileg tæknivæðing einkum í sambandi við síldveiðar; kraftblökkin, astikkið og sterkar nælonnætur. 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.