Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 10
Á FERÐ UM
Akureyri hefur aldrei verið tal-
in útgerðarbær í þeim skilningi
sem almennt er lagður í það orð.
Engu að síður er þar rekið eitt
öflugasta útgerðarfélag á landinu,
Ú.A., eða Útgerðarfélag Akureyr-
inga. Frystihús í eigu sama fyrir-
tækis er ekki aðeins eitt afkasta-
mesta sinnar tegundar á landinu,
heldur í Evrópu.
Útgerðarfélagið var stofnað ár-
ið 1945. I dag rekur það 5 stóra
skuttogara sem veiddu samtals
22.481 tonn á síðastliðnu ári. í dag
starfa 400—450 manns hjá fyrir-
tækinu.
Margt sjávarplássið hefur verið
kallað útgerðarbær þótt bátaflot-
inn þar hafi verið minni. En að
sjálfsögður er útgerðin aðeins hluti
af fjölbreyttu atvinnulífi á Akur-
eyri. Þar blómgast margskonar
þjónusta og iðnaður, sem er sú at-
vinnugrein sem Akureyri er oftast
kennd við. Og ekki getur maður
talað um Akureyri öðruvísi en að
minnast á KEA!
Á undanfömum árum hefur
smábátaútgerð færst mjög í vöxt á
Akureyri. Mest ber þar á trillum
sem eingöngu eru notaðar yfir
sumartímann; menn skreppa út á
Pollinn á kvöldin og draga sér fisk
í soðið, sumir taka með sér byssu-
hólkinn og freta á fugla, aðrir
laumast með silunganet í skjóli
nætur og leggja þau út með fjör-
unum. Allt er þetta nú gert í góðri
meiningu, því sálartetrið situr í
fyrirrúmi eftir langan og dimman
vetur. Á slíkum örlagastundum er
minna hugsað um boð og bönn.
Kunnugir segja að innan við tíu
trillukarlar stundi þar sjóinn allt
árið og byggi þar á afkomu sína.
En þeir sem þetta gera, róa flestir
með línu og hafa færin kannski
með á sumrin. Eingöngu er notuð
svokölluð „norsk lína“, eða
„Lófót lína“. Hún er í ýmsu frá-
brugðin þeirri línu sem mest er
notuð hér á landi.
Norska línan er sjaldan dregin
upp, heddur er farið með henni og
beitt út jafn óðum. Með þessu
móti losna menn við beitningu í
landi og alla þá vinnu sem henni
fylgir. Sjálfur línuásinn er úr
tveggja til þriggja mm næloni og á
taumnum er segulnagli. Þessi lína
hefur þann kost að hægt er að
stilla dýpi hennar af í sjónum, eftir
því hvar er mest aflavon. Þetta er
gert á þann einfalda hátt að stytta í
bólunum. I endanum á hverri
lögn eru hafðir krókar sem halda
línunni kyrri þótt farið sé með
henni. Þessi tegund línu þykir
fiskin og hentar vel þar sem fisk-
urinn heldur sig nokkuð á sömu
slóðum.
Um mánaðamótin febrúar og
mars voru aðeisn örfáar trillur
sem áttu línu í sjó. Aflinn er nær
eingöngu sóttur á innanverðan
fjörðinn, en stöku sinnum er þó
farið út undir Hrísey með línuna.
En það gerist ekki oft.
Aðstaða fyrir smábáta á Akur-
eyri hefur batnað á undanförnum
árum, þótt enn vanti mikið á að
í byrjun marsmánaðar fór Guðlaugur Arason blaðamaður
Sjómannablaðsins norður á land og aflaði frétta fyrir blaðið.
Þótt afli væri tregur hjá sjómönnum á þessum tíma fiskaði Guð-
laugur ágætlega. Hér á eftir fara greinar sem hann skrifaði í
þessari ferð.
Vegna ófærðar komst hann hvorki til Ólafsfjarðar né Hríseyj-
ar. Þeir staðir bíða betri tíma.
10
VÍKINGUR