Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 10
Á FERÐ UM Akureyri hefur aldrei verið tal- in útgerðarbær í þeim skilningi sem almennt er lagður í það orð. Engu að síður er þar rekið eitt öflugasta útgerðarfélag á landinu, Ú.A., eða Útgerðarfélag Akureyr- inga. Frystihús í eigu sama fyrir- tækis er ekki aðeins eitt afkasta- mesta sinnar tegundar á landinu, heldur í Evrópu. Útgerðarfélagið var stofnað ár- ið 1945. I dag rekur það 5 stóra skuttogara sem veiddu samtals 22.481 tonn á síðastliðnu ári. í dag starfa 400—450 manns hjá fyrir- tækinu. Margt sjávarplássið hefur verið kallað útgerðarbær þótt bátaflot- inn þar hafi verið minni. En að sjálfsögður er útgerðin aðeins hluti af fjölbreyttu atvinnulífi á Akur- eyri. Þar blómgast margskonar þjónusta og iðnaður, sem er sú at- vinnugrein sem Akureyri er oftast kennd við. Og ekki getur maður talað um Akureyri öðruvísi en að minnast á KEA! Á undanfömum árum hefur smábátaútgerð færst mjög í vöxt á Akureyri. Mest ber þar á trillum sem eingöngu eru notaðar yfir sumartímann; menn skreppa út á Pollinn á kvöldin og draga sér fisk í soðið, sumir taka með sér byssu- hólkinn og freta á fugla, aðrir laumast með silunganet í skjóli nætur og leggja þau út með fjör- unum. Allt er þetta nú gert í góðri meiningu, því sálartetrið situr í fyrirrúmi eftir langan og dimman vetur. Á slíkum örlagastundum er minna hugsað um boð og bönn. Kunnugir segja að innan við tíu trillukarlar stundi þar sjóinn allt árið og byggi þar á afkomu sína. En þeir sem þetta gera, róa flestir með línu og hafa færin kannski með á sumrin. Eingöngu er notuð svokölluð „norsk lína“, eða „Lófót lína“. Hún er í ýmsu frá- brugðin þeirri línu sem mest er notuð hér á landi. Norska línan er sjaldan dregin upp, heddur er farið með henni og beitt út jafn óðum. Með þessu móti losna menn við beitningu í landi og alla þá vinnu sem henni fylgir. Sjálfur línuásinn er úr tveggja til þriggja mm næloni og á taumnum er segulnagli. Þessi lína hefur þann kost að hægt er að stilla dýpi hennar af í sjónum, eftir því hvar er mest aflavon. Þetta er gert á þann einfalda hátt að stytta í bólunum. I endanum á hverri lögn eru hafðir krókar sem halda línunni kyrri þótt farið sé með henni. Þessi tegund línu þykir fiskin og hentar vel þar sem fisk- urinn heldur sig nokkuð á sömu slóðum. Um mánaðamótin febrúar og mars voru aðeisn örfáar trillur sem áttu línu í sjó. Aflinn er nær eingöngu sóttur á innanverðan fjörðinn, en stöku sinnum er þó farið út undir Hrísey með línuna. En það gerist ekki oft. Aðstaða fyrir smábáta á Akur- eyri hefur batnað á undanförnum árum, þótt enn vanti mikið á að í byrjun marsmánaðar fór Guðlaugur Arason blaðamaður Sjómannablaðsins norður á land og aflaði frétta fyrir blaðið. Þótt afli væri tregur hjá sjómönnum á þessum tíma fiskaði Guð- laugur ágætlega. Hér á eftir fara greinar sem hann skrifaði í þessari ferð. Vegna ófærðar komst hann hvorki til Ólafsfjarðar né Hríseyj- ar. Þeir staðir bíða betri tíma. 10 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.