Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 44
„Þegar maður er búinn að vera í þessu í þrjátíu ár, þá fer ekki hjá því að maður
þreytist“, sagði Matthías, þótt annað væri á honum að sjá.
manna sé að breytast töluvert
mikið, menn leggja orðið meira
upp úr sumarfríum og telja það
ekki eins sjálfsagt að vera
galeiðuþrælar eins og hér fyrir
nokkrum árum eða áratugum.
Það eiga ekki að vera aðrir en
ungir menn í þessu sjósulli. En ég
er sannfærður maður um það, að
kvótaskiptingin á eftir að gjör-
breyta þessu öllu. Þá hættir öll
þessi djöfulsins keppni sem er
engum til góðs, menn láta af því
að berjast um í bandbrjáluðum
veðrum og stofna bæði áhöfn og
skipi í stór hættu. Ég hef trú á því
að þetta verði allt miklu mann-
legra.“
Á austurkantinum
Á sjöunda tímanum erum við
komnir á miðin. Það hefur bætt í
kaldann og éljagangurinn heldur
áfram að herja á okkur utan úr
náttmyrkrinu. Annað slagið dreg-
ur Matthías niður glugga og rýnir
út í sortann. Nístandi kuldagjóst-
inn leggur inn í brúna, maður
hristir sig og bölvar nepjunni.
„Helvítis lóraninn á það til að
frjósa fastur í svona miklum
kuldum,“ segir Matthías og slær
hnefanum í tækið sem hangir uppi
í loftinu. „En það reynist stundum
ágætt að gefa honum smá
gluð ...“
Við horfum báðir á tölurnar á
lóraninum og bíðum eftir því að
hann taki við sér. En ekkert gerist.
Það er greinilega of kalt fyrir hann
ídag.
Kallamir eru nú komnir upp og
famir að sötra kaffið niðri í borð-
sal. Þeir eru ekki margorðir og
vont að sjá það á svip þeirra að
þeir hlakki mikið til að fara út á
dekk.
„Ætli Matti finni nokkuð bauj-
una fyrr en í birtingu,“ sagði ég.
„Lóraninn er eitthvað erfiður við
hann.“
„Hann þarf engan helvítis lóran
til að finna eina bauju hér á
44
Austurkantinum,“ svaraði Brynj-
ólfur stýrimaður og kveikti sér í
pípu. „Hér þekkir hann botninn
betur en lófana á sjálfum sér.
Honum nægir að líta á dýptar-
mælinn vertu viss.“
Ég vissi að þetta var ekki í fyrsta
sinn sem Matthías var á sjó á
þessum slóðum. Sjálfur er hann
fæddur og alinn upp í Grímsey
fram til tíu ára aldurs, að foreldrar
hans fluttust til Dalvíkur. Skip-
stjóri hefur hann verið frá 21 árs
aldri og stundað allar mögulegar
veiðar, bæði á stórum og litlum
bátum. En þótt hann hefði róið á
svæðið umhverfis Grímsey í
fjölda ára, þótti mér hálf ótrúlegt
að hann fyndi baujuna í nætur-
myrkri og hríðarbyl. Hér voru
engin kennileiti til að fara eftir
önnur en botninn, sem dýptar-
mælirinn sá um að skila á
pappírsrúlluna. Nei, við yrðum
sjálfsagt að bíða með að draga
fyrstu trossuna þar til í birtinguna.
Þegar ég var á leiðinni upp í brú
heyrði ég að slegið var af vélinni.
Nú hefur kallinn sjálfsagt gefist
upp við að leita og ákveðið að láta
reka þar til birti, hugsaði ég.
En það var nú eitthvað annað.
Þegar ég kom inn í brúnna.sá ég*
að ljóskastaranum var beint að
netabauju sem flaut við hliðina á
bátnum. Á belgnum stóð Bliki
EA.
„Maður rambar á þetta af
gömlum vana,“ sagði Matthías
þegar ég spurði hvernig hann
hefði eiginlega farið að því að
finna baujuna. „Annars er enginn
vandi að finna trossumar þegar
lóraninn er í lagi. Hann er svo ná-
kvæmur að það skeikar í hæsta
lagi um tommu.“
Nú voru öll vinnuljós kveikt og
tveir menn klæddir gulum
hlífðarfötum komu fram á dekkið.
Þeir stungu höfðunum í veðrið og
börðu sér. Stuttu seinna var bauj-
an komin inn á dekk og byrjað að
draga færið.
Þeir Blikamenn hafa þann
háttinn á að merkja hverja trossu
með sérstökum lit. Verkaskipting
er með áhöfninni á þann hátt að
t.d. þeir tveir menn sem taka
bauju merkta með rauðu, hafa
ákveðið tarf með höndum á með-
an sú trossa er dregin; eru á rúll-
unni og draga af. Við næstu trossu
eru þeir kannski í flotinu og úr-
greiðslunni og losna þá við að taka
baujuna. Þá er komið að öðrum
að gera það. Þannig skiptast þeir
VÍKINGUR