Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Page 45
alltaf á; einn maður dregur þessa
trossu af spilinu, við næstu trossu
fer hann á rúlluna og þannig koll
af kolli.
Með þessu móti þarf enginn að
vera fúll yfir því að hafa dregið af
spilinu í heila vertíð, en það starf
er að flestum talið það leiðinleg-
asta í sambandi við netadrátt.
Jöklalið um borð í Blika
Undanfarna daga hefur ýmis-
legt bent til þess að afli sé að
glæðast hjá netabátunum fyrir
norðan. í gær var Bliki með 7
tonn af tveggja nátta fiski og nú
var ég ákveðinn í því að þessi túr
skyldi verða mettúr. Strax og ég sá
fyrsta fiskinn koma inn fyrir,
ákvað ég að við skyldum fá 8 tonn.
En svo komu fleiri fiskar og ég
varð ennþá bjartsýnni. 27 fiskar í
fyrsta netið ... 12 net í trossu ...
12 sinnum 27 gerðu 314 fiska sem
voru ca. 1 Vi tonn ... 8 trossur og
hálft annað tonn í hverja gerði 12
tonn.
Ekki leit það nú illa út. Ég
spennti bogann hærra og setti
markið við 10 tonn.
Svipaður afli var í næstu net, en
þá datt botninn úr því. 11 fiskar í
VÍKINGUR
fjórða netið og ennþá minna í
næsta.
Djöfullinn!
Áður en trossan var hálfnuð var
ég kominn með neglumar á milli
tannanna og byrjaður að naga. Og
ég sem hafði verið í naglabindindi
í rúmt ár!
Og ekki batnaði ástandið þegar
Matthías fræddi mig á því að þeir
hefðu fengið einna best í þessa
trossu í gær. Ég reyndi að dreifa
huganum og setti allt mitt traust á
næstu trossu. Kannski yrði mok-
veiði í hana. Og til að fara nú ekki
alveg úr sambandi á fyrstu tross-
unni, hætti ég að telja fiskana sem
komu inn og fór þess í stað að
fylgjast með múkkunum sem svifu
í kringum bátinn.
Það var auðséð á köllunum að
þeir höfðu komið nálægt þorska-
netum áður.
— Þetta eru helvíti röskir kallar
sem þú hefur,“ sagði ég við Matt-
hías í viðurkenningartón.
„Já vinur minn, þetta eru alveg
hörkukallar . .. alveg jöklalið!“
Að þremur stundarfjórðungum
liðnum hafði jöklaliðið dregið
fyrstu trossuna. Afli: 102 fiskar.
Nú dugði ekki lengur að notast við
reiknisdæmið sem ég hafði áður
sætt mig við, svo ég byrjaði að
reikna upp á nýtt. Hvernig sem ég
reyndi, hvernig sem ég tók áhætt-
ur og virkjaði alla mína bjartsýni,
komst ég aldrei uppfyrir fjögur
tonn. I hæsta lagi yrði aflinn fjög-
ur og hálft tonn.
Flatlús og fingra-
vettlingar
Áfram líður tíminn.
Þegar við vorum að enda við
fyrstu trossuna voru fleiri bátar
komnir á miðin og byrjaði að
draga. Ef marka mátti hljóðið í
köllunum þegar þeir áttu orða-
skipti í talstöðinni, var aflinn mis-
jafn. Einn fékk kannski gott í eina
trossu en ekkert í næstu, þótt hún
lægi rétt hjá hinni. Hjá öðrum var
mokafli í tvö net, en ekkert í hin.
En þótt aflinn væri misjafn hjá
mönnum, var einn hlutur sam-
eiginlegur með öllum þennan dag
í byrjun marsmánaðar: Allir
bölvuðu kuldanum.
Tveir Grímseyingar sem voru
að draga netin norðan við eyna
voru engin undantekning frá
þessu.
— Þetta er ljóti andskotans
bölvaður bruninn maður, sagði
annar og stundi þungan í talstöð-
ina. — Það er allt frosið fast hjá
okkur .. . maður er svo krók and-
skoti loppinn að það nær ekki
nokkurri átt. . . maður getur varla
migið hjálparlaust, ég skipti.
— Það þýðir nú lítið að vera
með götótta 66 gráður norður í
svona veðri, svaraði hinn. — Þú
ættir að prufa þessa nýju vettlinga
frá Kóreu, þeir eru fóðraðir fram í
fingurgóma og manni líður bara
eins og að sitja heima í stofu . . .
alveg djöfull fínir maður. En þeir
eru nú ekkert sérlega liprir. . .
svolítið vont að greiða úr með
þeim. Það er svona svipað og að
tína flatlýs af pungnum á sér með
gúmmívettlingum . . . yfir.
— Já, það er bara það .. . Ja, ég
45
Skyldi verða mok í endanetin eins og í gær, eða steindauði eins og i fyrradag? Slíkar
spumingar leita alltaf á. Vonin knýr menn áfram.