Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Page 42
Akureyri. Þangað er komið með argvítug djöfulsins hræ og þau klössuð upp, í stað þess að henda þeim beint í brotajárn eða hrein- lega að sökkva þeim. Dæmi um þetta er Árni gamli Magnússon. Hann var klassaður upp fyrir óhemju pening, ég veit ekki hver lifandi skelfing það kostaði. En svo uppgötvaðist að dekkið í hon- um var ónýtt. Og þá var bara lagt yfir það! Og það var sett á hann ný brú og ég veit ekki hvað og hvað. Svo þegar upp er staðið hafa þeir bát með nýja brú, en meira eða minna ónýtan skrokk. Menn gera nú ekki stórar rósir í brúnni einni saman jafnvel þótt hún sé ný! Og eitthvað svipað er verið að gera við Oddgeir núna. Andskotans vitleysa! Þetta sama hefur verið að gerast hjá HAPPDRÆTTI DAS 60% af ágóða varið til byggingar Dvalarheimilisins. SKRIFSTOFA AÐALSTRÆTI 6 Aðalumboð Veslurveri. Slmar. 17117 og 17757 okkur undanfarna áratugi, en enginn virðist læra af reynslunni. Á meðan síldarflotinn var endur- nýjaður á sínum tíma, skipti eng- inn sér af togurunum. Þeir voru bara látnir drabbast niður. Það gekk illa að manna þá, því allir vildu komast á síld. En núna hefur þetta snúist við. Togaraflotinn var endurnýjaður á skömmum tíma, en síldarflotinn látinn grotna nið- ur. Nú vilja allir komast á togara, en engum þykir eftirsóknarvert að fara á gömlu síldarbátana. Auð- vitað þarf að endurnýja flotann, en það má alls ekki gera á einu bretti. Það verðúr að endurnýja einhvern ákveðinn hluta hans á hverju ári. Með því kemst jafn- vægi í þetta. Þetta vita allir og tala um það. En það er ekkert gert í "þessuÁ Kvótakerfið er það sem koma skal Og Matthías heldur áfram: „í sambandi við þorskveiðarnar almennt þá er ég alveg sannfærð- ur maður um það, að kvótakerfið er það sem koma skal. Þú færð bara ákveðinn afla, vinur minn og ræður sjálfur hvenær þú veiðir hann. Þá verður hægt að skipu- leggja veiðarnar miklu betur. Menn veiða sinn kvóta á þeim Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið. GÚMMlBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjagötu 9 örfirisey Sími14010 42 tíma sem hagstæðastur er, bæði hvað varðar veðurfar og út- gerðarkostnað. Við höfum talað um það hér fyri norðan að banna hreinlega netaveiðar í janúar. En það hefur ekki verið hlustað á okkur. Fyrir nokkrum árum var keppnin svo mikil að menn fóru út á nýársdag til að leggja netin .. . kallarnir fengu ekki einu sinni að rasa út á fylliríi á gamlárskvöld! En sem betur fer er sá glímu- skjálfti horfinn úr mönnum í sambandi við það helvíti allt saman. Nei, ég get sko alveg sagt þér það vinur minn, að það er kvóta- kerfið sem á eftir að koma. Þetta er bara spurning um tíma. Ég held að vinnist allt við það. Þá hverfur til dæmis allt þetta streð á skipum í snarvitlausum veðrum. Þá kærir sig enginn um að berja á tonninu og hanga í trossunum marga klukkutíma, kannski í snarbrjál- uðum andskotans veðrum og hafa svo ekkert upp úr því nema rifrildi fyrir fleiri hundruð þúsund. Það verður margfalt minni veiðar- færakostnaður og minni olíu- eyðsla. Það er miklu hagkvæmara að binda þessa báta við bryggju og borga mannskapnum tryggingu, heldur en að berjast um á hæl og hnakka kannski á versta tíma árs- ins, þegar maður hefur akkúrat ekkert upp úr því nema streðið.“ — Ertu ekkert farinn að þreyt- ast á því að vera á sjónum? „Jú,“ svaraði Matthías ákveðið. „Þegar maður er búinn að vera í þessu samfleytt í rúm 30 ár, þá fer ekki hjá því að maður þreytist.“ — Hvað tekur svo við þegar þú kemur í land? „Ja, ég er það vel í stakk búinn að geta farið að vinna hjá okkar fyrirtæki. Það er að sjálfsögðu betra hlutskipti en hjá mörgum öðrum sjómanninum. Ég held að menn verði að vara sig alvarlega á því að vera ekki of lengi í þessu. Annars held ég.að lífsviðhorf sjó- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.