Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 40
skoti vonlaus. Hann var svo viss um þetta, að hann ætlaði ekki að lofa okkur að taka bátinn þegar búið var að smíða hann, ekki fyrr en Fiskveiðasjóður hefði gert upp við bankann og gengið frá hverj- um einasta smásnepli í sambandi við það allt. Báturinn var tilbúinn, en Jón sagði nei. Þá sögðum við bara við hann: Allt í lagi, góði minn. Ef þú heldur að báturinn renti sig betur bundinn við bryggju á Akureyri, ja þá skaltu bara hafa hann þangað til Fisk- veiðasjóður hefur gengið frá sín- um málurn! Við töluðum nú létt við hann drengur minn, ha, ha! Þá hringdi Sólnes í Gunnar Ragnars hjá Slippstöðinni og sagði að hjá sér væru staddir þrír brjálaðir Dalvíkingar sem gætu drepið sig og bað hann í öllum bænum að láta þá fá þennan bát! Annars þurftum við ekki að kvarta undan Sólnes gamla eftir að hann hafði samþykkt að Landsbankinn yrði okkar við- skiptabanki og hann var farinn að sjá að þetta væri nú ekki eins vonlaust og hann hélt í byijun. í fyrstunni hefur honum sjálfsagt ekkert litist á þessa helvítis peyja þótt þeir væru orðnir vel full- orðnir. En eftir að þetta var allt farið að ganga hjá okkur var alveg dæmalaust gott að eiga við kall- inn. Um hann get ég ekki sagt nema allt það besta. En til þess að svona útgerð geti blómstrað hér fyrir norðan verða menn að gera svo vel að verka aflann sjálfir. Það þýðir ekkert annað. Auðvitað var búið að reyna þetta oft hér á Dalvíkinni, en aflinn er ekki það mikill að slík útgerð geti borið sig með því að leggja upp í frystihúsinu. Hefðum við ekki farið útí það að verka aflann sjálfir, hefði allt farið á hausinn. Hinsvegar var grund- völlur fyrir þessu með því móti að mannskapurinn á bátunum gerði sjálfur að aflanum og fullnýtti hann. En svo gerðist það bara að bátaflotinn óx svo mikið á þessu svæði, að menn urðu að fara að sækja lengra. Það var hreinlega ekki pláss. Fiskigengdin er ekki það mikil hér fyrir Norðurlandi og veiðisvæðin takmörkuð á grunn- slóðinni. Þessi þróun kallaði á stærri báta. Sjósókn héðan frá Eyjafjarðarhöfnum er örugglega sú langlengsta á öllu landinu. Ég hugsa að það þætti langt sótt víða annars staðar að vera með netin langt norðan við Kolbeinsey eins og við gerum hér á sumrin og fram á haust. Þangað er tíu til tólf tíma stím, það er nú ekkert annað. Á vorin er algengt að við sækj- um austur að Langanesi, austur í Langanesdýpi og um allar trissur .. . á annað hundrað mílur. Og þetta var áður gert á litlum bátum, svona 15 til 30 tonna bátum. Sömu sögu er að segja um línuveiðarnar. Þeir sem róið hafa með línu verða að stíma í 6 til 8 klukkutíma á miðin. Þetta er svoleiðis miklu lengra en alls staðar annars staðar á landinu.“ „Finnst þér fiskigengd hafa aukist fyrir Norðurlandi að und- anförnu? „Ja, það er nú svo skrýtið með það, að þegar við byrjuðum á VÍKINGUR 40

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.