Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 34
H ai jgai les ýjt Hauganes er staður sem ekki tekur mikinn tíma af fréttaflutn- ingi fjölmiðla. Þar eru íbúarnir ekki að angra landsmenn með því að auglýsa í útvarpi eftir gulum og grænum páfagaukum sem flogið hafa út um gluggann, bröndóttum köttum sem strokið hafa að heim- an, eða brúnum minkapelsi sem tekinn var í misgripum fyrir Ála- fossúlpu. Þar er mannlíf allt — og dýralíf — í fastari skorðum en svo að íbúamir þurfi að básúna slíkt í gegnum útvarp. Hauganes á Árskógsströnd er heldur ekki nefnt á nafn í skipa- fréttum, veðurfregnum eða öðr- um lífsnauðsynlegum tilkynning- um. Það er bara hluti af heildinni. Kaupfélagsbúðin, sem að sjálf- sögðu ber merki KEA í barmi, þarf heldur ekki að eyða aurum sínum í að auglýsa vörur og taka þannig þátt í miskunnarlausri samkeppni um sálirnar. Hver ein- asti maður á Nesinu veit hvað þar fæst. Og komi einhver ný vöru- tegund í búðina er það á allra vit- orði innan fárra mínútna. Þeir hlutir sem ekki fást í kaupfélaginu eru sóttir til Akureyrar; þangað fara íbúarnir með stuttu millibili, því ekki tekur það Hauganesbúa lengri tíma að fara til Akureyrar, en Breiðhyltinginn niður í miðbæ Reykjavíkur. Margur spekingurinn, margur háskólagenginn borgari, margur fræðingurinn hefur ekki minnstu hugmynd um að Hauganes er all- stórt sjávarpláss sem stendur við vestanverðan Eyjafjörð. Byggð á þessum stað er fremur ung; sú kynslóð sem nú er að hverfa reisti þar fyrstu húsin. í langan tíma var lítið byggt. Karlmennimir stund- uðu sjó og áttu rollur í húsi, kon- urnar unnu á heimilum sínum og tóku virkan þátt í lífsbaráttunni, sem tilheyrir því að stunda sjó og búskap í senn. Fram á sjöunda áratuginn var fólksfjölgun á Hauganesi ákaflega hæg; ungar stúlkur sóttu atvinnu til fjöl- mennari staða í nágrenninu, ílentust þar og fluttu ekki aftur á æskustöðvarnar. Svipaða sögu var að segja um karlmennina. En á síðastliðnum tíu til fimm- tán árum hefur þróunin breyst. Ungt fólk vill nú setjast að á Hauganesi og þar hefur nú verið byggður mikill fjöldi nýrra íbúðarhúsa .. . mikill fjöldi á mælikvarða undangenginna ára. Þessi fjörkippur helst í hendur við þá auknu útgerð sem verið hefur við Eyjafjörð á sama tímabili. í dag búa á annað hundrað manns á Hauganesi. Þarna hefur atvinnulíf alla tíð Hauganes, ört vaxandi byggð. í baksýn sést Hvalbakur við austanverðan Eyjafjörð. 34 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.