Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 58
sultardropa á nefinu uppi í bassa- skýli og góndi eins og þorskur út á sjóinn eftir torfu. — Maður getur svo sem haft helvítis helling upp ef fiskast. Annars á frændi minn sjoppu og hann veður í peningum. — Nú hefur þetta breyst. Það þarf ekki lengur að streða nótinni inn á höndunum. Nei, nú er bara dregið úr blökk og maður getur skotist í kaffi meðan verið er að háfa. Næsta skref verður að dæla síldinni beint úr nótunum og í móðurskip úti á miðunum — en þá verð ég trúlega dauður. — Ég ætla að kaupa mér amer- íska kerru. Þá skal nú rúntað í haust, sagði Táningurinn og brosti í kampinn. — Orðinn of gamall til að hætta, en líka að verða of gamall til að vera með. Þá verður manni sparkað eins og einskis nýtum hlut. Og hvað hefur maður svo borið úr býtum? Ekkert nema timburmenn og samviskubit yfir því að hafa eitt sinn átt konu í landi, sem maður gleymdi. Lífið búið og hefur þó staðið í sömu sporum í 40 ár. Ójá, svona er nú það. — Þú ert nú alveg glataður, ef þú verður með svona móral. Þú ert búinn að kasta henni Gunnu frá þér fyrir löngu og mér skilst, að þú hafir ekki átt skilið að eiga hana. — Nei, það er rétt hjá þér. Hún Guðrún Karólína Bjamadóttir var og er sómakvendi og ætti miklu fremur skilið orðu heldur en þessir þjóðmálaskúmar, sem verið er að básúna með. Víst er um það. Með þeim orðum þrammaði Gráskeggur inn í bestikkið. Um leið heyrðist umgangur og kokk- urinn kom upp í brúna. Það var kvenkokkur, föngulegur kven- maður um þrítugt. Hún bauð góðan dag og kvaðst ekki hafa getað sofið. 58 —- Þig er kannski farið að langa á ball eins og þessari blessaðri renglu, sagði Gráskeggur og klappaði á herðar Tánings. Kokkurinn hló. — Það getur bara vel verið. Maður á orðið inni að fá að sletta örlítið úr klaufun- um. Svo tók hún sér stöðu við rattið og kompásljósið sló daufu skini á andlit hennar. Táningi fannst það ekki beinlinis frítt, en bauð þó góðan þokka. Hún var í þröngum buxum og blússu og þung brjóst hennar lágu þungt á tölunum. Táningur gat ekki slitið augun af þeim. — Á ég ekki að gefa ykkur kaffisopa. Ég sé, að þið hafið ekki haft fyrir því. Eruð þið kannski latir að eiga við slíkt? spurði kokkurinn. — Nei, ekki vil ég bekenna það. Við vorum bara niðursokknir að ræða rök tilverunnar, svaraði Gráskeggur. Þau gengu niður stigann. Grá- skeggur og Táningur settust sinn á hvom bekkinn í borðsalnum. Táningur dró undir sig fæturna og virti fyrir sér berlæraðar fyrirsæt- ur á myndum, sem prýddu þessa vistarveru. Kokkurinn fór að bjástra við kabyssuna, sem raunar var engin kabyssa heldur nýtísku rafmagnseldavél. Von bráðar hallaði hún sér fram í gatið og rétti fram brauðdisk. Táningi varð á ný starsýnt á brjsot hennar, sem ultu fram í blússuhálsmálið og hann sá, að hún notaði ekki brjóstahöld. Hann dró betur að sér fæturna, til þess að leyna vaxandi bungu á buxunum. Hún fann áleitið augnaráð hans hvíla á sér og spurði á hvað hann væri að glápa. Hann roðnaði agnarlítið og sagði: — Ekki neitt. — Jæja, sagði hún. — Mér fannst þú sjá eitthvað merkilegt. Hún brosti dauft. Svo hvarf hún úr gatinu og hallaði sér upp að veggnum gegnt því, stóð þar lítið eitt gleiðfætt til að standa betur af sér ölduna. Táningur fylgdi henni með augunum og hann sá móta fyrir þróttmiklu lífbeininu, því buxurnar voru svo þröngar. — Fundust þér eplin girnileg? spurði Gráskeggur og glotti. — Einhvem tímann hefði mað- ur haft gaman af að handfjatla þau svolítið. Táningur þagði. Hugur hans var á einhverju undarlegu reiki. Von bráðar rétti kokkurinn kaffikönnuna fram í gatið og Táningur forðaðist að líta þangað. Þeir drukku kaffið þegjandi. Þeir voru orðnir hálfsyfjaðir. — Jæja, kunningi. Eigum við ekki að fara að ræsa. Klukkan er að verða fjögur, sagði Gráskeggur eftir drykklanga stund. Táningur kinkaði kolli, stóð á fætur og gekk fram ganginn. Hann nam staðar á gangbrettinu og sneri andlitinu í kaldann. Jú, hann var óðum að bæta í þetta. Svo stakk hann sér niður í lúkar- inn. Gráskeggur var kominn í brúna. Hann opnaði glugga kul- borðsmegin og gretti sig framan í gjóluna. — Það hefði víst verið farið að halda í land, ef nótabátur hefði verið á síðunni. En nú þarf aldrei að keyra í land, þótt komi brælu- steyta. Hægt að láta reka, þótt eitthvað gutli. Ójá, það er nú það. Gráskeggur renndi upp rúð- unni og regndroparnir hrundu af henni. Þeir minntu á perlur— eða kannski tár. Það var byrjað að birta og bjarmi ævintýraborgar- innar var horfinn. Við augunum blasti blýgrár heimur og það braut lítils háttar úr einstaka báru. Gráskeggur settist í stólinn og studdi hönd undir kinn. Andlit hans var tjáningarlaust. Það speglaði einungis svefndrunga. En umhverfis bátinn héldu múkkarnir áfram sínu ráðslagi. Þeir gáfust ekki upp. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.