Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 32
„Ég er alveg hættur að grípa í nikkuna“, sagði Jóhann Stefánsson. Þegar Áskell byrjaði á netunum upp úr áramótunum, voru sel- bitnir þeir fáu fiskar sem hann fékk.“ Lífsins symfónían Þegar ég kom inn í skúrinn til Jóa, var hann að fella grásleppu- net. Úti í einu horninu var stafli af netum sem biðu eftir því að vera lögð. Á þessum árstíma bíða allir eftir því að sú gráa fari að ganga. Ég læt fara vel um mig á gamla dívaninum og nýt þess að finna hitann frá olíuofninum innan við dymar. Inn í skúrinn til okkar berst ómur af sjávamið og gargi mávanna í þesskonar samhljómun að sjálfur Chopin hefði mátt vera stoltur yfir að semja slíka symfóníu. Fram að þessari stundu hafði hugtakið „hljómskálamússik“ verið mér óskiljanlegt. En þar sem ég sat þarna í skúmum hjá Jóa, skildi ég allt í einu merkingu þess. FYrir eyrum mér hljómaði sú eina 32 sanna hljómskálamússik sem til er; ég var staddur á tónleikum og hlýddi á þá symfóníu sem ein skiptir máli: Sjávarsymfóníuna eftir Guð. Mitt í öllu þessu tónaflóði minntist ég þess að hafa heyrt tal- að um að Jói spilaði á harmón- ikku. „Ég er nú alveg hættur að grípa í nikkuna,“ sagði Jói. „Maður var að gutla við þetta í gamla daga og spilaði á böllum héma í Sam- komuhúsinu. Það fór svolítið eftir veðrinu hvað við dönsuðum lengi. Ég man eftir því að einu sinni var öskubylur og þá var samkomulag um að hleypa engum út fyrr en í birtingu um morguninn. Það var bara haldið áfram að dansa þar til bjart var orðið af degi. Já, já. Annars hef ég nú aldrei lent í öðru eins og þegar tveir kunningjar mínir frá Ólafsfirði komu hingað á trillu daginn fyrir gamlársdag og báðu mig að koma yfir á Ólafs- fjörð og spila þar á gamlárskvöld. Ég var laus og liðugur í þá daga og dreif mig auðvitað með þeim. Og þarna var dansað 5 kvöld í röð. Það var nú ekkert annað! Það viðraði ekki til að koma mér aftur heim og því þótti sjálfsagt að nota nikkuna meðan spilarinn var á staðnum. En svo var loks haldið af stað á trillu . . . ég held að við höfum verið 17 eða 18 um borð og trillan sökkhlaðin. Þarna var skólafólk' sem var að fara úr jólaleyfi og karlmenn að fara suður á vertíð. Við fengum á okkur suðvestan rok, svo að ekki var hægt að fara yfir fjörðinn og setja mig í land. Við börðum þetta inn með vest- urlandinu og þegar við loks náð- um inn að Hjalteyri, fóru einir 12 þar í land. Þeir voru víst búnir að fá nóg. En við sem eftir vorum héldum áfram inn á Akureyri. Þar var fólkið sett í land. En á baka- leiðinni var mér svo skotið upp hér á Grenivík. Ja, það var nú meira ferðalagið! Þvílíkt og annað eins!“ Ég hefði viljað sitja miklu leng- ur í skúmum hjá Jóa og hlusta á þróttmikla rödd hans, sem var eins og sólósöngur við þá symfóníu sem var leikin fyrir utan. En tím- inn leyfði það ekki. Ég var aðeins gestur á þessum konserti; föru- maður sem var gefið stutt tækifæri til að skyggnast inn á hljómleika- hald lífsins. Þegar ég hafði kvatt einsöngv- arann og þakkað honum, tók hann netanálina sér í hönd og hélt áfram að bensla. Eða var þetta kannski tónsproti sem hann þræddi inn í möskvana? Hafði Jói brugðið sér í líki stjóm- anda? Eitt var víst. Þegar ég lagði skúrdyrnar að stöfum, fannst mér mávagargið vera orðið að sætum svanasöng. Og þá vissi ég að Jói hafði tekið við stjóminni. G.A. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.